Allt er það hverfult og breytingum háð.

Kyrrð og óreiða, litir og grámi, gleði og sorg, ljós og myrkur, samkennd og sundrung. Allt er það hverfult, allt tekur enda allt líður hjá.

Hversu erfitt getur ekki verið að reyna að sannfæra sjálfan sig um að slæmir tímar líði hjá ? Kannski jafn erfitt og það er að vita að góðir tímar gera það ? Ég veit það ekki, en ég veit að það er erfitt.

Í mínum huga að minnsta kosti.

Það er undarlegt hvað maður getur átt í óþægilegum samræðum við sjálfan sig, og þær svo raunverulegar í ljósi persóna og leikenda, að maður heldur að maður sé að missa vitið.....

....ég heyri raddir....og þær eru ekkert sérstaklega vingjarnlegar..en þær eru aðeins bergmál frá hugsunum mínum svo ég get ekki þaggað niður í þeim.....

....það er líka undarlegt að maður getur verið hundrað prósent meðvitaður um að hausinn á manni er að rugla með mann, en maður getur ekkert gert í því, annað en að hanga á fingurgómunum á þeirri vissu að hausinn sé að rugla, ekki maður sjálfur.

En það er stundum samt ekki nóg og hjartað gengur í lið með hausnum, og í sameiningu þagga þau kyrfilega niður í allri samkeppni, og það stundum þannig, að ekkert er eftir nema rjúkandi rúst....en stundum sleppur maður, hryggbrotinn og í sárum, en lifandi......

Ég veit ekki hvernig maður getur greint endanlega á milli raddanna, sinnar eigin og hinna,en eitt er víst að það þarf að takast á einn eða annan hátt, eigi skipið að þola brotið...það skilur svo mjótt á milli. Allt er það hverfult og allt líður hjá, líka það slæma segja þeir....sjáum til....þeir sögðu líka að góðu stundirnar tækju aldrei enda, allt tekur enda, allt líður hjá....

...ég er hættur að skilja nokkurn skapaðan hlut í þessu brölti öllu saman, ég er þreyttur, og spái í það seinna...

...nema hvað, að undarlegast af öllu er að sjá sjálfan sig velta þessu fyrir sér, og geta ekkert gert til að stöðva sig, hemja sig, en vera samt svolítið spenntur að vita hverju maður tekur uppá næst.

Þetta var yfirlestur dagsins, góða nótt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Æi karlinn.

Mín reynsla af skipbroti í lífinu er skelfileg.  Ég þekkti ekkert í sjálfri mér....ég eiginlega var ekki ég lengur.  Og festist of lengi í því.  En allt er þetta mannlegt og eðlilegt.  Farðu út að ganga....hittu fólk. 

Gangi þér vel strákur.

Hólmdís Hjartardóttir, 10.11.2008 kl. 00:57

2 Smámynd: Sporðdrekinn

Hring eftir hring fer hugurinn... Ég skil ekkert en samt er þetta hugurinn minn... Ég skipti úr sorg í súld...

Þetta er ömurlegur tími, maður nær ekki heilli hugsun en samt stoppar maður aldrei að hugsa. Hreyfing og taka vel á því bjargar mér frá þessu í smástund, ertu búin að prufa það?

Knús

Sporðdrekinn, 10.11.2008 kl. 03:33

3 identicon

Knús á þig Halli minn!

Það koma bjartir tímar - sjáðu til!

Ragnheiður Arna Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 10.11.2008 kl. 13:40

4 Smámynd: Emma Agneta Björgvinsdóttir

Hausinn á mér er alltaf í árekstri við sjálfan sig og ég stend oft á dag í svona samræðum við sjálfan mig ég þekki hvernig þér líður og skil það sem þú skrifar um, en hver getur læknað brotið hjarta? vona að skipið þitt sigli inn í nýja drauma kæri vinur.

Emma Agneta Björgvinsdóttir, 10.11.2008 kl. 17:52

5 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Takk fyrir dömur mínar.

Haraldur Davíðsson, 11.11.2008 kl. 01:45

6 Smámynd: Sporðdrekinn

Ég vona að þér líði betur

Sporðdrekinn, 13.11.2008 kl. 21:13

7 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Mikið áttu nú gott að eiga okkur allar að

Hólmdís Hjartardóttir, 13.11.2008 kl. 23:03

8 Smámynd: Sporðdrekinn

Það er verst að geta ekki bara knússsað hann!

Sporðdrekinn, 14.11.2008 kl. 03:11

9 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Það væri sko vel þegið Sporðdreki, og rétt er það Hólmdís...

Haraldur Davíðsson, 14.11.2008 kl. 04:30

10 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Haraldur minn eins og Hólmdís segir þá ert nú ekki alveg einn þú hefur okkur vinkonur þínar.
Sé ég þig ekki næsta laugardag á hitting á Akureyri?
Skyldumæting.
Knús í knús
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 14.11.2008 kl. 15:11

11 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Sjáum til Milla, hlöðuball í Fnjóskadal í kvöld, og vinna eitthvað á morgun...en annars hvar og hvenær?

Haraldur Davíðsson, 14.11.2008 kl. 21:56

12 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Næsta laugardag trúlega á kaffi Karólínu við munum láta það inn síðar í vikunni.
það er bara gaman að hittast svona á kaffihúsi og spjalla saman.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 14.11.2008 kl. 22:00

13 Smámynd: Rannveig H

Rannveig H, 14.11.2008 kl. 22:03

14 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Stefni á það, fer eftir því hvar á landinu ég verð að vinna....

Haraldur Davíðsson, 14.11.2008 kl. 22:51

15 Smámynd: Sporðdrekinn

*Faðmur*

Sporðdrekinn, 15.11.2008 kl. 00:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband