14.8.2008 | 16:30
Eru stjórnmálamenn á Íslandi ekki háðir atkvæðum ?
Nýjasta nýtt í Borginni er að nú á enn eina ferðina að hafa okkur að fíflum. Okkur er tjáð á þennan hátt að vilji íbúa borgarinnar skiptir engu máli. Til hvers erum við að mæta á kjörstað ef niðurstaða er ekki bindandi ? Getum við ekki alveg eins boðið þetta út á almennum markaði?
Það er allaveg ljóst að flokkunum er ekki treystandi til að starfa af heilindum og virðingu fyrir íbúum borgarinnar. Flokkarnir snúast eingöngu um sjálfa sig og sína hagsmuni, og þeir GETA ekkert annað. Í mínum bókum heitir þetta sjálfhverfa og hroki.
Þessi bófalýður á ekki að vera á launum hjá okkur öðruvísi en að við HÖFUM EITTHVAÐ AÐ SEGJA um stjórnunina. ég vona að þeir sem kusu þetta hyski skammist sín og sjái nú ljósið, það þarfa að breyta þessum málum svo við getum rekið óhæft fólk með skömm og skít, hvaða atvinnurekandi myndi sætta sig við svona skrípaleik ? ENGINN, það held ég að sé ljóst. Ég tek borgarstjórnina ekki alvarlega, þetta er ekki mín stjórn. Virðingu mína fær þetta pakk ekki, ALDREI, enda vil ég ráða því sjálfur hver tekur mig í rassgatið, þetta er rassgatið mitt.
Ég auglýsi hér með eftir fólki í aðgerðarhóp sem hefur það að markmiði að gera tilveru þessa hyskis ómögulega. Hvar býr það, hvaða kaffihús stundar það, hvar fer það í ræktina, á hvaða skemmtistaði, hvar á það sumarhús.????
Það er alveg sjálfsagt að minna þennan ruslaralýð á FYRIR HVERJA ÞAÐ ER AÐ VINNA !
Það er að vinna fyrir okkur EKKI FLOKKANA.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Heyr heyr
Hólmdís Hjartardóttir, 14.8.2008 kl. 16:38
vel skrifað Halli þetta er fáraánlegt ástand
Emma Agneta Björgvinsdóttir, 14.8.2008 kl. 23:18
Takk fyrir dömur mínar, vonandi erum við fleiri.
Haraldur Davíðsson, 15.8.2008 kl. 01:06
Amen
Georg P Sveinbjörnsson, 15.8.2008 kl. 02:25
Þau gætu kannski fengið vinnu með mér hjá sorphirðu reykjavíkur... þ.e. þessi ruslaralýður...
Sæll Halli gaman að hittast hér...
Ágúst Böðvarsson, 15.8.2008 kl. 16:16
sælir sjálfur Gústi, og ég held að þetta lið þurfi barasta langt, langt frí ( launalaust að sjálfsögðu).
Haraldur Davíðsson, 15.8.2008 kl. 18:03
milli klukkan 6 og 9 erum við félagarnir á Austurvelli á menningarnótt...
Haraldur Davíðsson, 16.8.2008 kl. 12:41
Eru borgarbúar ekki einmitt aðeins að vakna til lífsins. Sjá skoðanakönnun í fréttablaðinu í dag. Fylgishrun Sjálfstæðisflokksins er algjört. Könnunin var gerð á laugardaginn og sést vel hvernig þetta nýjasta brölt þeirra hefur engu skilað, þvert á móti.
ps: Ertu með E-mail?
Halla Rut , 17.8.2008 kl. 16:14
Það er vonandi Halla að fólk sé að rumska, annars fagna ég öllu svona brölti, því þetta undirstrikar þá skoðun mína að flokkarnir eru úreltir.....
......mogadon@btnet.is...
Haraldur Davíðsson, 17.8.2008 kl. 16:54
Fékkstu póstinn frá mér?
Halla Rut , 17.8.2008 kl. 22:04
reyndi bæði að senda póst og skilaboð en ég er klaufi....ég ætla að reyna aftur.
Haraldur Davíðsson, 17.8.2008 kl. 22:07
Vel skrifað, þetta hefði í raun aldrei átt að byrja. Bara að sjálfstæðisflokkurinn og framsókn hefði haldið áfram óhindrað og breytingarnar myndu gerast við næstu kosningar, ekki fyrr.
Valgerður Sigurðardóttir, 17.8.2008 kl. 23:17
Eru þau ekki með meirihluta atkvæða á bakvið sig ? Er það ekki einmitt þannig sem það er hægt að mynda meirihluta ?
Ég skil ekki alveg hvað þú átt við með að vilji borgarbúa skipti engu máli. Ef borgarbúar hefðu allir kosið sama flokkinn, þá væri þetta ekkert vandamál.
En það bara vill svo til að það er mjótt á mununum og einn maður hefur mikið að segja við myndum meirihluta.
Ekki halda það að R-Listinn sé eitthvað saklaus í þessu. Gullni drengurinn þeirra Dagur B. situr núna heima og hlær, á milli þess sem hann kemur í fjölmiðlum og þykis vera hneykslaður, því það er verið að hengja andstæðinga hans fyrir það sama og hann gerði sjálfur fyrir nokkrum mánuðum.
Svo væri þetta ekkert vandamál heldur ef R-Listinn gæti unnið með öðrum, eins og t.d. hinum stóra flokknum. Þetta er bara því miður eini starfhæfi meirihlutinn eins og staðan er og það er ekkert neinum einum um að kenna.
Viðar Freyr Guðmundsson, 18.8.2008 kl. 15:51
Talaði ég um einhverja tiltekna flokka? Mér finnst þeir allir jafngagnslausir í því að stýra borginni.
Haraldur Davíðsson, 18.8.2008 kl. 16:14
Trú manns á flokkapólitík hefur beðið mikla hnekki á undanförnum árum, enda hvað er marka kappreiðar þar sem sami eigandinn á öll hrossin og hreppir gullið hvernig sem úrslitin verða. Algerlega úrelt fyrirbrigði.
Georg P Sveinbjörnsson, 18.8.2008 kl. 17:26
Tek undir hvert orð hjá þér Haraldur,þetta borgarstjórnarklúður gæti orðið doktorsverkefni hjá einhverjum stjórnmálafræðingi.
Rannveig H, 18.8.2008 kl. 23:11
...nei í guðs bænum ekki einn stjórnmálafræðinginn enn ...
Haraldur Davíðsson, 19.8.2008 kl. 02:51
Amen
Sporðdrekinn, 19.8.2008 kl. 03:22
...það er ekki eins og það þurfi að útskýra fyrir okkur að þetta er ekki að virka !
Haraldur Davíðsson, 19.8.2008 kl. 03:40
Ofmetnast fyribrigði nútímans eru sérfræðingar af öllu mögulegu og ómögulegu tagi, næst á eftir ráðgjöfum...sem þurfa alldrei að bera ábyrgð á því hvort að ráð þeira reynast slæm eða góð fyrir ráðkaupandann.
Georg P Sveinbjörnsson, 19.8.2008 kl. 19:16
..nefnilega !!
Haraldur Davíðsson, 19.8.2008 kl. 22:09
Halla Rut , 21.8.2008 kl. 00:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.