Færsluflokkur: Heilbrigðismál

Röð aðgerða breytir miklu um árangur allra verka...

Nýlega var samþykkt að veita föngum færi á að enda afplánun sína í vímuefnameðferð...þetta er svosem góðra gjalda vert, en hvað er verið að gera með því í raun og veru ?

Það þykir mér undarleg stefna sem einungis tengir vímuefnameðferð fanga við lok afplánunar, en ekki upphaf. Bæði er það uppgjöf fyrir, og viðurkenning, á lyfja- og vímuefnamisnotkun í fangelsum..og einnig er verið að kasta á glæ kjörnu tækifæri til að koma fanga í afplánun með það markmið að bæta sig...ef hægt er að láta fanga hefja afplánun með "hreinan" líkama, er vonin til bata mun meiri, möguleikarnir á að einstaklingurinn verði betri borgari og skili sér ekki aftur í fangelsið, óvéfengjanlega meiri, og þetta á ekki síst við um yngstu fangana. Fíkill sem er á leið í afplánun, er fyrst og fremst á leið þangað vegna fíknar sinnar...svo eigi betrun hans að eiga möguleika, er nauðsynlegt að gera mönnum kleyft að hefja afplánun í meðferð/afeitrun......mig langar að vita hvað stendur í vegi fyrir þessu...


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband