7.1.2009 | 17:45
KILL'EM ALL! LET GOD SORT'EM OUT!
Auðvitað skiptir engu máli frekar en fyrri daginn, að þessar aðgerðir bitna helst á óbreyttum borgurum.
Andspyrnuhreyfingar hernámssvæða þjóðverja í seinni heimsstyrjöldinni, kærðu sig líka kollótta þótt dráp þeirra á þýskum hermönnum urðu til þess að grimmilegar hefndaraðgerðir hófust strax af hálfu SS og SD, þar sem jafnvel öllum íbúum heilu þorpanna var slátrað.
Himmler heimtaði að Varsjá yrði lögð í eyði vegna uppreisnarinnar í ghettóinu.
Frelsishreyfingar hafa alltaf réttlætt afleiðingar gjörða sinna með því að tilgangurinn helgi meðalið, ofbeldi er kúgunartól fátæka mannsins, sagði maður við mig um daginn, og lýsti sig tilbúinn að beita samborgarana ofbeldi til að koma sínu á framfæri og koma ríkisstjórninni frá. Þessi hugsun er hættuleg og fölsk, því ofbeldi færir okkur ekkert annað en meiðsli og dauða, meira ofbeldi.
Tími blóðhefndarinnar er liðinn, og undarlegt að vilja viðhalda henni.....en til er líka blóðsamviska, sem segir að aumingja mamma og pabbi þessa eða hins, hafi þjáðst svo mikið að nú megi þessi eða hinn, aðeins hefna sín...hann á það jú inni. Blóðsamviskan er ekkert betri en blóðhefndin, allt er þetta fyrst og fremst óður til ofbeldisins, við ýmist réttlætum ofbeldið eða beitum því....
....sorglegt.
Barist strax eftir vopnahlé | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Auga fyrir auga, tönn fyrir tönn er ein sorglegasta della sem borin hefur verið á borð sem speki.
Það má helst ekki taka afstöðu með öðrum aðilanum, heldur verður maður að fordæma ALLT ofbeldi, hver svo sem beitir, enda ákveðin öfl sem ala á hatri og ofbeldi um allar jarðir, þetta er jú svo atvinnu og gróðaskapandi, alldrei hörgull á fé til að þróa drápstól og framleiða í massavís og "bestu" vísindamenn heimsins keyptir til að vinna við vibbann, (meira að segja Einstein sem hafði megna fyrirlitningu á öllu stríðsbrölti komst ekki hjá því að leggja dauðaiðnaðinum krafta sína), hergagnaiðnaðurinn og tengd atvinnustarfsemi blómstrar sem alldrei fyr...svo er bara að kynda undir öllum stundum á réttum stöðum og sjá til þess að hatrið grasseri kynslóð eftir kynslóð (en þykjast um leið vera að vinna að friði)...sem reynist harla auðvelt.
Georg P Sveinbjörnsson, 8.1.2009 kl. 01:36
Hatrið gengur í erfðir, börnin eru alin á því og verða sjálf fyrir því strax sem ungabörn. Þau læra það fyrst, að óttast og hata.
Haraldur Davíðsson, 8.1.2009 kl. 13:14
úff hvað ég er sammála. Maður sér hvað fólk er reitt og tilbúið að gera á íslandi vegna missis á penningum, þessi börn eru að missi fjölskyldur, heilsu og líf. Það er ekkert skrítið þótt vítahringurinn haldi endalaust áfram.
Að til sé fólk sem réttlætir svona aðgerðir með auga fyrir auga og tönn fyrir tönn er bara sjúkt.
Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 8.1.2009 kl. 13:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.