Samkaup/Nettó í ímyndarherferð....gegn sjálfum sér.

Þroskahömluðum dreng sagt upp störfum eftir 2 ára skammlaust starf í verslun Nettó í Mjódd.

Nýr verslunarstjóri segir við hann að hann samræmist ekki ímynd fyrirtækisins, (enda nýbúið að pússa verslunina upp....).

Hverskonar samfélag viljum við byggja? Viljum við ekki að allir geti notið þess að bjóða krafta sína, allir geti lagt eitthvað af mörkum, allir geti tekið þátt í samfélaginu?

Þetta er með því ömurlegra sem ég hef heyrt af lengi, téður drengur er frændi minn og ég heimta afsökunarbeiðni fyrir hans hönd, og það bæði frá verslunarstjóranum og framkvæmdastjóra fyrirtækisins.

Ég vil hvetja alla til að senda pósta á verslunina og framkvæmdastjórann.

mjodd@netto.is og omarv@samkaup.is

Svona lagað á ekki að líða í því upplýsta og fordómalausa samfélagi sem við öll þykjumst vilja!

Hvað finnst ykkur?

(sjá frétt á pressunni...)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján P. Gudmundsson

Styð þig heilshugar kæri bloggvinur, Haraldur. Þessi verslunarstjóri eða sá sem ræður má stórlega skammast sín !

Kveðja, KPG.

Kristján P. Gudmundsson, 5.11.2010 kl. 10:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband