29.12.2008 | 16:34
Þeir sem leggjast niður með hundum, fá flær......
...og orðspor deyr aldrei, eða hvað ?
Ekki virðast meðlimir Ísland - Palestína álíta það, frekar en ríkisstjórn Íslands. Það er nefnilega enginn munur á blóðþorsta og drápum Hamas og Zíonista, og það er fráleitt að það þjóni neinu öðru en ofbeldinu að viðhalda þeim hugtökum sem hafa skapað þetta ástand. Meðan fólk er skoðað út frá öðrum forsendum en þeirri staðreynd að um fólk er að ræða, þá verður það í besta falli status quo sem hægt verður að ná fram.
Óbreyttir borgarar eru skotmörk beggja, báðir vega úr launsátri, báðir telja sig í höndum guðs síns og hafa þar með rétt og skyldu til að drepa annað fólk án nokkurrar eftirsjár eða miskunnar. Í ansi hreint mörg ár slátruðu kristnir líka hvor öðrum og öllum öðrum. Trúarbrögðin hafa á báða bóga verið misnotuð og afskræmd til að slátra fólki og niðurlægja, til að beina sonum gegn feðrum, dætrum gegn mæðrum, til að útrýma þjóðum.....
.....þjóðernishyggjuleg ofsatrú Zíonista og yfirgangur svokallaðra landnema, á sér held ég aðeins eina hliðstæðu og það er Nasjónalsósíalisminn, af öllum stefnum sem hægt er að reyna að líkjast, velja Zíonistar Nasismann, það er meðal annars til ný-nasismaflokkur í Ísrael!
En baráttuaðferðir Hamas minna líka óþægilega á vissan Úkraínumann sem þótti mikilvirkur böðull í þjónustu nasista, samviskulaus hernaður á hendur óbreyttum borgurum, í bland við deilur við " kollega " sína.
Hvorugur aðilinn á nokkra samúð eða stuðning inni hjá alþjóðasamfélaginu, það eru aðeins fórnarlömbin sem eiga samúð inni, en stuðninginn skyldi veita í það að hugsa um fólk, án formerkja eins svona eða hinsegin fólk. Skyldur okkar við meðbræður okkar liggja í samkennd með þeim ofsóttu ekki ofsækjendunum, liggja í fordæmingu ofbeldisins óháð hver beitir því.
Fólk hefur á þessum slóðum sem öðrum, sömu væntingar og ótta, sömu þrár og sömu vonbrigði og annarsstaðar. Munurinn er bara sá að það er líka sprengt í tætlur af ástæðum sem þeim er sama um og jafnvel ókunnugt um.
Sameinumst gegn ofbeldinu, ekki með öðrum hvorum.
FRIÐUR er samvinnuverkefni.
Vilja slíta samskipti við Ísraela | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
svo satt og rétt
Hólmdís Hjartardóttir, 29.12.2008 kl. 18:53
....og djöfullinn sat á steini og hló.....
Haraldur Davíðsson, 29.12.2008 kl. 21:55
Sammála Halli.
Rut Sumarliðadóttir, 31.12.2008 kl. 11:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.