Til hamingju Björn Bjarnason, þetta var gott hjá þér.

BB var að ákveða að vísa máli Ramsesar (man ekki fornafnið), aftur til Útlendingastofnunar til efnislegrar umræðu. Á meðan er Ramses heimilt að dvelja hér á landi hjá konu sinni og barni. Þetta eru góð tíðindi úr dómsmálaráðuneytinu, og vonandi að áframhaldið verði á sama veg.

Það er ekki auðvelt að hrósa BB svona, en ég get ekki annað. Hann hefur hingað til ekki sýnt annað en að hann sé mjög tortygginn, svo ekki sé meira sagt, út í útlendinga. Nú væri gaman að fara að sjá löggjöf um aðbúnað innflutts vinnuafls lagaða að veruleikanum, launamál, tryggingamál, skattamál og svo margt fleira sem því viðkemur, þessu fólki sem hingað kemur til að vinna eða finna skjól.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sporðdrekinn

Það hlýtur að ríkja hamingja hjá litlu fjölskyldunni

Sporðdrekinn, 23.8.2008 kl. 06:12

2 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Það skyldi maður ætla.

Haraldur Davíðsson, 23.8.2008 kl. 10:59

3 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Álit manns á BB hefur örlítið skánað, held samt að ef ekki hefði verið sett pressa á möppudýrið paranojaða hefði þetta farið öllu ver fyrir blessað fólkið.

Georg P Sveinbjörnsson, 23.8.2008 kl. 15:11

4 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Skyldi bloggið hafa haft áhrif?

Og svo  áfram  Ísland

Hólmdís Hjartardóttir, 24.8.2008 kl. 01:52

5 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Rétt er það Ester, ég gerði það sama er ég bjó á Englandi.

En til að tryggja jafnræði þurfum við að laga löggjöfina og þá á ég líka við að setja strangari skilyrði fyrir landvistar- og atvinnuleyfi. Schengen var t.d. að mínu mati mistök, sem gera okkur varnarlaus gegn allskyns glæpalýð, bæði erlendum sem innlendum.

Haraldur Davíðsson, 24.8.2008 kl. 13:35

6 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Ég vil bara sjá að það fólk sem fær hér að búa og vinna, tala nú ekki um þá sem fá ríkisborgararétt, upplifa okkur sem góða gestgjafa. Góð húsmóðir/húsbóndi tekur til hjá sér áður en gesti ber að garði, það er ekki ætlast til að gestirnir geri það eða þeim kennt um ruslið.

Hitt er svo annað mál að við þurfum að vera strangari við að sigta inn í landið, og þá á ég ekki við á forsendum aldurs eins og BB, heldur á forsendum þess hvað viðkomandi getur fært samfélaginu, fortíð og sögu viðkomandi, osvfr. Schengen hefur svolítið skemmt þetta fyrir okkur, en þetta er lítið samfélag sem ekki er auðvelt að felast í, svo fjölmennari þjóðir eru hugsanlega í verri málum en við, hvað þetta varðar.

Haraldur Davíðsson, 24.8.2008 kl. 15:41

7 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Já vissulega er hægt að læra af mistökum nágranna okkar, okkur virðist bara ekki liggja neitt sérstaklega á að gera það, sem er að verða hálf vandræðalegt.

Haraldur Davíðsson, 24.8.2008 kl. 16:36

8 identicon

Kveðja frá mér kem oft við hér en er skelfilega löt að kvitta Knús

Elísabet Markúsdóttir (IP-tala skráð) 2.9.2008 kl. 23:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband