9.8.2008 | 20:18
Lík-legt prakkarastrik eða lík-amnað listaverk......
Enn tekst Snorra Ásmundssyni að hrista upp í fólki og nú með auglýsingu í Fréttablaðinu, þar sem hann auglýsir eftir líkum í videógjörning sem hann vinnur að.
Í fréttum í kvöld lýsti guðfræðingur nokkur því yfir að sér þætti auglýsingin " óviðkunnanleg " sem er auðvitað skelfilegt að vita. Það er auðvitað agalegt að nokkur skuli vera óviðkunnanlegur í augum guðfræðingsins en varla er það fréttnæmt. Skiptir einhverju máli yfirleitt hvað honum þykir óviðkunnanlegt ? Er tepruskapurinn orðinn svo yfirgengilegur að smekkur guðfræðings á list sé viðmiðun ? Annars held ég að yfirlýsing guðfræðingsins hafi fullkomnað gjörning Snorra, enda greinilegt að " líkin " eru ekki öll látin, sum eru enn lifandi og bera titla, svo Snorri er lík-lega búinn að fá " líkið " sitt.
Mannslíkaminn hefur frá örófi alda verið efni í listsköpun, allt frá húðflúri til þess að skreyta híbýli og fólk með líkamshlutum. Katakomburnar, hausaveiðarar, Vlad stjaksetjari, Idi Amin, maóríar, rokkarar og kristin kirkja, allir nota mannslíkamann í listsköpun og helgihald. Líkamanum er breytt, hann mótaður, afskræmdur og skrumskældur, líkamar eru keyptir, seldir, leigðir, lánaðir, þeim stolið og flaggað á söfnum, svo ég verð nú að segja að það að auglýsa eftir líkömum getur varla verið nóg til að setja hroll að fólki.
Hvað finnst ykkur ?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
jæja.....................ég myndi ekki vilja nota lík við listsköpun.....það væri óvirðing við líkið. En held að Snorri sé fyrst og fremst að fá fram viðbrögð.
Hólmdís Hjartardóttir, 9.8.2008 kl. 20:49
Auðvitað er Snorri búinn að fá sitt fram og ég sé ekki betur en það hafi bara gengið vel hjá honum....
...en annars finnst mér í sjálfu sér ekki hægt að vanvirða lík, einungis minningu þess látna, lík er bara kjötstykki sem er eiginlega bara fyrir og við sitjum uppi með að einhverjum látnum, holdgerving sálar sem ekki er lengur að nota farartækið líkama, enda er skrokkurinn bara hýsing líffæra og tól til að koma hausnum á milli staða...
Haraldur Davíðsson, 9.8.2008 kl. 20:57
átti að vera óvirðing við hinn látna.....nei þetta er bara kjötstykki en minningin er heiðruð. Er sjálf vön að umgangast lík.
Hólmdís Hjartardóttir, 9.8.2008 kl. 22:14
Já, skrýtið hvað skoðun einhverra manna úti í bæ, í þessu tilfelli skoðun Guðfræðings, verður oft fréttaefni þegar gúrka er í gangi.
Annars finnst mér ákaflega ógeðfellt þegar múmíur og önnur lík eru til sýnis á söfnum. En það er bara mín skoðun og varla fréttaefni.
Ingvar Valgeirsson, 10.8.2008 kl. 15:36
Ja Snorri hefði verið flottur forseti
Emma Agneta Björgvinsdóttir, 11.8.2008 kl. 09:00
Ekki veit ég hvað Snorri starfar né hver hann er, utan þess að vera maðurinn sem "auglýsir" og að mig minnir að norðan. En svo er það. Þetta greinilega virkar hjá honum. Jú, svei mér ef ég man ekki óljóst eftir framboði hjá honum :)
Ylfa Mist Helgadóttir, 13.8.2008 kl. 22:08
Hann Snorri bauð sig fram á móti Birni Bjarnasyni til formennsku sjálfstæðisflokksins, og stofnaði svo stjórmálaflokkinn Vinstrihægri SNÚ!!...
...hann er snillingur, og það er rétt hjá þér Ylfa, hann er frá Akureyri.
Haraldur Davíðsson, 13.8.2008 kl. 22:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.