10.9.2008 | 21:51
ÆÆÆÆÆÆÆ ég hélt ég slyppi við klukkklikkið......
4 störf sem ég hef gegnt
Rakari
Skurðgrafa
Kokkur
Lyftarakall
4 staðir sem ég hef búið á
Akureyri
Dalvík
Bristol
Yate
4 myndir í uppáhaldi
Man bites Dog
Bad Boy Bubby
Holy Grail
Twelve Monkeys
4 sjónvarpsþættir
Boston Legal
QI
Bullshit
Harvey Birdman Attorney At Law
4 bækur lesnar oftar en einu sinni
Fávitinn
Meistarinn og Margarita
Niðurlægingin
Don Kíkóti
4 réttir sem væta munninn
Pasta Marjan á Carúsó
Rjúpan hjá mömmu
Fiskisúpan mín
Lauksúpan hans Gunna Palla vinar míns
4 síður sem ég heimsæki
mogadon @btnet.is
Orninn.org
já.is
4 staðir sem ég hef heimsótt í fríum
Amsterdam
Bristol
Kaupmannahöfn
Kelduhverfi
4 staðir sem ég vildi vera á núna
Þar sem ég er
Bristol
Gaza
Inní hausnum á JVJ
4 bloggarar sem ég vil klukka
JVJ
BB
Guðrún Hildur Kolbeins
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson.
Og hana nú......
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Vill einhver maður fara viljandi inn í hausinn á JVJ ?
Georg P Sveinbjörnsson, 10.9.2008 kl. 22:26
Vissi alltaf að þú værir smekk maður Haraldur en ég þoli persónulega ekki bad boy bubby og veit ekki afhverju ég hef horft á hana oftar en einu sinni ......en það er notalegt að klukka aðra hehehe
Emma Agneta Björgvinsdóttir, 10.9.2008 kl. 22:26
Georg, hvað heldur þú að ég myndi gera þar ?
MMMÚÚAHAHAHAHAHA MÚAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAH
Osvfr
Emma, takk..og já þetta er ljót mynd en góð ádeila á einangrunarhyggju...
Haraldur Davíðsson, 10.9.2008 kl. 22:35
hehehe....
Haraldur Davíðsson, 11.9.2008 kl. 00:18
Textar úr "Holy Grail" eru þuldir hér fram og til baka af elsta-Unganum og Ljóninu. Mér finnst voða gaman að hlusta á þá, en sjálf man ég ekkert eftir myndinni
Sporðdrekinn, 11.9.2008 kl. 01:06
.....none shall pass....
Haraldur Davíðsson, 11.9.2008 kl. 01:26
inn í hausnum á JVJ............þar þarf aldeilis að taka til.........þú er sem sagt fyrir hús(haus)verk.
Hólmdís Hjartardóttir, 11.9.2008 kl. 01:42
Það sagði ég ekki Hólmdís... en mikið hefði ég gaman af því að fara smá rúnt þar inni með strokleður og tússpenna....
...að vera " röddin " í hausnum á honum....úlala...hvað það yrði gaman hjá mér....
....en ekki eins gaman hjá honum, múahahahahahahahaha
Haraldur Davíðsson, 11.9.2008 kl. 01:57
........ég væri til í að fara með þér.............hann er frændi inkoni minnar
Hólmdís Hjartardóttir, 11.9.2008 kl. 02:51
..Og vinkona þín segir frá því ?
Haraldur Davíðsson, 11.9.2008 kl. 02:54
vinkonu...............því var þetta ekki prófarkarlesið? Hún er með betri húmoristum landsins..........það fullyrði ég
Hólmdís Hjartardóttir, 11.9.2008 kl. 03:01
svo kommentera ég aftur svo þú eigir möguleika á " heitum umræðum"
Hólmdís Hjartardóttir, 11.9.2008 kl. 03:03
Takk fyrir það.....og það hjálpar örugglega vinkonu þinni að vera mikill húmoristi...
Haraldur Davíðsson, 11.9.2008 kl. 03:11
Hólmdís Hjartardóttir, 11.9.2008 kl. 03:25
Ég er að bíða eftir að vera boðin í klippingu og mat.
Heyrðu... þú ert svona meistarakokkur, áttu ekki uppskrift að góðri humarsúpu? Ég á nefnilega nokkra æðislega hala eftir sem eru kannski ekki nóg í heilan dinner.. en myndu duga í súpu. Ég skal bjóða þér í mat ef þú nennir til Englands.
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 11.9.2008 kl. 15:12
Hús mitt stendur þér opið, líka á matartíma.
Og heimboð á Englandi þigg ég með þökkum, verð þar einhverntíma fyrir áramót, að heilsa upp á vini.
Humarsúpa f. 4.
3 rauðlaukar smátt skorinn.
4 hvítlaukusgeirar rifnir.
2 med. gulrætur smátt skornar
1 lárviðarlauf
1-2 litlar dósir tómatpúrra
2 dl. hvítvín
2 dl rjómi
1 sellerí stilkur smátt skorinn
chili eða cayenne pipar e. smekk
1 1/2 líter humarsoð.
1-2 teningar fiskkraftur
2 dl. rjómi
Salt e. smekk
Setjið lauk og hvítlauk í pott, ásamt lárviðarlaufi, tómatpúrru og gulrótum og sellerí ásamt 750ml lítra af vatni, og hvítvíninu. Sjóðið niður um helming. Sigtið soðið og blandið við humarsoðið ( best að nota saltlausan humarkraft). bakið upp með smjörbollu ( 50gr smjörlíki, 50gr hveiti ) og látið malla á lágum hita í ca 10 min. Bætið þá rjomanum í og smakkið til með salti, piparnum og fiskkrafti.
Að lokum er humrinum bætt í og látið sjóða í 1 -2 mín.
Skreytið með ferskri steinselju og berið fram með góðu brauði og félagsskap við hæfi. Verði þér að góðu.
Haraldur Davíðsson, 11.9.2008 kl. 15:57
Ohh.. þetta hljómar hreinlega æðislega! Búin að skrifa þetta niður og ætla að kokka við fyrsta tækifæri. Mér finnst fátt skemmtilegra en að kokka eitthvað gott. Jújú.. sumt er betra.. en það myndi Mogginn ritskoða...
Alltaf velkominn í þorpið í Nottinghamskírinu. Við værum flott saman í eldhúsinu.. og stofunni og heimabarnum á eftir!
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 11.9.2008 kl. 17:04
....sjáumst.
Haraldur Davíðsson, 11.9.2008 kl. 17:11
Ég var alveg á villigötum með þetta, enda humarsúpa eitt af fáu sem ég hef aldrei eldað. Hélt að maður syði upp soð af humarskelinni og nokkrum hölum og einhverju svoleiðis gotteríi. Svo sagði mér einhver að brandí væri möst. -Er það bara eitthvað sem við matarbytturnar myndum bara bæta útí eða væri því ofaukið hérna?
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 11.9.2008 kl. 17:49
Þú þarft þónokkuð af skeljum til að ná þér í gott soð, og ca 5 tíma. Núorðið er hægt að fá mjög góðan humarkraft, saltlausan, frá ýmsum framleiðendum. Kannski helst að fá slíkt í Sainsburys, eða sérverslunum...
Brandí er optional, persónulega er ég ekki hrifinn af því.
Haraldur Davíðsson, 12.9.2008 kl. 03:29
Sæll Haraldur,
slæddist hérna inn þar sem ég hef séð kommentin þín annars staðar. Rakst hér á nafn bróðursonar míns kokksins og vil endilega taka undir með þér að "drengurinn", fyrirgefðu ég skipti um bleyjur á honum, er bara frábær kokkur. að ég tali nú ekkert um hvað hann er góður drengur.
Rut Sumarliðadóttir, 14.9.2008 kl. 13:57
Ójá góður drengur er hann sannarlega, fáir betri.
Haraldur Davíðsson, 14.9.2008 kl. 14:30
Mmmmmm... rjúpan hjá mömmu... mmmmm.
En hvernig í ósköpunum nenntirðu að lesa Don Kíkóti oftar en einu sinni?
Ingvar Valgeirsson, 18.9.2008 kl. 10:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.