4.11.2008 | 00:22
Termítar í innviðum hússins....
Það verður að teljast með eindæmum ef enginn á að svara til saka í þessum spennufíknarleikjum hjá stuttbuxnastrákunum...ef ekki telst heppilegt að sýna ákveðið fordæmi fyrir framtíðar stuttbuxnastráka nú, hvenær er þá réttur tími...? Næst þegar einhver setur ALLT HELVÍTIS LANDIÐ Á HAUSINN ?
Hvar er nú meistari greininga- og efnahagsbrotadeilda, BB ? Er máske ekki til peningur fyrir hann til að lögsækja þessa arðræningja, þessa sauða- og hrossaþjófa, þessa strandræningja......
....kannski fólk ætti bara að neita að borga nokkurn skapaðan hlut fyrir bankana......
Árás á fullveldi þjóðarinnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hvað heldurðu að það sé búið að eyða miklum trúnaðargögnum? Það fá allir nægan tíma til að fela glæpi sína
Hólmdís Hjartardóttir, 4.11.2008 kl. 00:29
Já það eru sko klárlega einkahagsmunir sem ráða förinni nú, en ekki almannahagsmunir.
Ráðamennirnir eru búnir að sverja eið sem eru landráð að svíkja...
Haraldur Davíðsson, 4.11.2008 kl. 00:59
BB er örugglega á fullu að reyna hraða því að fá rafbyssurnar og óeirðabílana sem hann er búinn að vera að væla um að fá til landsins, mikið ef dótið er ekki á leiðinni til landsins með hraðsendingu nú þegar áður en sýður endanlega upp úr. Landinn fékk smá sýnikennslu í hverju hann á von á ef að fólk ætlar að verða með eitthvað múður við Rauðavatn í sumar.
Georg P Sveinbjörnsson, 4.11.2008 kl. 01:40
Já Georg það var smá sýnishorn..
Haraldur Davíðsson, 4.11.2008 kl. 01:47
Ég á engin orð bara
Sporðdrekinn, 4.11.2008 kl. 02:07
Pabbi felur slóðina. Ef ekki þá flokkurinn. Ísland í dag Halli minn, hver spillingin rekur aðra. Er sammála að allir ættu að taka sig saman og greiða ekki til bankanna. Hvernig förum við að því að fá Íslendinga til að standa saman? Það höfum við aldrei kunnað og þess vegna er staðan eins og hún er. Hver að röfla í sínu horni.
Rut Sumarliðadóttir, 4.11.2008 kl. 11:48
Þetta er skíta-ástand, ef maður ekki borgar þá lendir allt í hassi.
Maður veit ekkert hvað maður á að gera.
Kveðjur Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 4.11.2008 kl. 18:13
Ekki ef ALLIR neita að borga....en samstaða er orð sem íslendingar skilja bara ef það fellur snjóflóð.....en ekki þegar " óvinurinn " er bara hugtak...ímynd eða einhver samnefnari fyrir illa útskýranlega hluti...við kunnum ekki að treysta hvort öðru.
Haraldur Davíðsson, 5.11.2008 kl. 01:26
Ég held að það skipti engu máli hvað BB gerir ef stór hluti þjóðarinnar tekur þá ákvörðun að ræna völdum sem ég tel persónulega réttlætanlegt miðað við vanhæfni þeirra og lygar.
Ég held að það sé ekki svo vitlaus hugmynd að neita að borga til bankana og sjá hvað skeður. En það þurfa lágmark 1500-2500manns að gera það til að það hafi einhver áhrif að viti.
Kveðja Skattborgari.
Skattborgari, 5.11.2008 kl. 01:44
Tek undir það að við skiljum eigi orðið samstaða, höfum aldrei skilið því við erum óttalegir snobbarar, en kannski vaknar fólk til lífsins núna.
Knús í daginn
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 5.11.2008 kl. 10:22
Nú er víst allt á fullu við að stofna "hvítliðasveitir", ábyggilega nóg til af fasistum og lítlemennum sem eru tilbúnir að svíkja landa sína og berja á þeim.
Georg P Sveinbjörnsson, 5.11.2008 kl. 18:05
Hvítstakkasveitir vildi ég sagt hafa.
Georg P Sveinbjörnsson, 5.11.2008 kl. 18:14
Það er viðloðandi framkvæmdavald sem starfar í óþökk borgaranna, og kemur fram við borgarana sem þegna....
Haraldur Davíðsson, 5.11.2008 kl. 18:41
þegn = þjónn/þræll
Georg P Sveinbjörnsson, 5.11.2008 kl. 18:54
Nákvæmlega.....
Haraldur Davíðsson, 6.11.2008 kl. 03:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.