Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Þjóðernis-og kynþáttahyggja; vandamál eða skynsemi?

Það er áhugavert að fylgjast með umræðum um innflytjendur og flóttamenn þessa dagana, og enn áhugaverðara að taka þátt í henni.

Upphrópanir, slagorðasúpa og öfgar, virðast vera það eina sem er í boði...á báða bóga.
Annarsvegar er það þjóðernis- og kynþáttahyggja með allar sína forheimsku, og hinsvegar alger afneitun á raunveruleikanum og pólitísk rétthugsun Pollíönnu...hvort tveggja jafn vitlaust, og hvort tveggja jafn skaðlegt.Þeir öfgar sem bíða eftir flóttamönnum hér,í formi þjóðernishyggju-hópa, hafa sýnt sig alveg jafn-skaðlega og þeir öfgar sem fylgja sumum flóttamönnum.

Valið stendur á milli þess að gera eins og Ásmundur þingmaður vill, og loka landamærunum, og þess að opna allt uppá gátt, ef eitthvað er að marka umræðuna.
Þetta er auðvitað kjánaskapur, til þess eins fallinn að komast alls ekki að skynsamlegri niðurstöðu.

Stafar Íslandi hætta af flóttamönnum?
Eflaust má færa einhver rök fyrir því, en hvað með hættuna af ferðamannastraumnum, er ekki alveg eins líklegt að hryðjuverkamenn komi hingað sem ferðamenn?
Sumir vilja meina að menning og bakgrunnur, ólíkur okkar eigin, geti skaðað samfélagið, og það getur vissulega farið svo, en þá þarf tvo til, og það er vert að minna á að mörg af þeim vandamálum sem hafa skapast annarsstaðar í kringum innflytjendur, hafa verið heimatilbúin, og tilheyra frekar annarri og þriðju kynslóð..sem er áfellisdómur fyrir gestgjafana, ekki innflytjendurna.

Ber okkur einhver skylda til að bregðast við hörmungum úti í heimi, er ekki nóg að gera hér?
Já, við erum skuldbundin, bæði lagalega, (með lögfestingu mannréttindasáttmála Evrópu), og siðferðislega, (vegna þátttöku okkar í NATO, og aðildar að mannréttinda- og barnasáttmálum Sameinuðu þjóðanna).

"Góða fólkið" og "vonda fólkið" takast nú á um réttmæti þess að við réttum þeim hjálparhönd, sem við sannarlega,berum ábyrgð á.
Við berum ábyrgð á ástandinu sem fólk er að flýja...já við berum ábyrgð, þótt ekki sé hún jafnmikil og sumra vina okkar í NATO.
Við berum ábyrgð meðan við njótum góðs af arðráni,hallarbyltingum, borgarastyrjöldum og eymd annarra yfirleitt, eymd skapaðri af okkur og vinum okkar....auðlindir og ódýrt vinnuafl eru lykilorðin.

Eigum við þá að opna allt hér uppá gátt?
Nei, við verðum að stíga varlega til jarðar, og gæta okkar vel. Margt getur farið úrskeiðis, og margur misjafn sauðurinn er á ferðinni.
Við erum ranglega með í Schengen-verkefninu, (sem er búið til, til þess að tryggja flæði á ódýru vinnuafli), og við þurfum þaðan út, til að fá aftur völd yfir landamærum okkar.
Við þurfum að bakgrunnsskoða þá sem hér sækja um hæli, gera kröfur til heilinda og löghlýðni, og vera ströng þegar kemur að þeim sem hingað koma til þess að fremja glæpi, eða með þá sýn að geta lagst hér á kerfið, eða skapa hér "ríki í ríkinu".

Við þurfum samt fyrst og fremst að ná umræðunni úr skotgröfum öfgafólks á báða bóga, og fara að vinna í þessum óhjákvæmilegu málum, í stað þess að leyfa rasista- og þjóðernishyggjubullum og pollíönnu að eiga sviðið.


mbl.is „Vond skoðun hjá Ásmundi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og hver er ástæðan?

Skyldu kínverjar vera svona friðelskandi...eða óttast þeir þá stöðu sem upp kæmi ef N.- og S. Kórea fara í stríð? Það þykir mér ljóst að N. Kórea tapar því stríði, og þá eru bandaríkjamenn komnir með herafla að landamærum Kína.

Kínverjar hafa stutt við bakið á vitleysingnum Kim Il Jong í langan tíma, en það er held ég nú ekki vegna þess að þeim líki við hann, heldur vegna þess að N. Kórea er stuðpúði og stórt "einskismannsland" við landamæri Kína. S.Kórea er klárlega hliðholl vesturveldum, ekki síst USA, og það hugnast kínverjum ekki.

Bíðum bara og sjáum til, kínverjar munu klárlega krefjast þess að ef þeir vinna að því að  Kórea verði eitt ríki, þá setja þeir skilyrði hvað varðar veru bandaríkjamanna á Kóreuskaga.


mbl.is Kínverjar vilja sameinaða Kóreu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samkaup/Nettó í ímyndarherferð....gegn sjálfum sér.

Þroskahömluðum dreng sagt upp störfum eftir 2 ára skammlaust starf í verslun Nettó í Mjódd.

Nýr verslunarstjóri segir við hann að hann samræmist ekki ímynd fyrirtækisins, (enda nýbúið að pússa verslunina upp....).

Hverskonar samfélag viljum við byggja? Viljum við ekki að allir geti notið þess að bjóða krafta sína, allir geti lagt eitthvað af mörkum, allir geti tekið þátt í samfélaginu?

Þetta er með því ömurlegra sem ég hef heyrt af lengi, téður drengur er frændi minn og ég heimta afsökunarbeiðni fyrir hans hönd, og það bæði frá verslunarstjóranum og framkvæmdastjóra fyrirtækisins.

Ég vil hvetja alla til að senda pósta á verslunina og framkvæmdastjórann.

mjodd@netto.is og omarv@samkaup.is

Svona lagað á ekki að líða í því upplýsta og fordómalausa samfélagi sem við öll þykjumst vilja!

Hvað finnst ykkur?

(sjá frétt á pressunni...)


JUDEN RAUS!

Frændur eru frændum verstir, segir einhversstaðar...

Hvað verður það næst, Gunnar í Holyshit hommi?

JVJ múslimi?

Sóley Tómasar karlmaður?

Allt er úthverft ef vel er að gáð.


mbl.is Hitler af gyðingaættum?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvernig skilgreinum við hryðjuverkasamtök?

Það er margt sem ræðst af því hvern maður spyr um eitthvað, samtök íbúa í þeim löndum Evrópu sem hersetin voru af þjóðverjum, og stóðu fyrir sprengjutilræðum, morðum og skemmdarverkum voru til dæmis skilgreind sem frelsisbaráttu-samtök af bandamönnum, en hryðjuverkasamtök af þjóðverjum, ekki síst af fjölskyldum þeirra sem létu lífið í slíkum árásum.

IRA, ETA, Hamas og fleiri samtök sem barist hafa fyrir sjálfstæði, frelsi eða breytingum ýmiskonar eru einnig sitt á hvað, kölluð hryðjuverkasamtök eða frelsisbaáttusamtök. Í gegnum alla mannkynssöguna hefur þetta verið svo.

Zíonistar Ísrael og landtökumenn eru gott dæmi um hræsni vesturlandabúa, samtök þeirra, formleg sem óformleg, eru studd með ráðum og dáðum af vesturlöndum, og blessuð af kristnum öfgahópum víða í Evrópu og USA, en ef þú spyrð fjölskyldu sem er rekin úr híbýlum sínum og heimili þeirra svo jöfnuð við jörðu, þá er hætt við að tónninn verði annar. Við samþykkjum hryðjuverk ef þau eru framin á "réttum" forsendum.....sem er auðvitað ekkert annað en hræsni.

Í þessum skilningi er svo sannarlega hægt að fullyrða að USA styðji við hryðjuverkamenn, og það dyggilega, þegar kemur að stuðningi þeirra við Zíonista í Ísrael, rétt eins og þeir hafa gert í Mið- og Suður Ameríku gegnum tíðina, þeir studdu múslimsk samtök í baráttunni við Sovétið í Afghanistan, og kalla sömu menn hryðjuverkamenn í dag.

Stærsta hryðjuverkið er að mínu mati hræsnin sem við vesturlandabúar auðsýnum endalaust með gróðahyggjuna að leiðarljósi, við ýtum undir, samþykkjum og fjármögnum hverja þá sem geta hugsanlega fært okkur gróða í einhverju formi, og setjum okkur svo á háan hest endalaust ef það hentar okkur í það skiptið.

Við erum blóðug upp að öxlum sitjandi við sjónvarpið okkar og tölvuna, en þykjumst saklaus og réttsýn....guði vorum þóknanleg.....

.....þvílík hræsni.


mbl.is Segja Bandaríkin styðja hryðjuverkamenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er sælla að gefa en þiggja, og vitlegra að gefa mat en að henda honum...

Hafandi unnið á veitingahúsum, þá tel ég mig geta fullyrt að hvert og eitt einasta veitingahús bæjarins gæti gert svipaða hluti, tímabundið, með fulltingi birgjanna. Það er óhemju magni af mat hent á útlitsforsendum, og vegna þess að ekki er til nóg til nýtingar fyrir matseðilinn á staðnum.

Hvern dag vikunnar gætu veitingahús og birgjar staðið fyrir svipuðum hlutum, og gefið þeim sem minnst mega sín eins og eina máltíð sem samanstæði af súpu og brauði, bakaríin henda miklu brauði dag hvern, og sama má segja um þá sem flytja inn grænmeti og ávexti, svo eitthvað sé nefnt. Mannskapinn í svona þarfaverk ætti ekki að vera erfitt að finna, þar sem við þykjumst nú öll vilja náunganum vel, öll þykjumst við þekkja og kunna vel að meta þau gildi sem fela í sér að gera vel við lítilmagnann. Ég þykist geta fullyrt að kokkar, bæði lærðir og áhugasamir, myndu einu sinni í viku vilja elda súpu og skera niður brauð í sjálfboðavinnu, og bæði mannskapur til að framreiða (í formi þeirra sem þiggja atvinnuleysisbætur), og húsnæði til að hýsa framtakið (í formi alls þess húsnæðis sem stendur autt og engum til gagns) eru til staðar.

Ég býð mig hér með fram til að sjá um að elda súpu og skera brauð einn dag í viku, og það án endurgjalds, og hvet aðra til hins sama......


mbl.is Ókeypis súpa og brauð á mánudögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað í ósköpunum skal gera?

 Ljóst er eitt; fíflarnir fara ekkert ef rótin er ekki stungin upp....

.....og það sama á við um fíflin.....

BURT MEÐ FLOKKAKERFIÐ!


Hver sem hylmir yfir með glæpamönnum er samsekur...hvort sem hann er páfi eða ekki...

Auðvitað á að fangelsa þennan arma durg sem gerði barnanauðgurum kleyft að verða rað-barnanauðgarar..í skjóli valds síns og stöðu.

Þótt hann hafi seinna verið valinn (í allri þeirri hræsni sem er falin í því) til að vera páfi...

...glæpir gegn mannkyni, það er einmitt rétta hugtakið, í grjótið með þetta skinhelga svín..


mbl.is Páfi bað fyrir Pólverjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svona er lífið heilagt, það má drepa til að verja lífið!?!?

Þessi frétt er gott dæmi um sjúkan hugsanagang ofstækisfólks, en svona hugsun finnst líka hér á landi þar sem ofstækistrúarfólk mótmælir fóstureyðingum á forsendum þess að "guð" hafi gefið lífið og ekki megi drepa.....en sama fólk er svo fylgjandi dauðarefsingum....bölvuð hræsni...dæmigerð firring sprottin af illsku.
mbl.is Ævilangt fangelsi fyrir að myrða lækni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góðar fréttir en....so what else is new?

Þetta hefur lengi verið vitað, söngur hefur verið notaður bæði til að hjálpa þeim sem stama, sem og þeim sem glíma við tjáningarhöft vegna einhverfu til dæmis....magnað hvað menn finna hjólið upp aftur og aftur.
mbl.is Bæta tal sjúklinga sem fengu heilablóðfall með söng
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband