Sorglegt að fylgjast með á Austurvelli í dag.....

....og sjá að stjórnvöld eru fullkomnlega sátt við að lögreglan taki skellinn fyrir alltsaman.

Lögreglunni er stillt upp á sorglegan hátt sem varðhundum spillingarinnar, sem andlitum spillingarinnar. Smám saman er verið að níðast á öllu og öllum, og ekki síst á lögreglunni sjálfri.

Það var sorglegt að sjá til stríðsklæddra og vopnaðra óeirðalögregluþjóna, ráðast með kylfuhöggum og spörkum að fólki sem ekkert var að gera af sér, handtaka ólögráða einstaklinga með höggum og spörkum, og neita svo forráðamönnum að tala við börnin. Það var sorglegt að sjá vopnaða lögreglumenn beita vopnum sínum á óvopnað fólk.

Persónulega réðst á mig lögreglumaður í tvígang, og braut í mér tönn og braut gleraugun mín.

Hann gerði það meðan ég stóð með hendur í vösum......en ég birti bráðlega mynd af kauða og minn höggþungi verður ekki sparaður hér í netheimi...

Að minnsta kosti 6 sinnum sá ég kylfunum lostið og það ekki með sýnilegt tilefni, og það var ekki verið að spara höggþungann. Það var sorglegt að sjá...

Það var líka sorglegt að sjá fólk taka út reiði sína á almennri lögreglu sem stóð sig með prýði, sorglegt að sjá fólk eyðileggja trén á Austurvelli og sorglegt að sjá að lögreglan á að vera stuðpúði fyrir stjórnvöld. Sorglegt að sjá svona illa farið með óbreytta lögregluþjóna...

Vilji fólk byggja upp, þá eru skemmdarverk á sameiginlegum eigum okkar ekki rétta leiðin. Færum reiðina þangað sem hún á erindi.

Bræður, systur við erum ein þjóð og eitt land, snúum bökum saman, ekki ráðast gegn hvort öðru.

Bræður og systur í lögreglunni, takið ykkur stöðu með bræðrum ykkar og systrum, sonum og dætrum foreldrum ykkar og afa og ömmu....hvernig ætlið þið annars að réttlæta þátttöku ykkar gagnvart afkomendum og nákomnum, hvernig er hægt að láta ræningjann sem rændi aleigunni af ömmu lögreglumanns, skipa lögreglumanninum að berja á þeim sem hneykslast á ráninu??

Hvar er réttarríkið okkar statt....?

Þetta er sorglegt.


mbl.is Beittu kylfum á mótmælendur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hannes

Það sem þarf að gera er að gera líf ráðamanna eins erfitt og hægt er. Það eina sem fólk þarf að gera er að nota hugarflugið.

Það sýnir vel lágkúruna að þeir þurfi á lögregluvernd að halda þarna inni en eitt er á hreinu það er ekki hægt að vakta alla ráðherrana allan sólarhringinn.

Þetta á bara eftir að versna.

Hannes, 21.1.2009 kl. 01:43

2 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Sammála þér Hannes, og það er ekki gott að hugsa til þess hvað gæti gerst ef meiri harka færist í leikinn.

Í dag fékk ég sjokk, og kalla þó ekki allt ömmu mína, ég fékk sjokk að sjá til óeirðalögreglunnar, og nú er ráð að fara að gera eitthvað róttækt. Það þarf samt að gera þetta rétt, lögreglan ber ekki ábyrgð á bankahruninu, ekki heldur á ákvörðunum yfirboðara sinna....en ráðmennirnir sjálfir, og bankaræningjarnir...það er annað mál.

Hart gegn hörðu, ef stjórnvöld vilja beita okkur ofbeldi, til að þagga niður í okkur...ja þá...

..en fyrst og fremst þótti mér sorglegt að sjá vopnaða hálfhermenn, berja á aðgerðarlausu og óvopnuðu fólki.

Haraldur Davíðsson, 21.1.2009 kl. 01:52

3 Smámynd: Emma Agneta Björgvinsdóttir

.....Persónulega réðst á mig lögreglumaður í tvígang, og braut í mér tönn og braut gleraugun mín...... Halli minn þetta er ógeðslegt , ætlar þú að kæra?

Ég bara þoli ekki ofbeldi og fordæmi þessi svín sem að eru litlir aumingjar inn við beinið aumt fólk.... arrrrrrrrrg 

Halli minn sendi þér stórt faðmlag

Emma Agneta Björgvinsdóttir, 21.1.2009 kl. 01:56

4 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Takk Emma, já ég ætla að kæra og ég ætla að bæta um betur, ég fæ mynd af honum í fyrramálið og gettu hvar hún verður birt...

Haraldur Davíðsson, 21.1.2009 kl. 02:00

5 Smámynd: Emma Agneta Björgvinsdóttir

Frábært hjá þér að kæra og ég vona innilega að þú fáir þitt tjón bætt þó aldrei sé auðvitað hægt að bæta sárin sem koma á hugann við svona óréttlæti.........

Emma Agneta Björgvinsdóttir, 21.1.2009 kl. 02:06

6 Smámynd: Halla Rut

Stórkostleg færsla hjá þér Haraldur og mig setur þunga og sorg.

Einmitt hefur mér þótt svo sorglegt að sjá lögreglu er er á sama bát og við að þurfa að standa í þessu og verja þá er seldu okkar börn og komandi kynslóðir í þrælahald.

Frábær grein.

PS: Vitandi eru þarna lögregluþjónar er njóta sín í látunum svo ekki verði meira sagt. Það heyrir ég á sögum fólksins. En auðvitað eru einnig margir hjálpsamir og líður örugglega ekki vel í þessu ástandi. En þeir, hinir, eru bara svo oft meira áberandi og kraftmeiri.

Ég vildi sjá þá alla taka niður hattana, leggja niður kylfurnar og taka þátt í mótmælunum. Það væri best af þeim að gera. Þá mundi réttlætið sigra.

Halla Rut , 21.1.2009 kl. 02:09

7 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Takk fyrir mig Halla, ég gerði einmitt ekkert annað í dag en að reyna að fá lögreglumenn til að sjá að það er verið að misnota þá, þeir eru einmitt á sama báti og við, og ömurlegt að horfa upp á það að þeim skuli vera beitt á þennan máta, til þess eins að þagga niður í okkur, varðstjórarnir segja auðvitað að allt hafi þetta verið nauðsyn...eins og að berja menn fyrir að taka myndir, gasa fréttafólk, berja á ólögráða einstaklingum.......þetta var ekki nauðsyn.

Haraldur Davíðsson, 21.1.2009 kl. 02:24

8 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Halli minn. Ég skal aftur standa vaktina með þér á morgun.

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 21.1.2009 kl. 02:29

9 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Jamm, en nú skulum við fara öðruvísi að...

Haraldur Davíðsson, 21.1.2009 kl. 02:32

10 identicon

Ég óttatst að þetta verði barið niður eins og 1949, en munurinn er sá að þá voru það eingöngu vinstrimenn sem voru á móti en núna er það allur almenningur (reyndar fyrir utan örfáa öfga hægrimenn)

Valsól (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 07:25

11 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Ljótt var það víst, Kreppukall, og Valsól, þeim væri hollt að rifja upp Geithálsinn...

Haraldur Davíðsson, 21.1.2009 kl. 10:48

12 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Góður pistill Halli, verst með tönnina og gleraugun..

Rut Sumarliðadóttir, 21.1.2009 kl. 12:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband