Þjóðernis-og kynþáttahyggja; vandamál eða skynsemi?

Það er áhugavert að fylgjast með umræðum um innflytjendur og flóttamenn þessa dagana, og enn áhugaverðara að taka þátt í henni.

Upphrópanir, slagorðasúpa og öfgar, virðast vera það eina sem er í boði...á báða bóga.
Annarsvegar er það þjóðernis- og kynþáttahyggja með allar sína forheimsku, og hinsvegar alger afneitun á raunveruleikanum og pólitísk rétthugsun Pollíönnu...hvort tveggja jafn vitlaust, og hvort tveggja jafn skaðlegt.Þeir öfgar sem bíða eftir flóttamönnum hér,í formi þjóðernishyggju-hópa, hafa sýnt sig alveg jafn-skaðlega og þeir öfgar sem fylgja sumum flóttamönnum.

Valið stendur á milli þess að gera eins og Ásmundur þingmaður vill, og loka landamærunum, og þess að opna allt uppá gátt, ef eitthvað er að marka umræðuna.
Þetta er auðvitað kjánaskapur, til þess eins fallinn að komast alls ekki að skynsamlegri niðurstöðu.

Stafar Íslandi hætta af flóttamönnum?
Eflaust má færa einhver rök fyrir því, en hvað með hættuna af ferðamannastraumnum, er ekki alveg eins líklegt að hryðjuverkamenn komi hingað sem ferðamenn?
Sumir vilja meina að menning og bakgrunnur, ólíkur okkar eigin, geti skaðað samfélagið, og það getur vissulega farið svo, en þá þarf tvo til, og það er vert að minna á að mörg af þeim vandamálum sem hafa skapast annarsstaðar í kringum innflytjendur, hafa verið heimatilbúin, og tilheyra frekar annarri og þriðju kynslóð..sem er áfellisdómur fyrir gestgjafana, ekki innflytjendurna.

Ber okkur einhver skylda til að bregðast við hörmungum úti í heimi, er ekki nóg að gera hér?
Já, við erum skuldbundin, bæði lagalega, (með lögfestingu mannréttindasáttmála Evrópu), og siðferðislega, (vegna þátttöku okkar í NATO, og aðildar að mannréttinda- og barnasáttmálum Sameinuðu þjóðanna).

"Góða fólkið" og "vonda fólkið" takast nú á um réttmæti þess að við réttum þeim hjálparhönd, sem við sannarlega,berum ábyrgð á.
Við berum ábyrgð á ástandinu sem fólk er að flýja...já við berum ábyrgð, þótt ekki sé hún jafnmikil og sumra vina okkar í NATO.
Við berum ábyrgð meðan við njótum góðs af arðráni,hallarbyltingum, borgarastyrjöldum og eymd annarra yfirleitt, eymd skapaðri af okkur og vinum okkar....auðlindir og ódýrt vinnuafl eru lykilorðin.

Eigum við þá að opna allt hér uppá gátt?
Nei, við verðum að stíga varlega til jarðar, og gæta okkar vel. Margt getur farið úrskeiðis, og margur misjafn sauðurinn er á ferðinni.
Við erum ranglega með í Schengen-verkefninu, (sem er búið til, til þess að tryggja flæði á ódýru vinnuafli), og við þurfum þaðan út, til að fá aftur völd yfir landamærum okkar.
Við þurfum að bakgrunnsskoða þá sem hér sækja um hæli, gera kröfur til heilinda og löghlýðni, og vera ströng þegar kemur að þeim sem hingað koma til þess að fremja glæpi, eða með þá sýn að geta lagst hér á kerfið, eða skapa hér "ríki í ríkinu".

Við þurfum samt fyrst og fremst að ná umræðunni úr skotgröfum öfgafólks á báða bóga, og fara að vinna í þessum óhjákvæmilegu málum, í stað þess að leyfa rasista- og þjóðernishyggjubullum og pollíönnu að eiga sviðið.


mbl.is „Vond skoðun hjá Ásmundi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband