Á að svipta verðandi mæður sjálfræði sínu ef þær neyta áfengis á meðgöngunni?

Ef móðirin neyddi áfengi ofan í barnið eftir fæðingu þess, þá litu sennilega allir svo á, að hún ætti ekki að fá að hafa barnið í sinni umsjá...er öðruvísi að skilja barnið eftir með drykkfellda móður á meðgöngunni? Ég verð að segja að þarna átti að setja konuna inn á sjúkrahús, vinna í að flýta fyrir því að losa líkama hennar við áfengið...skoða ástand móðurinnar...og tryggja að hún væri ekki ógn við barn sitt áfram.

Mér þykir með ólíkindum að hún skyldi send heim og látið nægja að láta barnaverndaryfirvöld (andvarp) vita...það er augljóslega mikið að konu sem drekkur sig ofurölvi á 7. mánuði meðgöngu...á almannafæri..en hvorki öryggi barnsins né hennar var tryggt með þessari niðurstöðu....


mbl.is Þunguð kona ofurölvi í miðbænum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hefði ég séð kasólétta konu hella í sig á barnum hefði ég einfaldlega hringt í neyðarlínuna sem er nákvæmlega það sem ég hefði gert hefði hún verið að gefa grenjandi kornabarni nokkur skot á barnum. En þarna er náttúrulega ekki hægt að skilja barnið frá móðurinni þannig að já, ég mundi segja að frelsissvipting væri fullkomlega eðlileg.

Guðmundur (IP-tala skráð) 30.5.2009 kl. 10:40

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Veist ég held það já......

30BEDA55-B2D0-6370-817A-081F7BF5D664
1.02.28

Hólmdís Hjartardóttir, 30.5.2009 kl. 10:43

3 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

Ofurölvi, já það er skelfilegt en það er líka skelfileg eyturlyfjaneyslan á meðgöngu. Því miður eru einmitt of mörg svona dæmi á landinu okkar. Vona bara sannarlega að þetta hafi verið einstakt tilelli hjá þessari móður,  barnsins vegna, og að hún haldi ekki áframað snafsa barnið á meðgöngu né eftir fæðingu, þ.e. með brjóstagjöfinni.

Guðrún Jóhannesdóttir, 30.5.2009 kl. 11:10

4 identicon

Ógeðslegt í einu orði sagt! Það á náttúrulega að rífa barnið af þessari dr*** um leið og barnið kemur í heiminn! Hvað er að? Eru Íslendingar að verða að einhverju ógeðs British trashi!!!!

Ragnheiður Arna Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 30.5.2009 kl. 11:27

5 Smámynd: Margrét Elín Arnarsdóttir

Þetta er hryllingur, vægast sagt:/ Ég er komin 6 og hálfan mánuð á leið og hef álíka mikla lyst á áfengi og að drekka steinolíu. Það er greinilega e-ð mikið að hjá þessari konu hefði því held ég bara átt að leggja hana inn og vinna í hennar málum, ekki senda hana heim!

Margrét Elín Arnarsdóttir, 30.5.2009 kl. 11:42

6 Smámynd: Gísli Birgir Ómarsson

HEYR HEYR !!!!!!!!!

Gísli Birgir Ómarsson, 30.5.2009 kl. 12:18

7 Smámynd: Teitur Haraldsson

Verið ekki of fljót á ykkur að taka af henni barnið og svipta hana frelsi.

Ég er viss um að í þessum málum má gera mikið betur með því að ræða við hana og hjálpa henni.

Teitur Haraldsson, 30.5.2009 kl. 12:31

8 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Skelfilegt að lesa þetta. Hún þarf greinilega á hjálp að halda.

Rut Sumarliðadóttir, 30.5.2009 kl. 13:33

9 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

held hún þurfi nú frekar hjálp

Jón Snæbjörnsson, 30.5.2009 kl. 14:21

10 Smámynd: Haraldur Davíðsson

 Takk fyrir innlitið öllsömul.

Augljóst er að hún þarf stuðning og aðhlynningu, en það hlýtur að eiga að horfa til barnsins...ef móðir ekki sýnir meiri vilja eða getu til að hugsa um heilsu og líf barnsins, þá ber okkur að vernda barnið...ég er ekkert endilega á því að taka eigi barnið af henni við fæðingu, en setja þarf barnið í forgang, og þá jafnvel með því að taka ráðin af móður...en ég set stórt spurnungarmerki við þá ákvörðun að senda hana heim, og þá þeirra beggja vegna, móður og barns.

Guðrún, áfengisneysla er eiturlyfjaneysla, við skulum kalla hlutina sínum réttu nöfnum...það er farsælast...áfengi er fíkniefni sem er með þeim skaðlegustu sem til eru. Áfengi drepur 5 milljónir manna árlega í heiminum....og er dýrasta fíkniefnið fyrir samfélagið...ásamt tóbaki sem drepur einn íslending á dag.

Ég vona að konan fái þá aðstoð sem hún þarf, nú eða það aðhald sem hún þarf, til að tryggja öryggi barnsins...

Haraldur Davíðsson, 30.5.2009 kl. 15:48

11 identicon

Ófrísk kona, komin 7 mánuði á leið ber ekki barn undir belti heldur fóstur. Það segja lögin okkur.

Lagasetningin þyrfti að breytast á stórtækan hátt, ætti fóstur að hafa sömu réttindi og barn. Því miður, þá held ég að slík lagasetning myndi hafa hafa verri og vítækari áhrif, en að vernda eitt og eitt fóstur gegn neyslu móður á meðgöngu. 

Barnaverndaryfirvöld munu samt hiklaust hafa umsjá með móðurinni þegar barnið fæðist og hjálpa þar til ef þarf. 

Jóhanna Margrét (IP-tala skráð) 30.5.2009 kl. 17:32

12 Smámynd: Haraldur Davíðsson

á sjöunda mánuði er fóstureyðing ekki leyfð...og til eru lagaákvæði sem gera yfirvöldum kleyft að svipta mæður sjálfræði ef þær nota ólögleg vímuefni...hví skyldi ekki gilda það sama í þessu tilfelli?

Haraldur Davíðsson, 30.5.2009 kl. 18:23

13 identicon

Áfengisneysla á meðgöngu er ekki fóstureyðing. Og áfengi er heldur ekki ólöglegt vímuefni.

Lög um sjálfsræðissviptingu fullorðinna einstaklinga eru bundin mjög nákvæmum og ströngum viðkvæðum, svo að það getur meira en vel verið að þau viðkvæði hafi ekki átt við nákvæmlega þessa konu. Við þekkjum aðstæður eða aðdraganda ekki neitt.

Jóhanna Margrét (IP-tala skráð) 30.5.2009 kl. 18:34

14 identicon

Halli, Margir Íslendingar líta ekki á áfengi sem vímugjafa........

Ragnheiður Arna Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 30.5.2009 kl. 18:35

15 Smámynd: Hannes

Mér þykir allt í lagi að ólétt kkona drekki ef hún tekur allan kostnað af skaðanum sem það veldur barninu á sig persónulega.

Hannes, 30.5.2009 kl. 18:53

16 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Nei Jóhanna áfengisneysla er ekki fóstureyðing, þótt óvéfengjanlega sé áfengisneysla móður á meðgöngu aðför að heilsu og lífi barnsins...en fóstureyðing er ekki leyfð á sjöunda mánuði vegna þess að talið er að um mótaðan einstakling sé að ræða...

...og sú staðreynd að áfengi er löglegt vímuefni breytir engu um skaðsemi þess, né þá hugsun að vímuefnaneysla verðandi móður er ekki hennar einkamál....þetta er málinu óviðkomandi og það er óskiljanlegt að einungis sé talið að ástæða sé til afskipta ef ógnin er neysla ólöglegra efna, en ekki vímuefna almennt...velferð barnsins er þarna þungamiðjan, ekki spurningin um hvort efnið er löglegt eða ekki...

Haraldur Davíðsson, 30.5.2009 kl. 18:57

17 identicon

Haraldur, ég er ekki talsmaður þeirra sem drekka á meðgöngu og þykir það langt frá því að vera í lagi! Ég er einungis að benda á þá staðreynd, að lagalega séð hefði verið mjög erfitt að svipta þessa konu sjálfræði.

Áfengisneysla á meðgöngu er mjög alvarlegt mál og getur haft jafn slæmar afleiðingar og ef um annað eða ólöglegt vímuefni sé um að ræða. 

En það er samt staðreynd að lögin geta mjög lítið gert í svona tilfelli. Fóstureyðing er ekki leyfð eftir 12-24 vikur nema í sérstökum tilfellum.  Þrátt fyrir það, telst 7 mánaða gamalt fóstur ekki vera einstaklingur laglega séð og hlýtur því mjög takmarkaða vernd.

Jóhanna Margrét (IP-tala skráð) 30.5.2009 kl. 19:11

18 identicon

Hannes, hvernig á móðir að bæta barninu sínu það að hafa veitt því varanlega andlega fötlun?

Jóhanna Margrét (IP-tala skráð) 30.5.2009 kl. 19:15

19 Smámynd: Hannes

Jóhanna hún á þá að borga því örorkubæturnar og halda því uppi á meðan það lifir. Meira getur hún ekki gert.

Hannes, 30.5.2009 kl. 19:20

20 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Lögin eru þá meingölluð ef ekki er hægt að grípa inn í svona atburði með afgerandi hætti strax..það hlýtur að vera krafa að mæður séu í lagalegum skilningi ábyrgar fyrir velferð barnsins, og því eiga lögin jafnframt að geta verndað barnið gegn óábyrgri hegðun móður...

Haraldur Davíðsson, 30.5.2009 kl. 19:48

21 identicon

Þessi mál eru mjög vandmeðfarin. Sú siðferðislega spurning um það hvenær réttur fósturs sé hærri en móður. Það er eitthvað sem allir geta ekki verið sammála um. 

Í USA, hafa þeir í sumum ríkjum verið að ýta þeim mörkum í átt til fóstursins, semsagt hefur ófætt barn / fóstur verið að fá meiri réttindi en áður. Þau réttindi fást auðvitað aðeins með því að skerða rétt meðgöngumæðra. Þær lagabreytingar hafa haft þær afleiðingar að margar konur hafi verið beittar óréttlæti og jafnvel mannréttindabrotum. 

Venjulegar, heilbrigðar amerískar konur hafa fengið á sig ákærur og jafnvel fangelsisdóma fyrir það eina að taka ákvörðun í fæðingarferlinu sem hefur valdið skaða eða dauða fósturs, ákvörðun sem við hér á Íslandi teljum vera okkar sjálfsögð réttindi að taka. T.d. ef kona velur að reyna eðlilega fæðingu áður en til keisara er gripið og það endar á sorglegan hátt. 

Lögin eru eins og þau eru til þess að réttindi móður séu ekki skert á óréttlátan hátt. Það er MJÖG fín lína þarna á milli og fólki deilir á um hvað sé siðferðislega rétt og hvað ekki.

Í báðum tilvikum verður "collateral damage", svo að valið stendur á milli tvennra illra kosta.

Jóhanna Margrét (IP-tala skráð) 30.5.2009 kl. 21:05

22 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Reyndar hefur áfengisneysla margfald verri áhrif á fóstur en neysla annarra lyfja s.s. amfetamíns, kókaíns eða kannabis. Etanólsameindin er tiltölulega lítið mólikúl sem er bæði fitu- og vatnsleysanlegt og kemst því hratt og örugglega inn í alla vefi og líffæri líkamans. Svo er ekki farið með hin vímuefnin.

Páll Geir Bjarnason, 30.5.2009 kl. 21:23

23 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Jóhanna þakka þér fyrir upplýsingarnar...en ég fer samt ekki ofan af því að bein aðför að heilbrigði barns, eigi að nægja til þess að brugðist sé við, ég geri mér grein fyrir því að sjálfræðissvipting er ekkert einfalt mál, en það er nú samt ekki alltaf sem hlutirnir eru á gráum svæðum, heldur hreinlega ósvífnir eins og í þessu tilfelli. Ég er enn á því að það hafi ekki verið rétt að senda hana heim, áður en gengið var úr skugga um ástand hennar og getu til að bera ábyrgð á sér og barninu...

Haraldur Davíðsson, 30.5.2009 kl. 23:07

24 identicon

"30. gr.Úrræði barnaverndarnefndar vegna þungaðra kvenna.     Ef könnun barnaverndarnefndar leiðir í ljós að þunguð kona stofnar heilsu eða lífi ófædds barns síns í hættu með líferni sínu, sbr. 3. mgr. 21. gr., skal nefndin beita úrræðum þessara laga í samráði við hina þunguðu konu, og eftir atvikum gegn vilja hennar í samráði við forsjáraðila hennar ef hún hefur ekki náð lögræðisaldri, eftir því sem við getur átt og ætla má að að gagni geti komið.
     Ef barnaverndarnefnd telur að úrræði skv. 1. mgr. komi ekki að gagni getur nefndin sett fram kröfu um sviptingu sjálfræðis samkvæmt ákvæðum lögræðislaga í því skyni að koma konunni til aðhlynningar og meðferðar á viðeigandi stofnun. Um málsmeðferð gilda ákvæði lögræðislaga."
Eins og sjá má eru til úrræði til að grípa inní en auðvitað er byrjað á að reyna ná samvinnu við konuna t.d. um að fara í strax í meðferð og sæta nánu eftirliti fyrst um sinn. Ef ekki næst samvinna er hægt að grípa til sviptingar en það er ekki fyrsta skref.

Solveig (IP-tala skráð) 31.5.2009 kl. 12:39

25 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Takk fyrir þetta Sólveig, ég er glaður að þetta ákvæði er til..en ég hefði samt viljað sjá tekið í taumana þarna með afgerandi hætti strax...þeas, hún hefði ekki átt að fá að fara strax heim, bæði vegna hennar og barnsins...augljóslega hefði verið ákjósanlegt að hún kæmi til sjálfrar sín í vernduðu umhverfi..og að fylgst hefði verið ástandi hennar og ferlið sett strax af stað.

Ég geri mér grein fyrir alvarleika þess að svipta fólk sjálfræði, en það þarf að vera hægt.

Haraldur Davíðsson, 2.6.2009 kl. 19:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband