Íslendingar orðnir hryðjuverkamenn ?

Skuggaleg staða sem stuttbuxnastrákarnir eru búnir að koma okkur í, milliríkjadeilur og ábyrgð gagnvart fólki í öðrum löndum. Það hlýtur að vera hægt að kalla einhverja til ábyrgðar svo við getum í það minnsta bjargað andlitinu út á við. Ég kyngi því ekki að menn geti leikið sér með afkomu fólks vítt og breytt um heiminn, staðið í áhættufjárfestingum með peninga annarra og tapað öllu, án þess að þurfa að sæta ábyrgð.Að ríkið ( ég ) axli þá ábyrgð og byrðar án þess að bera neina sök í þessu, að öðru leyti en því að eftirlitsstofnanir virðast hafa sofið á verðinum, eða ekki kunnað starfið sitt, er fáránleikinn einn.Það kemur ekki til greina að ég sætti mig við hlutverk sökudólgs í þessu botnlausa rugli, ég hlýt að krefjast þess að menn verði dregnir til ábyrgðar, ég neita að bera sök sem ekki er mín, ég krefst þess að viðkomandi eftirlitsstofnanir og aðilar innan Seðlabankans, segi af sér og þeir / þau sótt til saka þar sem það á við.

Það eru landráð að eyðileggja ímynd landsins og grafa undan velferð þess og afkomu, það eru landráð að ráðast að innviðum samfélagsins.

Ég vil sjá höfuð fjúka.Angry


mbl.is Brown hótar aðgerðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála þér Halli! Drögum þessa menn fram og látum þá svara til saka. Ég meina hvar eru peningarnir??? Allt þetta fé sem Bretar lögðu inn á reikning, hvar eru þeir peningar??? Gufuðu þeir bara upp??? Eða tóku yfirmennirnir peningana og eyddu þeim í misheppnaðar fjárfestingar!! Látum þá svara!!! og borga!!!

Ragnheiður Arna Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 8.10.2008 kl. 12:34

2 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Nákvæmlega Sigurður, þeir eru svo sannarlega í lífshættu.

Ragga, það viljum við fá að vita; hvar eru peningarnir ?

Haraldur Davíðsson, 8.10.2008 kl. 13:06

3 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

rekum Davíð, ráðu Golíat! Láttu ekki svona vinur, við eigum að vera jákvæð núnu! fylgistu ekki með fréttum? Nota smælið á þetta og vera Pollýönnur!

Rut Sumarliðadóttir, 8.10.2008 kl. 13:19

4 Smámynd: Villi Asgeirsson

Sammála.

Villi Asgeirsson, 8.10.2008 kl. 13:38

5 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Ég finn ekki brosið mitt í dag, og það er nóg af Pollýönnum.

Þetta fjas ráðamanna um að nú eigum við að " standa saman " er svona eins og lítð barn sem segir ; " ekki vera reið mamma"......þetta þýðir bara að nú eigum við að axla byrðarnar fyrir þá sem eiga þær.....tsk tsk...ég hlusta ekki á þetta, það þarf að grisja....

Haraldur Davíðsson, 8.10.2008 kl. 13:39

6 Smámynd: Villi Asgeirsson

Það þarf að finna sökudólgna. Það er óþolandi að við megum taka ábyrgð á skuldunum en hagnaðurinn er falinn í kennitöluleik.

Villi Asgeirsson, 8.10.2008 kl. 13:42

7 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Falinn og stolinn Villi, það er ekki einu sinni hægt að hafa almennilegar skatttekjur af þessu, 10 % fjármagnstekjuskatt sem varla er hægt að innheimta því að það er farið með allt úr landi, skattar voru lækkaðir á fyrirtækin á sínum tíma til þess að tryggja umhverfi þeirra, HAHAHAHAHAHA, eruði að grínast ?

Haraldur Davíðsson, 8.10.2008 kl. 15:08

8 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

þetta er eitt stórt apaspil og enginn hætt á öðru en að almenningur sitji í foraðinu sem þessir fábjánar eru búnir að koma þjóðinni í. Pollýönnur eiga ekki við í svo alvarleguu máli. Mér finnst líka með ólíkindum að bankastjóraaularnir fái að vera bankastjórar áfram, jafn óhæfir og þeir hafa reynst, þeir eiga að skammast til að fá sér vinnu við sem hæfir heilabúi þeirra iog þar sem þeir geta ekki gert meiri óskunda, svosem að sópa götur og önnur einföld störf sem ekki krefjast mjög virkrar heilastarfsemi...með fullri virðingu fyrir götusópurum!

Georg P Sveinbjörnsson, 8.10.2008 kl. 16:01

9 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Hvert getum við flúið?

Hólmdís Hjartardóttir, 8.10.2008 kl. 18:21

10 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Það þykir mér Ester, því eins og ég sagði, ég neita að bera sök sem ekki er mín.

Haraldur Davíðsson, 9.10.2008 kl. 11:05

11 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Halli, þetta var líka úps!!!

Rut Sumarliðadóttir, 9.10.2008 kl. 16:43

12 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Haraldur Davíðsson, 9.10.2008 kl. 18:29

13 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Pirraður Breti farinn að framleiða boli til höfuðs íslendingum

http://352945.spreadshirt.net/en/GB/Shop

Georg P Sveinbjörnsson, 10.10.2008 kl. 01:43

14 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Já þetta er glæsileg staða sem búið er að koma okkur í.

Magnað að bretar skuli ekki sjá að almenningur hér er jafn illa svikinn...en ef bretar ætla að vera með vesen hér, þá líklega leyfum við þeim að hafa svolítið fyrir því.....fullar boltabullur í túrhesta ferðum hingað eru eitthvað sem við slátrum bara og sendum heim í poka....

Haraldur Davíðsson, 10.10.2008 kl. 09:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband