ESB og fátækrahverfin.

Flestar borgir Evrópu eru skiptar niður í hverfi með skipulögðum hætti.Allt frá teikniborðinu til samningaborða verktaka og borgarráða,frá Öskjuhlíðarfundum til fasteignabrasks(oft það sama).   Það sést á efnahag hvernig borgirnar skiptast niður.Þetta er svo gömul saga að allir trúa því að svona sé þetta bara.Ríkir loka augunum og snauðir sjá ekki útfyrir augun á sér,þ.e  sjálfsbjargarviðleitnin nær ekki lengra en svo að,bjarga sér innan hverfisins(gettósins).   EN,hvað með ESB? Verður það ekki sama markinu brennt? Að minnsta kosti eiga mjög mörg evrópuríki ENGA möguleika á að verða nokkuð annað en eitt af fátækrarisahverfum ESB. Það þykir mér augljóst.  Það er þessvegna mjög dapurlegt að sjá þessi sömu ríki (ég ætla ekki að nefna þau hér.) sækjast svo mjög eftir skjótfengnu fixi frá Evrópusambandinu.Þetta ,nefnilega ,hefur verið reynt áður í Evrópu og þótt aðferðirnar hafi verið aðrar þá yrði niðurstaðan, hvað þetta varðar, orðið sú sama. Ennþá á t.d ESB eftir að sýna það að  ESB geti staðið upp í hárinu á USA. Og að því kemur og það fyrr en flesta grunar, það er þegar byrjað í gegnum viðskiptalífið.Og þar hefjast ansi mörg stríð. USA hefur sýnt það að þeir eru tilbúnir að gera hvað sem er til að verja dollarann sinn.Er ESB eitthvað betri? Er ESB tilbúið í slaginn? Með hverju priki sem ESB stendur sig betur er eitt skref tekið í átt að vandræðum. Því miður hefur ESB ekki lagt nógu mikla áherslu á að tryggja sér markaði t.d, til að vera til í slaginn. Það er þessvegna sem ESB mun þurfa að láta undan þrýstingi USA og flýta öllu og þar með er kominn grundvöllur fyrir hverfaskiptingu Evrópu. Þetta er gömul saga,en hún krefst nýrra úrræða.Framhald síðar. FRIÐUR. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband