Sölumenn dauðans og Hippokrates, eru þeir vinir?

Morfín, Contalgin, Kodein, Metadon, Fortral, Amfetamín, Ritalín, Mogadon, allt eru þetta lyf sem ekki fást nema gegn lyfseðli, sum jafnvel eftirritunarskyld.

Samt eru þetta lyf sem flæða um á Íslandi. Þeim er ekki smyglað inn í landið og ekki búin til í bílskúrum. Þau koma frá læknum.

20 einstaklingar látist frá börnum sínum...... ung kona finnst látin á hótelherbergi.....par finnst látið í yfirgefnu húsi.....ungur maður lést eftir tilraunir með Morfín.....

Læknadópið drepur flesta sem deyja af völdum of stórra skammta, og er það dóp sem veldur mestri fíkn. Um þetta virðist ríkja algjör meðvituð þögn.

Finnst engum að ákæruvaldið þurfi að fara að koma að þessu? Ég minnist dæmis þar sem geðlæknir ávísaði margra mánaða skammti af Morfíni, á nokkurra vikna tímabili, á sama manninn.

Geðlæknir að ávísa á Morfín!?

Hann fékk áminningu. Hann er ástæðan fyrir því , (ekki einn, ég veit ) að það er ekki Heróín á Íslandi að neinu marki. Markaðurinn fyrir ópíöð er mettaður af læknunum.

Er það svo að það sé talið skárra? Er hugsað sem svo að þá sé " allavega ekkert Heróín "? Viljið þið þá ekki útskýra það fyrir aðstandendum (og börnum ) þeirra sem látast af völdum þessara lyfja, ekki útskýra það fyrir mér.

Sumir læknar skýla sér á bakvið það að þeim sé hótað. SO WHAT! þeir geta bara hringt á lögguna. Það skiptir engu máli hvar fólk nálgast vímuefni ólöglega . Sala og dreifing vímuefna er ólögleg, að undanskildum þeim einstaklingum sem starfa við lyfjaiðnaðinn. En þeirra sala skal líka uppfylla ákveðin skilyrði, til að vera lögleg. Til dæmis að dreifa sterkum og hættulegum lyfjum EFTIR ÞÖRFUM SJÚKLINGSINS, ekki fíkilsins. Það eru undarlegar forvarnir ef ákæruvaldið kýs að gera ekkert í þessum málum.

Við erum að tala um gríðarstóran hluta af þeim efnum sem neytt er á hverjum degi hér á landi , þetta er ekkert bara tafla og tafla, þetta eru þúsundir, ef ekki tugþúsundir skammta af ávana og fíkniefnum sem komast á götuna í gegnum læknana.

Ég geri mér grein fyrir því, að handhafar lyfseðla og lyfja korta bera líka ábyrgð, en á þeim hvílir ekki eiður Hippokratesar.

 HVAÐ FINNST YKKUR, Á AÐ NEGLA ÞESSA LÆKNA FYRIR FÍKNIEFNASÖLU OG / EÐA DREIFINGU?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Það þarf að stoppa þetta ef einhver raunverulegur vilji er til að taka á fíkniefnavandamálum hér á landi og að sjálfsögðu á að taka þessum læknum, þögnin um þessa hlið mála er makalaus og gott hjá þér að minna á þetta.

Georg P Sveinbjörnsson, 22.5.2008 kl. 03:20

2 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

...á að taka Á þessum læknum...vildi ég sagt hafa.

Georg P Sveinbjörnsson, 22.5.2008 kl. 03:21

3 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Takk Georg, mér finnst bara skjóta skökku við að hasshausinn sé glæpamaður en ekki morfínsölumaðurinn..........

Haraldur Davíðsson, 22.5.2008 kl. 03:52

4 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Þetta er alveg rétt Óli, nema hvað að það hafa alltaf verið þræðir hér fyrir Heróín, það er alltaf eitthvað Heróín í gangi hér. Málið er að Morfínið er ódýrara, alltaf til, og varsla á Heróíni er meiriháttar mál ef þú ert gripinn, en augljóslega er allt önnur saga með Morfín, allavega virðist vera löglegt að selja það á svörtum markaði..... Ef þú ert læknir.

Haraldur Davíðsson, 22.5.2008 kl. 19:52

5 Smámynd: Guðrún Harðardóttir

Hvað eru margir fíklar á Íslandi ?

Hvað eru  margir sprautufíklar á Íslandi ?

Hvað eru margir aðstandendur fíkla á Íslandi ?

Ég er móðir fíkils í Rvk.og er að fá ítrekanir frá heilsugæslu suðurlands... (Selfoss)

Eru læknar þar fúsari að ávísa á lyf (DÓP ) en í Rvk.

ÉG SPYR ???

Guðrún Harðardóttir, 22.5.2008 kl. 20:26

6 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Hvað eru margir fíklar á Íslandi?, þúsundir.

Hvað eru margir sprautufíklar?, um 700 að talið er og fjölgar um 70 til 100 á ári minnir mig.

Aðstandendur..............Þori ekki að giska.

Læknar sem þetta stunda eru allstaðar, en ef þinn fíkill er að fá dóp hjá lækni, þá myndi ég kæra og láta reyna á lögin.

Ég spyr  er í lagi að selja morfín á svörtum ...ef maður er læknir?

Ég bara spyr.

Haraldur Davíðsson, 22.5.2008 kl. 20:50

7 Smámynd: halkatla

rosalegt, sannleikurinn loksins!

halkatla, 23.5.2008 kl. 08:54

8 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Óli, þetta rússibani sem kominn er á fulla ferð. Því miður er ég hræddur um að ýmislegt sé búið að breytast síðan litli kútur endaði í Helvíti í Brasilíu........en ef ég er að oftúlka þetta þá er það gott...en ég er nú hræddur um ekki. FRIÐUR (með vinum í nauð )

Haraldur Davíðsson, 23.5.2008 kl. 09:25

9 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Geri það félagi ( og yes please....)

Haraldur Davíðsson, 23.5.2008 kl. 10:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband