ERU ÍSLENDINGAR TILBÚNIR Í EXXON VALDEZ?

Olíuhreinsistöð á vestfjörðum er nýjasta nýtt í dag. Bjargræði landsbyggðarinnar skal vera stóriðja, alveg sama hvað hver segir.

Við búum í heimshluta sem er ekki beint frægur fyrir veðurblíðu eða öruggar siglingar. Hér er allra veðra von, erfiðir straumar og strandlengja sem oftast leyfir engin mistök. Reyndustu skipstjórar lenda reglulega í vandræðum hér við land og við erum ekki alltaf í stakk búin að bregðast við því ( sbr Vikartind, gott að það var ekki olíuskip, ha ? ), við eigum alltaf von á óhæfum skipstjórum, lítt haffærum skipum, og vanþekkingu á aðstæðum.

Það hljóta allir að vera sammála um að olíuslys við strendur landsins eru ekki beinlínis eftirsóknarverð. Ætli menn að reyna að sigla héðan með fullar lestir af olíu og bensíni, þá verð ég að segja að mér finnst það hálf scary.

Það þarf varla að nefna áhrif þessa á ferðamannaiðnaðinn, sem er afar ört vaxandi iðnaður, áhrif þessa á almenningsálitið í umheiminum, og pólitíkina hér, tsk tsk.

Önnur hlið á málinu er sú að það verður að teljast ólíklegt að þessi stöð verði byggð og mönnuð öðrum en fólki sem gengur kaupum og sölum hjá verktökum og starfsmannaleigum sem eru ekkert annað en þrælahald. Kárahnúkar sönnuðu, svo ekki verður um villst, að löggjöfin okkar getur ekki verndað þetta fólk. Það hefur leitað á mig sú spurning hvort Schengen aðildin hafi verið sniðin að " þörfum " þessara sömu verktaka ? Erum við vísvitandi að draga lappirnar við að bjóða erlendu vinnuafli lagalega vernd gegn svona þrælahaldi ? Þetta er smán.

Það eru til ótal dæmi um svona þrælahald, og alls ekki bara í Þriðja heiminum, heldur í allri Evrópu, USA, OG HÉR Á ÍSLANDI. Það er ótrúlegt að sömu stjórnmálamenn og vilja sem mest flæði útlendinga til landsins, eru ekki að lyfta fingri til að tryggja afkomu þessa sama fólks. Ekkert finnst í lögum sem hægt er að beita gegn sköpun " æðri og óæðri " starfsmanna. Ekkert annað en eldvarnasjónarmið gagnrýnir híbýlin sem gráðugir snillingar láta fólk hírast í, engin lög!

Það eru því afskaplegir kjánar í mínum huga sem halda að þetta verði atvinnuskapandi að einhverju marki hér á landi, við erum þvert á móti að búa til störf sem innfæddir kæra sig ekki um og verða unnin af fólki sem er haldið í 17. aldar veruleika. Ég vil hvetja alla til að kynna sér starfsaðferðir nútíma þrælahaldara og sala, og skoða það af hverju Kárahnúkar urðu ekki til þess að löggjöf okkar yrði bætt til að tryggja jafnréttissjónarmið.

Bendi ykkur á eina trausta heimild, bókina " Niðurlægingin " eftir Günther Wallraff, þýskan rannsóknarblaðamann sem dulbjó sig sem tyrkneskan verkamann og lifði , vann og bjó sem slíkur, og skrifaði svo þessa verðlaunabók um reynsluna.

Hafið svo í huga að það hefur ekkert breyst annað en það að fólk er orðið enn dofnara fyrir þessu.

Spyrjið svo sjálf ykkur ; AF HVERJU?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Það yrði slys í sjálfu sér að reisa olíhreisunarstöð...

Hólmdís Hjartardóttir, 4.6.2008 kl. 01:46

2 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Sammála með það, einhvers staðar verður að segja stopp við vondum hugmyndum. Og þessi er vissulega afleit, hvernig sem á hana er litið.

Mbk

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 4.6.2008 kl. 02:04

3 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Afleit er vægt til orða tekið.

Takk fyriri innlitið.

Haraldur Davíðsson, 4.6.2008 kl. 02:07

4 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Takk fyrir fínan pistil, Haraldur. Ég skrifaði einmitt um þetta líka í gærkvöldi og rifjaði upp fyrri umfjöllun. Kíktu til mín við tækifæri... 

Lára Hanna Einarsdóttir, 4.6.2008 kl. 12:50

5 Smámynd: Sporðdrekinn

Góður pistill!

Sporðdrekinn, 4.6.2008 kl. 13:13

6 Smámynd: Rannveig H

Ég held að þessi mjög svo slæma hugmynd komi ekki til framkvæmda,ef ég þekki mitt fólk að vestan rétt og allt það fólk sem vinnur ötult að því að koma í veg fyrir svona gerræði þá verður engin oliuhreinsunarstöð.'Eg seigi hingað og ekki lengra.

Rannveig H, 4.6.2008 kl. 15:51

7 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Ég vona það Rannveig, en ég mundi vilja sjá þingmenn setja lög um starfsmannaleigur og eftirlit með verktökum. Gildandi lög um mansal virðast eftir Kárahnúka, ekki ná yfir þetta.Dómsmálaómyndin ætti að leggja a.m.k sömu áherslu á brot gegn útlendingum eins og brot útlendinga.

Það er smán að hægt sé að versla með fólk hér á Fróni.

Haraldur Davíðsson, 4.6.2008 kl. 17:03

8 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Þakkir...

Haraldur Davíðsson, 5.6.2008 kl. 00:03

9 Smámynd: Gunnar Páll Gunnarsson

Góð gerin og þörf. Það þarf alltaf að græða í kvelli og mér finnst alltaf vanta að í upphafi skyli endinn skoða. Eins og Einar afi minn sagði svo oft.

Á svo ekki að vera með olíuhreinsstöð nálægt þar sem olían kemur upp? Að nota olíu í að transportera olíu til að hún sé svo transporteruð annað og svo notuð til að transportera okkur eitthvert!

Gunni Palli kokkur 

Gunnar Páll Gunnarsson, 7.6.2008 kl. 06:56

10 Smámynd: dh

Það eina sem virðist vanta inn í Íslenskan veruleika eru Rússneskir olíu auðkýfingar. Um að gera að bæta þeim faktor inn í okkar dásamlegu spillingarsnauðu tilveru. Einmitt það sem vantar. Nú að nokkrum árum liðnum getum við svo sæst á herlögreglu sem sjálfsögðum hlut. Stjórnmála menn okkar hvítþvegnir að vanda. í góðum félagskap í Öryggisráðinu geta þá í öryggi sínu tryggt okkur endalaust öryggi með því að eyða öllu óöryggi fyrirfram. Olían heldur áfram að hækka, og hallir rúsnesskra auðkýfinga taka að rísa upp sem gorkúlur um Þingholtin. Að lokum geta svo Bandarískir og Rússneskir auðkýfingar reynt að sættast á hvernig þeir deili með sér síðustu auðlindum okkar. Verið alveg róleg bankarnir taka auðvitað þátt í ævintýrinu öllu og framlengja yfirdrættinum okkar eyjaskeggja fram í hið óendanlega, til að halda öllum rólegum. Fíkniefna verð myndi snarlækka og Íslendingar gætu gert það sem þeir gera best, verið á endalausu fyllerýi, á rússneskum vodka og pólsku spítti.

dh, 7.6.2008 kl. 07:41

11 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Auðvitað yrði þetta spillt, leynimakkið í kringum þetta mál nú þegar segir allt sem þarf um það. Allir vita hversu langt menn ganga til að gæta olíuhagsmuna.

 Góður punktur Gunni, þetta er eitt það heimskulegasta sem ég hef heyrt, oíuhreinsistöð á Íslandi....tsktsk.

Haraldur Davíðsson, 7.6.2008 kl. 11:05

12 Smámynd: Kristján P. Gudmundsson

J seá, kæri bloggvinur,þetta er algjört bésvítans klúður, hvert sem litið er! Ég er samt bjartsýnni,

þar sem Barac Obama er búinn að vinna Hillary.? Við megum samt ekki gleyma því, að rússneska auðvaldið er ekki hótinu skárra en hið bandaríska , og auðvitað megum við ekki gleyma því , sem stendur okkur næst, ESB-ofurauðvaldinu, sem mun , ef við verðum svo vitlausir, aðganga þeim á

hönd eins og lömb til slátrunar, úff ! Þakka þér fyrir þína ágætu grein, hún veitir styrk í baráttunni

Með bestu kveðjum frá Karlskrona, KPG.

Kristján P. Gudmundsson, 8.6.2008 kl. 12:27

13 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Úff. Sem íbúi á Vestfjörðum setur að mér hroll í hvert sinn sem olíuhreinsistöð er nefnd sem möguleiki!

Takk fyrir þitt innlegg í umræðuna.

Ylfa Mist Helgadóttir, 8.6.2008 kl. 23:15

14 identicon

Er rafmagn synilegt ?

Ég hef horft á nokkrar rafmagnsnúrurnar í gegnum tíðinna, en aldrei séð rafmagnið flæða um þær . En þú ? 

conwoy (IP-tala skráð) 8.6.2008 kl. 23:25

15 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Conwoy, rafmagn sést við ýmsar aðstæður, eins og þú hlýtur að sjá ef þú hugsar málið, t.d eldingar, við skammhlaup í vírum , það má les rið og straum og birta af því mynd, rafsegulsvið má gera sýnileg, ofl ofl, þú getur meira að segja heyrt í rafmagni

Verði þér að góðu, ég stend með þér..

Haraldur Davíðsson, 9.6.2008 kl. 00:14

16 Smámynd: Haraldur Davíðsson

...þetta átti að vera; Ylfa, verði þér að góðu, ég stend með þér..

Haraldur Davíðsson, 9.6.2008 kl. 00:15

17 identicon

Þessi hugmynd um olíuhreinsistöð á vestfjörðum, er álíka glæfraleg og að setja upp kjarnorkuver í hveragerði !   

conwoy (IP-tala skráð) 9.6.2008 kl. 19:15

18 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Sammála Conwoy, þetta er glæfraspil.....

Haraldur Davíðsson, 9.6.2008 kl. 21:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband