Hvernig skilgreinum við hryðjuverkasamtök?

Það er margt sem ræðst af því hvern maður spyr um eitthvað, samtök íbúa í þeim löndum Evrópu sem hersetin voru af þjóðverjum, og stóðu fyrir sprengjutilræðum, morðum og skemmdarverkum voru til dæmis skilgreind sem frelsisbaráttu-samtök af bandamönnum, en hryðjuverkasamtök af þjóðverjum, ekki síst af fjölskyldum þeirra sem létu lífið í slíkum árásum.

IRA, ETA, Hamas og fleiri samtök sem barist hafa fyrir sjálfstæði, frelsi eða breytingum ýmiskonar eru einnig sitt á hvað, kölluð hryðjuverkasamtök eða frelsisbaáttusamtök. Í gegnum alla mannkynssöguna hefur þetta verið svo.

Zíonistar Ísrael og landtökumenn eru gott dæmi um hræsni vesturlandabúa, samtök þeirra, formleg sem óformleg, eru studd með ráðum og dáðum af vesturlöndum, og blessuð af kristnum öfgahópum víða í Evrópu og USA, en ef þú spyrð fjölskyldu sem er rekin úr híbýlum sínum og heimili þeirra svo jöfnuð við jörðu, þá er hætt við að tónninn verði annar. Við samþykkjum hryðjuverk ef þau eru framin á "réttum" forsendum.....sem er auðvitað ekkert annað en hræsni.

Í þessum skilningi er svo sannarlega hægt að fullyrða að USA styðji við hryðjuverkamenn, og það dyggilega, þegar kemur að stuðningi þeirra við Zíonista í Ísrael, rétt eins og þeir hafa gert í Mið- og Suður Ameríku gegnum tíðina, þeir studdu múslimsk samtök í baráttunni við Sovétið í Afghanistan, og kalla sömu menn hryðjuverkamenn í dag.

Stærsta hryðjuverkið er að mínu mati hræsnin sem við vesturlandabúar auðsýnum endalaust með gróðahyggjuna að leiðarljósi, við ýtum undir, samþykkjum og fjármögnum hverja þá sem geta hugsanlega fært okkur gróða í einhverju formi, og setjum okkur svo á háan hest endalaust ef það hentar okkur í það skiptið.

Við erum blóðug upp að öxlum sitjandi við sjónvarpið okkar og tölvuna, en þykjumst saklaus og réttsýn....guði vorum þóknanleg.....

.....þvílík hræsni.


mbl.is Segja Bandaríkin styðja hryðjuverkamenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

gaman að sjá hversu bitur þú ert og þakklátur fyrir að búa á íslandi í fyrsta lagi. Í öðru lagi....öll hryðjuverk eða frelsisbárráttuverk eins og þú villt kalla það, sem framin eru í nafni trúarbragða eða hefnd eru viðbjóðsleg með öllu......og aldrei mun ég breyta minni hugsun þar. Mér er alveg sama hvernig bandaríkjamenn eða önnur vesturlönd taka í það.

kristinn (IP-tala skráð) 17.7.2010 kl. 12:52

2 identicon

Mér þykir það hræsni að kalla zionista hryðjuverkahóp en hamas frelsisbaráttuhóp. Þegar kemur að ísrael-palestínu vandamálinu á fólk til með að réttlæta allt það sem hamas gerir og fordæma allt það sem zionistar gera. Fólk þekkir ekki sögu júða fyrir tíma ísraels og þekkir ekki sögu landsvæðisins sem er verið að deila um.

Því lengra aftur á bak sem maður skoðar söguna því betur sér maður heimtufrekju, hatur og morðæði araba  í garð júða. Svo er fólk hissa yfir því að zionistar séu enn við völd þegar hinumegin eru hamassamtökin að gera það sem þau gera.

Hatur og fyrirlitning almennings í garð júða er svo heiftarlegur að það er engu lagi líkt og það fólk er svo staurblint og viðbjóðslega siðlaust hvað þetta mál varðar að best er að reyna ekki að rökræða við það.

hræsnari (IP-tala skráð) 17.7.2010 kl. 14:27

3 Smámynd: Hannes

Það sem einn kallar hryðjuverkamann kallar annar frelsishetju.

Ég tel alla sem beita ofbeldi og efnahagsþvingunum í annað en sjálfsvörn vera hryðjuverkamann. Mörg umhverfisverndunnar samtök falla undir mína skilgreiningu eins og Paul Watson.

Hannes, 17.7.2010 kl. 14:45

4 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Lesa pistilinn Kristinn, áður en þú byrjar að steyta görn...ég geri alls ekki upp á milli..þvert á móti.

Hræsnari, ég bara skil ekki athugasemdina þína, þú kýst að taka afstöðu með öðrum morðingjanum, í stað þess að taka afstöðu gegn ofbeldinu...þar með tekurðu þátt í ofbeldinu, réttlætir það...og ert einmitt það sem ég tel vandamálið.

Hannes, hjartanlega sammála þér.

Haraldur Davíðsson, 17.7.2010 kl. 22:02

5 identicon

Nei ég tek alls ekki afstöðu með öðrum morðingjanum, það er bara ekki rétt hjá þér kæri Haraldur. Það má á hinn bogin lesa það úr færslu þinni að þú takir afstöðu með öðrum morðingjanum en ekki gegn ofbeldinu eins og þú vilt meina í athugasemd þinni.

Ástæða fyrir athugasemd minni var einfaldlega sú að það er mjög algengt að fólk styðji við annan morðingjan af blindum hatri gagnvart hinum. Það selur sér það að júðarnir séu svo agalega vondir og palestínumenn alger fórnarlömb í öllum þeim skilningi sem hægt er að draga af orðinu. Fæstir þeirra þekkja söguna hins vegar. Ég var svona "pass" á þessa umræðu þar til forvitnin drap mig og ég fór að skoða þetta allt saman í sögulegu samhengi og notaðist við tímalínuna eins og ég gat. Þótt að báðir aðilar séu fávitar og morðingjar, þá einhverra hluta vegna tekur sig saman gríðarlega stór hópur bloggara og níðst á öðrum hóppnum af miklu hatri og fyrirlitningu. Það má vel sjá þegar fréttir birtast á mbl út af einhverju voðaverki sem ísraelar gera í garð palestínumanna verður allt vitlaust á blogginu. Bloggfærslur og athugasemdakerfi fyllist af hatræmum níðingsskap. Þegar dæmið snýr hinsegin þá heirist ekki múkk í neinum. Þetta fólk segist vera friðelskendur. Afhverju verður þá ekki allt brjálað þegar palestínumenn sprengja eitthvað í ísrael?

Það þykir mér vera hræsnin.

Zionistar var aðgerðasinnahreyfing, öfgafullir (rétt eins og hamas) og vildu eignast landssvæði til þess að stofna eigið ríki þar sem júðar voru ekki kúgaður minnihlutahópur. Skrítinn draumur miðað við það sem á undan hafði gengið? Ef þú skoðar söguna þá þætti þér það eflaust ekki vera. Þetta var fyrir aldarmótin 1900. Á þessum tíma var Palestína miklu miklu stærra en ísrael og palestínusvæðið er (þessi graff um landnám ísraela gefa fólki kolranga mynd af þessu). Jórdan er 80% af þessu landi í dag sem átti að deila á milli palestínu og ísrael. Arabar fengu s.s. 90% af landsvæðinu, 10% til júðanna, og 60% af því landsvæði var eyðimörk. Ísrael er lítið stærra en New Jersey fylki BNA. Það þykir aröbum greinilega allt of mikið.

Þegar Ísrael var stofnað og júðar á götum úti að fagna fóru að finnast lík þeirra á víð og dreif á götum hins nýstofnaða ríkis. Síðan þá hefur aldrei verið friður. Báðir aðilar hafa gerst sekir um ódæðisverk á báða kannta.

hræsnari (IP-tala skráð) 18.7.2010 kl. 01:00

6 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Hvorugur er betri en hinn Hræsnari, það ætti að vera ljóst, en ég held nú samt að ástæðan fyrir því að fólk bregst við ef Ísraelar beita sér af fullum þunga gegn óbreyttum borgurum oft á tíðum (eins og er einmitt orðið mjög algengt í dag, terror tactics) þá er það vegna þess að þar fer Goliat gegn Davíð, og fólk hefur tilhneigingu til að styðja við þann sem er smærri...

...hitt er svo líka ljóst, ekki síst eftrir síðustu yfirlýsingar Netanyahu, að Ísraelar eru síður en svo að leita friðar eða jafnvægis, þvert á móti á að terrorisera óbreytta borgara enn frekar. Þeir eiga einn best búna her í heimi, sem er að meira og meira leiti skipaður öfgafólki, svo að það stefnir í að her Ísrael minni helst á SS-sveitir nasista. 

Blóðhefndin og ofbeldis-uppeldið á börnum beggja hliða er óafsakanlegt, og persónulega finnst mér að ALLIR ættu að hætta ÖLLUM stuðningi við báða aðila.... það er stuðningur annara sem gerir zionistum og Hamas hleyft að halda úti hernaði og skærum...möo stuðningur okkar.

Haraldur Davíðsson, 18.7.2010 kl. 11:44

7 Smámynd: Kristján P. Gudmundsson

Þar hittir þú naglann á höfuðið, Haraldur ! "ALLIR ættu að hætta ÖLLUM stuðningi við báða aðila .." Komi Bandaríkjamenn og Arabar sér saman um slíka tilraun (ótímabundna) gætu mál skipast á þann veg, að blóðsúthellingum myndi linna ?

Með góðri kveðju frá Siglufirði, KPG.

Kristján P. Gudmundsson, 18.7.2010 kl. 11:59

8 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Þakka KPG...

Haraldur Davíðsson, 18.7.2010 kl. 13:57

9 Smámynd: Óskar Arnórsson

Godur pistill og raunsaer. Thad tharf ad taka afstödu gegn öllu ofbeldi ad sjalfsögdu. Hver sa sem a i hlut. Og thessi hrydjuverkanafngift er alveg otrulega villandi. Voru ekki islendingar kalladir hrydjuverkamenn og skradir sem slikir um allann heim? Folk faer strax hugmyndir um ad vid göngum um med sprengjur og drapstol. Og foreldrar i palenstinu senda börnin sin i sprengjuskola og eru stolt yfir thvi. Geggjunin er ordin thvilik ad madur getur varla imyndad ser thad. Geddeildir eru lagdar nidur thegar stadan er ordin thannig ad their sem voru thar eru raunverulega ekkert ödruvisi en folkid fyrir utan.  

Eg hef i minni vinnu hlustad a folk gorta sig af thvi ad hafa skotid börn sin til ad halda uppi heidri fjölskyldunnar. Ad ödru leyti er ekkert ad thessu folki. Eg held ad faestir geri ser grein fyrir hverslags thankagangur styrir svona hegdun. Thetta hefur raunverulega ekkert med truarbrögd ad gera. Ekki frekar enn gruppa af vitleysingum a Islandi tekur 6 milljarda af skattapeningum a hverju ari og eydir theim i nafni Guds og svo islendingar geti verid örugglega kristnir. Munurinn er bara ad folk er ekki sprengt i loft upp.

Hraesni er hluti af grodahyggju. Vatikanid seldi med semingi hlutabref sin i vopnaverksmidjum Bofors eftir umfjöllun i fjölmidlum. Thad er enn haegt ad nota truarbrögd sem afsökun fyrir glaepaverk.

Thad er efni i heila bok hvad "rettar forsendur" eru thegar kemur ad vopnum og ofbeldi. hafa allir rett a ad verja sig gagnvart ofbeldi? Ef svo er, hvernig ma madur verja sig og a hvada hatt. Mordingjar i einkennisbuningum eru til um allan heim. Oft med lögin ser vid hlid. Og their sem verja sig eru tha kalladir hrydjuverkamenn...

Muslimar hafa aldrei komist med taernar thar sem kristnir hafa haelanna i blodsuthellingum um allan heim. Samt hefur tekist ad blanda ekki truarbrögdum inn i blodsuthellingar kristna.  Ad sjalfsögdu eru thad hvorki alvöru kristnir eda alvöru muslimar sem vilja vera vigamenn og ganga um myrdandi. Bara glaepalydur sem felur sig a bakvid tru og truarbrögd. Eg a marga kunningja sem eru ekta muslimar og eru their sorgmaeddir yfir thvi hvernig auglysinga- og arodursmeistarar storveldanna hafa skitid nidur theirra tru og mordingjar fela sig a bakvid truarbrögd theirra.

Óskar Arnórsson, 27.7.2010 kl. 08:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband