28.12.2008 | 17:51
Að hengja bakara fyrir smið..........
Það er svo merkilegt hvernig saklausir þurfa oft að þjást fyrir syndir sem þeir drýgja ekki sjálfir. Sumir borga reikninga sem þeir stofnuðu ekki til, aðrir týna mannorðinu, vinnunni, vinunum, jafnvel fjölskyldunni. Sumir missa eigur sínar líkt og þeir sem áttu húsin við horn Lækjargötu og Austurstræti, og brunnu ekki alls fyrir löngu, og voru jafnvel vændir um að eiga einhvern hlut að máli...
...sem ég veit að er ekki rétt.
Nýlega barst mér það til eyrna að ófagleg uppsetning á ljósi í sjoppukrílinu Fröken Reykjavík, hafi verið valdurinn, (taka ber fram að það var enginn úr ágætri stétt rafvirkja eða úr hópi rafverktaka sem bera ábyrgð áþessu tiltekna verki)
Nú leikur mér forvitni á að vita hvort sú ábyrgð sem löggiltur rafvirki axlar við vinnu sína, yfirfærist ekki á leikmenn ganvart t.d. tryggingafélögum ? Þarna varð umtalsvert tjón fyrir eigendur húsnæðis og fyrirtækja sem voru þar til húsa, svo ekki sé minnst á menningarlegt stórtjón.
Nei, lágvaxnir virðulegir ófaglærðir rafvirkjar, með uppskafningsleg yfirskegg með snúningi, eiga ekki að setja upp loftljós.....hvað þá að búa þau til sjálfir.
Þá þarf ekki að skilja aðra eftir í súpunni, enda ber það vott um heiðni.........
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:53 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.