Snorri minn, koddu kallinn, ég skal gefa þér bein...

....Nú, héðan af Bloggheimamelum í Endurvarpsdal er það helst að frétta núna, að keppni í flokki varðhunda er lokið og úrslit eru ljós. Það er hundurinn Eyja-Snorri sem sigrar með yfirburðum, en hann er varðhundur af Betel-kyni.

Hunda kyn þetta er ævafornt, og  er jafnan nefnt af vísindamönnum sem það hund-kyn sem minnst hefur breyst á þeim 3000 árum sem hann hefur gætt spilltra stjórnmálamanna, æðstupresta, og annara sem hafa þurft að viðhalda valdi sínu með valdi og blekkingum. Hann er húsbóndahollur með afbrigðum og árásargjarn við aðra.

Hann verður seint talinn hæfur sem heimilishundur, enda yfirgangssamur og frekur, og því er ráðlegt að hleypa þessum hundi aldrei inn á heimilið. Það má geta þess að þetta er hópdýr sem hefur ákaflega sterka tilheigingu til að beita ofbeldi, hvort sem er til að komast upp goggunarröðina í eigin hóp, eða til að verja svæðið sitt, sem er yfirleitt svæði sem aðri hafa þegar helgað sér.

Það er því ljóst að þetta er ekkert gæludýr, en án efa besti varðhundur dagsins, hér á Bloggheimamelum.........bíðið við..það....já það liggja fyrir úrslit í flokki svikahunda..og það er.........Sjónvarps-Eiki, svikahundur af Omega-kyni..ekkert sörpræs þar, ég held nú að enginn hafi átt von á öðru hér í dag, enda margkrýndur meistari. Látum þetta duga í bili héðan af Bloggheimamelum en keppnin heldur áfram, miera seinna,yfir til þín........ 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Ég ætla að veðja á JónVal í flokki gjammara (Chihuahua etc) og sultuhunda.

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 22.5.2008 kl. 15:26

2 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Og Hannes Hólmstein í flokki kjölturakka....

Haraldur Davíðsson, 22.5.2008 kl. 15:28

3 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Og BíBí í flokki hreinræktaðra miðaldastríðshunda.

Þó hefur borið eitthvað á hnignun þess stofns á undanförnum áratugum... 

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 22.5.2008 kl. 15:32

4 Smámynd: Haraldur Davíðsson

BB er einn af fáum eftirlifandi... spurning um að gefa hann Erfðagreiningunni, í svona krukku...þú veist eins og í Alien 4.

Haraldur Davíðsson, 22.5.2008 kl. 16:08

5 Smámynd: Haraldur Davíðsson

HAHAHA Óli þú ert harðari en ég...

Haraldur Davíðsson, 22.5.2008 kl. 23:53

6 Smámynd: halkatla

voffar eiga þessar samlíkingar ekki skilið en ég læt það liggja á milli hluta að sinni

halkatla, 23.5.2008 kl. 08:52

7 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Rétt Anna Karen þetta var illa gert af mér.

Hundar eru betri en við....og ég meina það.

Óli.....skítugan þvott...má ég vita meira?.........plís?

Haraldur Davíðsson, 23.5.2008 kl. 09:27

8 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Samþykkt, hlakka til.

Haraldur Davíðsson, 23.5.2008 kl. 10:19

9 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Góða helgi frá mér og tíkinni minni :)

Ylfa Mist Helgadóttir, 23.5.2008 kl. 11:12

10 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Takk Ylfa og sömuleiðis vinkona, Kristján Knúselíus fyrsti, Kattakeisari af Kleppsvegi, biður að heilsa tíkinni þinni, enda finnst honum allar guðs verur jafn spennandi og skemmtilegar, nema honum er illa við að gæsir séu að þvælast í garðinum.....skil það ekki en svona er hann......bölvaður rasisti.

Haraldur Davíðsson, 23.5.2008 kl. 11:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband