18.5.2008 | 19:53
Þau eru mismunandi, mannanna meinin....
Nýlega sendu Sameinuðu þjóðirnar eftirfarandi beiðni til þjóða heims:
'Viljið þið vinsamlegast gefa okkur heiðarlega skoðun ykkar á því hvaða
lausn kæmi helst til greina til að koma í veg fyrir matarskort um allan heim.'
Svörin komu mjög á óvart:
Afríkubúar vissu ekki hvað orðið 'matur' þýddi.
Austur-Evrópumenn skildu ekki orðið 'heiðarlega'
Vesturlandabúar skildu ekki orðið 'skortur'
Í Kína vandræðuðust menn með orðið 'skoðun'
Í Miðausturlöndum ríkti óvissa með orðið 'lausn'
Í Suður-Afríku klóruðu menn sér í kollinum yfir orðinu 'vinsamlegast'
Í Bandaríkjunum vissi enginn hvað 'um allan heim' þýddi.
Gaman að vita hvaða orð væri óþekkt hér! Hvað finnst ykkur?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Heiðarlega! Málið leyst.
Gunni Palli kokkur.
Gunnar Páll Gunnarsson, 18.5.2008 kl. 21:40
Hæ hæ, langaði bara að þakka þér fyrir fallegar kveðjur til mín,
Elísabet Markúsdóttir (IP-tala skráð) 19.5.2008 kl. 01:09
Gunni, góður,
Elísabet, mín er ánægjan.
Haraldur Davíðsson, 19.5.2008 kl. 01:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.