Það sem gerðist við Rauðavatn var ekki óumflýjanlegt,það var sorglegt.

Sorglegt fyrir lögguna,fyrir bílstjórana og fyrir grjótkastara.Sorglegt fyrir samfélagið.Það gengu allir yfir strikið þennan dag.Vissulega hefði mátt leysa málið á annan hátt.Fulltrúar okkar þegnanna hefðu t.d mátt blanda sér í málið og kallað bílstjóra til skrafs um málið.Það sorglega var hins vegar að yfirvöld virðast telja að það þurfi rammvíga óeirðalögreglu til að verja ákvarðanir sínar og gjörðir.Það er sorglegt.Bílstjórum hefði líka verið í lófa lagt að skipuleggja aðgerðir sínar betur og tryggja að einstakir fýlupúkar eyðileggi ekki málstað þeirra,sem er nokkuð góður.Þeir kusu hinsvegar að  fara fram með flýti og flumbrugangi.Það er sorglegt.Eitthvað held ég nú líka að mesti bardagahamurinn sé runninn af grjótkastanum litla.Ég vona allavega að hann sé svolítið sorgmæddur yfir þessu og sé þakklátur fyrir að ekki fór verr.Ef ekki,þá er samfélagið hugsanlega að  verða það sem BB&CO eru að reyna að búa til,þ.e samfélag sem bregst við af ótta og tortyggni  og fórnar frelsi sínu og einkalífi, fyrir óskilgreinda vernd frá óskilgreindum óvinum.Það væri vissulega sorglegt.FRIÐUR.
mbl.is Það sem gerðist var óumflýjanlegt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þú hefur ranga afstöðu til málsins. Lastu ekki það sem lögreglustjórinn sagði? Eða ertu bara búinn að ákveða fyrirfram að löggan hafi brugðist rangt við?

Gunnar Th. Gunnarsson, 3.5.2008 kl. 14:14

2 identicon

Er það ekki hámark hrokans að kalla afstöðu manna sem ekki eru sammála þér ranga? Ég bara spyr

Baldur (IP-tala skráð) 3.5.2008 kl. 14:38

3 Smámynd: Haraldur Davíðsson

alls ekki ég tók sérstaklega fram að mér fyndist að yfirvöld hefðu mátt leggja sitt af mörkum.Stefáni er  ég sammála með margt í þessu samhengi.Auðvitað eiga menn að hlýða lögreglu svona in general! En óhlýðni bílstjóra á vettvangi beindist í raun ekki að fyrirmælum lögreglu.Frekar gegn því að í stað þess að reyna að koma til móts við bílstjóra kusu yfirvöld að beita valdi.Þar er lögreglan alveg sama fórnarlamb yfirvaldsins og bílstjórar.Sorglegt ,sagði ég,ekki skammarlegt fyrir lögregluna og alla sem þarna voru.Skömmin liggur hjá yfirboðurum lögreglustjóra,ekki honum.Lögreglan brást við eins og ætlast var til af þeim. friður

Haraldur Davíðsson, 3.5.2008 kl. 14:42

4 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Baldur, þetta var nú eiginlega grín með afstöðuna. Haraldur hefur ágætt til síns máls við höfundarnafn sitt.

"röng afstaða er ekki til". Svona svipað og "Um smekk verður ekki deilt".

Gunnar Th. Gunnarsson, 3.5.2008 kl. 17:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband