19.5.2008 | 13:12
Hamfarir í Kína...eða kannski ekki svo miklar hamfarir.
Náttúruhamfarir eru ekkert nýtt. Mannfall og eignatap, sjúkdómar og harmur, eru fylgifiskar náttúruhamfara.
Umfang hamfaranna má skoða á ýmsan hátt, eftir aðstæðum, það veltur á áherslum. Undanfarið hefur mikið verið talað um skelfilegar hamfarir í Kína. Fólk signir sig og grætur úr sér augun yfir örlögum þessa fólks, og vill endilega hjálpa til. Fallegt, óeigingjarnt, og um margt aðdáunarvert.
Við erum svosem ekkert óvön náttúruhamförum hér á landi, og því er kannski ekki erfitt fyrir okkur að setja okkur í þessi spor.
En ég set spurningarmerki við umfang þessara hamfara. (Nei, ég er ekki að gera lítið úr missi og örlögum þeirra sem þarna búa). Heldur er ég ekki alveg að sjá að þetta séu einhverjar stórkostlegar hamfarir fyrir Kínversku þjóðina.
Við verðum að skoða þetta í ljósi sem sýnir stóru myndina, og gæta þess að fara ekki framúr okkur.
34.000 manns eru látnir. það er gríðarlegur hópur fólks. Miðað við Ísland. Hér væru 34.000 manns rúmlega 10 % þjóðarinnar.
En, ef við berum þetta saman við íbúafjölda þá samsvarar þetta því að 8.18 manns létust hér. Það eru færri en látast í bílslysum á ári hér á landi.
Færri en létust t.d. í Súðavík, hér um árið.
Það má líka nefna Flateyri, Patreksfjörð og svona mætti telja áfram.
Þetta eru 0.002815% af kínversku þjóðinni. EKKI EINU SINNI 1 promill...............
Ég held að Kína sé ekki að upplifa STÓRKOSTLEGAR HAMFARIR, viðkomandi svæði er að því, en ekki Kína.
Nú vil ég ítreka að hugur minn er með þessu fólki, en ég get ekki séð að þetta sé svo mikið "áfall" fyrir Kína sem slíkt. Það er búið að blása þetta upp, langt útfyrir það sem efni standa til. Kína þarf ekkert á hjálp okkar að halda. Alls ekki neitt
Og þeir sem þurfa á því að halda að friða samvisku sína, eða upplifa svona "Móður Teresu tilfinningu" ættu að beita kröftum sínum þar sem þeirra er þörf. Til dæmis í umferðarmálum á Íslandi.
Í málefnum geðsjúkra, í sambandi við aðbúnað aldraðra, í málum barna með sérþarfir, í málefnum öryrkja og langveikra, og svo víðar annarstaðar en í Kína sem ÞARF EKKI 'A OKKUR AÐ HALDA.
FRIÐUR ( í réttum hlutföllum )
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Jamm... en einstaklingur getur varla huggað sig við það þegar hann deyr að hann hafi nú bara verið lítil prósenta...
Ingvar Valgeirsson, 19.5.2008 kl. 22:30
Ég tek það fram í það minnsta tvisvar, að ég er ekki að gera lítið úr þjáningum þessa fólks! Mér keiðist bara þetta tilfinningaklám, sérstaklega þegar það þjónar engum nema þeim sem eru að "klæmast" Hræsni á bara ekki að líðast í þessu samhengi. Þetta eru engar "stórkostlegar" náttúruhamfarir, nema í fjölmiðlum.
Haraldur Davíðsson, 20.5.2008 kl. 01:17
....og þú átt að þekkja mig betur en þetta.
Haraldur Davíðsson, 20.5.2008 kl. 01:19
Þetta er mikið fyrir ákveðna staði í kína. Þurkaði út heilu þorpin og mikið af börnum. Það er mikið áfall.
Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 20.5.2008 kl. 13:59
Nanna ég segi einmitt það " ég held ekki að Kína sé að upplifa stórkostlegar hamfarir viðkomandi svæði er að því, ekki Kína. Svo við erum þó sammála um það.
Ég vil ítreka að ég er ekki að gera lítið úr þjáningum þessa fólks.
Ég vil bara kalla hlutina sínum réttu nöfnum, til að t.d gjaldfella ekki hugtökin. FRIÐUR
Haraldur Davíðsson, 20.5.2008 kl. 14:25
Ég get eiginlega tekið undir það sem þú segir, Haraldur, og las þetta ekki þannig að þú værir að gera lítið út þjáningum þeirra sem þarna urðu illa úti. En með góðum vilja og einlægum ásetningi má misskilja flest sem sagt er og skrifað...
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 21.5.2008 kl. 13:16
Þú hermir stærðfræðina rangt, þetta eru ein 0.002615%.
Ég held að áfengisprómillan í blóði mínu hafi meiraðsegja aldrei verið þetta lág.
J. Einar Valur Bjarnason Maack , 21.5.2008 kl. 14:01
Takk Óli. Ég get skilið að það hljómi kalt hjá mér að ganga út frá tölfræði á þennan hátt. En svona er heimurinn í dag, tölfræði.
Samkenndin sem þú talar um er vissulega til á Íslandi, en sést ekki fyrr en einhver meiriháttar ósköp dynja yfir. Það er ofar mínum skilningi af hverju fólk þarf að uppfylla skilyrði um umfang ÁSTÆÐNANNA en ekki AÐSTÆÐNANNA það mætti ti dæmis halda að vannæring barna sé bara áhyggjuefni ef um er að ræða HÓP af vannærðum börnum, eitt og eitt ...það er annað mál. Tölfræði
Við stökkvum til í ofboði við hörmunga eins og í Súðavík um árið, en hundsum einstaklinginn, sem er á götunni t.d. Nú eða einstæðu móðurina í stigaganginum sem við vitu að er alltaf með tóman ísskáp um 20. mánaðarins...........tölfræðin elur af sér afskiptaleysi.
Það sem ég er að hafa áhyggjur af er , að við erum að eyðileggja hugtökin, gjaldfella þau, með annarsvegar sjálfhverfu tilfinningaklámi, og hins vegar algjöru afskiptaleysi og vanhæfni til að sýna hluttekningu með náunganum.
Skilurðu? Ástæður þess að börn þjást og fólk er rænt mannlegri reisn, skipta engu máli. Þetta er ekki tölfræði.
Haraldur Davíðsson, 21.5.2008 kl. 14:45
Fyrirgefðu Óli minn ég er bara búinn að vera kallaður rasisti svo oft undanfarið að ég er orðinn pirraður. en gott að heyra frá þér félagi.
Haraldur Davíðsson, 22.5.2008 kl. 14:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.