6.8.2008 | 19:06
Lifi Rósenberg!!
Í fyrra gerðust þær hörmungar að Lækjargata 2, sem hýsti Þórð Pálmason og veitingahúsið hans, Café Rosenberg, brann og ótal tónlistarmenn og gestir staðarins urðu frekar daprir.
Miklir tónleikar voru settir saman á einni viku til að deyfa sorgina og reyna að minnka tjón Þórðar. Um 20 hljómsveitir og tónlistar atriði voru í boði og deildust á tvö kvöld, sem urðu algerlega ógleymanleg fyrir alla, held ég. Allir sem hönd lögðu á plóginn eiga heiður skilinn, því enginn tók krónu fyrir og færri komust að en vildu.
Nú eru hins vegar að renna upp bjartari tímar, því Þórður er aftur að fara af stað þar sem áður var 7 9 13, og þar áður Spútnikk, á Klapparstíg. Þar ætlar þessi óeigingjarni tónlistarvelunnari að hefja starf sitt að nýju. Það er öllum ljóst sem til þekkja, að Þórður hefur gert meira fyrir íslenska tónlistarmenn en flestir, alltaf tilbúinn að veita mönnum tækifæri, og þeir eru ófáir sem stigu sín fyrstu skref hjá honum, og héldu svo áfram þaðan í hæstu hæðir. Og hann er orðinn þekktur víðsvegar um heim vegna tengsla við erlenda tónlistarmenn sem hann hefur flutt inn héðan og þaðan gegnum árin.
Café Rósenberg var annálaður fyrir gott andrúmsloft, ( líka fyrir reykingabann ) en líka fyrir tónlist og þá staðreynd að gerð var krafa um að hafa hlutina lágstemmda og gæta hófs í græjum og svoleiðis, það var aldrei nein þorrablótsstemmning þar. En það er engin ástæða fyrir því önnur en sú að vertinn kann sitt fag, og flestum betur. Það er þessvegna ekkert minna en guðdómlegt að Café Rósenberg haldi velli. Lifi Rósenberg.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:12 | Facebook
Athugasemdir
Heyr heyr!
J. Einar Valur Bjarnason Maack , 6.8.2008 kl. 19:35
Gott mál
Hólmdís Hjartardóttir, 6.8.2008 kl. 22:33
Góðar fréttir Halli, ekki veitir af stöðum sem eru til í að gefa misreyndu tónlistarfólki séns og vettvang.
Georg P Sveinbjörnsson, 6.8.2008 kl. 22:39
Gott að heyra
Sporðdrekinn, 7.8.2008 kl. 00:32
café Rósenberg á ekki að vera reyklaust !!! nó vei!!!!! Hlakka til að mæta og hlusta á skrýtna músik meðan ég drekk irish....
audur (IP-tala skráð) 10.8.2008 kl. 04:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.