Hafandi unnið á veitingahúsum, þá tel ég mig geta fullyrt að hvert og eitt einasta veitingahús bæjarins gæti gert svipaða hluti, tímabundið, með fulltingi birgjanna. Það er óhemju magni af mat hent á útlitsforsendum, og vegna þess að ekki er til nóg til nýtingar fyrir matseðilinn á staðnum.
Hvern dag vikunnar gætu veitingahús og birgjar staðið fyrir svipuðum hlutum, og gefið þeim sem minnst mega sín eins og eina máltíð sem samanstæði af súpu og brauði, bakaríin henda miklu brauði dag hvern, og sama má segja um þá sem flytja inn grænmeti og ávexti, svo eitthvað sé nefnt. Mannskapinn í svona þarfaverk ætti ekki að vera erfitt að finna, þar sem við þykjumst nú öll vilja náunganum vel, öll þykjumst við þekkja og kunna vel að meta þau gildi sem fela í sér að gera vel við lítilmagnann. Ég þykist geta fullyrt að kokkar, bæði lærðir og áhugasamir, myndu einu sinni í viku vilja elda súpu og skera niður brauð í sjálfboðavinnu, og bæði mannskapur til að framreiða (í formi þeirra sem þiggja atvinnuleysisbætur), og húsnæði til að hýsa framtakið (í formi alls þess húsnæðis sem stendur autt og engum til gagns) eru til staðar.
Ég býð mig hér með fram til að sjá um að elda súpu og skera brauð einn dag í viku, og það án endurgjalds, og hvet aðra til hins sama......
Ókeypis súpa og brauð á mánudögum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
J. Einar Valur Bjarnason Maack , 10.7.2010 kl. 14:14
Þetta er góð hugmynd hjá þér. Þetta yrði virkilega góð auglýsing fyrir þessi fyrirtæki sem kostar lítið sem ekkert.
Hannes, 10.7.2010 kl. 15:55
Sælir drengir, jú maður skyldi ætla það að þetta yrði aldeilis góð auglýsing svo ég tali nú ekki um hversu gott þetta yrði fyrir hjörtu og sálir þeirra sem að málinu kæmu....en kannski eru gróðahyggjan og sjálfhverfan öllu öðru yfirsterkari....
Haraldur Davíðsson, 10.7.2010 kl. 17:39
Það er þegar einn veitingastaður byrjaður.
Hannes, 10.7.2010 kl. 17:54
jamm, ég greip einmitt fréttina af því félagi, og vil meina að öll veitingahús gætu þetta.
Haraldur Davíðsson, 11.7.2010 kl. 00:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.