Færsluflokkur: Trúmál og siðferði

Hverjir eiga skilið aðstoð?

Það er búið að vera gaman að fylgjast með Kristnu fólki fordæma aðstoð við Palestínu en sjá guðdóminn falinn í aðstoð við Myanmar (Burma). Ég er enginn aðdáandi Hamas,en þessir flokka drættir eru ekki í anda krists.Ég hefði einmitt talið að kristnir horfðu framhjá því hver þú ert, (miskunnsami  Samverjinn), en nei.Það virðist skipta máli HVAÐA börn eru að þjást og deyja.        Börn á Myanmar eru rétthærri en börn í Palestínu og hinum ótal flóttamannabúðum sem hýsa hundruð þúsunda fólks frá Palestínu. Það er skrýtin túlkun á orðum krists að geta sagt við barn; ég ætla ekki að hjálpa þér af því að pabbi þinn er ekki sammála mér. Svo þú verður að halda áfram að vera sviptur öllu sem talið er mennskt. Í jesu nafni.................Þetta er viðurstyggileg afskræming á góðum boðskap. Sveltandi barn er sveltandi barn,ekki sveltandi svona eða hinsegin barn. SVELTANDI BARNI ER SLÉTT SAMA UM HVAÐ OKKUR FINNST, enda skiptir það ekki máli. Börn borða ekki boðskap en skilaboðin skipta samt máli. Ef skilaboðin eru þau að börnin skipti ekki máli,haldiði þá ekki að það fjölgi í Hamas?? Kristnin ætti einmitt að vera það afl sem lætur uppruna ekki skipta máli. Þjóðerniskjaftæði á ekki heima meðal kristinna manna. (HVAÐ SEM ÞÉR GJÖRIÐ EINUM MÍNUM MINNSTU BRÆÐRA  GJÖRIÐ ÞÉR OG MÉR!!),sagði Jesu. Eða eru orð hans kannski ekki jafn mikilvæg og ykkar eigið útblásna sjálf? FRIÐUR (ÖLLUM TIL HANDA, EKKI BARA SJÁLFVÖLDUM SAUÐUM).   
mbl.is Matvælasendingar hindraðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvers á guð að gjalda?

Netið er orðið að prýðilegum vettvangi fyrir talsmenn hinna ýmsu sértrúarsöfnuða.Það  er hið besta mál,því að þá gefst tækifæri til að krefja þá svara.Það er hinsvegar útilokað að fá nokkur svör önnur en haleluja.Ég hef lengi haft þá skoðun að ekkert er eins fjarri guði og trúarbrögðin og kirkjurnar.Það er svo augljóst í mínum huga að það er ofur pirrandi. Að hlusta á forsvarsmenn söfnuða og kirkju bítast um hver sé að höndla sannleikann og hver ekki er móðgandi við þá sem trúa í sannleika.Allir kristnir söfnuðir kenna sig m.a við Jesu,en hundsa svo með öllu það sem hann sagði um náungakærleikann,bróðurþelið og fyrirgefninguna.Menn ætla jafnvel að fordæma fólk í nafni Jesu!?! "Hvað sem þér gjörið einum mínum minnstu bræðra,gjörið þér og mér"sagði kristur.Hræsnin er algjör og ég hugga mig við það að á efsta degi mun guð ekki kannast við alla sem skreyta sig með orði guðs.Trúarbrögð eru uppfinning djöfulsins og framkvæmd þeirra enn í höndum hans.Því fullyrði ég að menn eins og Gunnar Þorsteinsson og Snorri Óskarsson eru handbendi hins illa,hvort sem þeir gera sér grein fyrir því sjálfir eða ekki.Ég vil því bjóða þeim að koma til mín og ég skal afdjöfla þá.Gegn vægu gjaldi að sjálfssögðu.FRIÐUR.       

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband