2.5.2008 | 16:07
Byssur drepa ekki fólk.....ekki satt?
Í einum af sneplum dagsins er áhugaverð grein eftir Jón Ármann Steinsson,þar sem hann mælir fyrir innleiðingu svokallaðrar rafbyssu í vopnabúr lögreglunnar.Hann fer mikinn í lofgjörð sinni á þetta vopn sem hann kallar friðarstilli.Jóni er það óskiljanlegt að fólk sé á móti þessu og notar reynslu lögreglunnar í USA til að sanna mál sitt.Hann gleymir því að þar voru rafbyssur settar á mjaðmir löggunnar til að fækka þeim sem löggan drepur með skotvopnum.Sem sagt,úrræði sem þörf var á vegna illa agaðra lögregluþjóna með byssur.Hér á landi vilja menn endilega hafa þetta í öfugri röð,rafbyssur á mjaðmir illa agaðra lögregluþjóna með gasbrúsa.Ég er ekki að segja að það komi aldrei upp staða sem gæti kallað á slíkt,en það gilda sömu rök hér eins og annarsstaðar.Áður en við vopnum lögguna meira þarf löggan að sýna það og sanna að þeim sé betur treystandi fyrir þessum vopnum en öðrum.Því það er viðurkennd staðreynd að svona lagað er misnotað hjá jafnvel best þjálfuðu lögreglusveitum heimsins.Í USA hafa meðlimir NRA(national rifle assholes)gjarnan notað sama viðkvæði og Jón notar"BYSSUR DREPA EKKI FÓLK;FÓLK DREPUR FÓLK.Það er alveg rétt,en til þess að drepa finnst fólki gott að hafa vopn.Þessi vopna og bardagaárátta BB og CO er hætt að vera fyndin.Fólk drepur fólk,fjölgum endilega vopnunum
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.