Lög gera nú held ég, ráð fyrir því...

...að opinberar stöður séu auglýstar lausar til umsóknar, bankarnir eru ríkiseign...og ríkið..það er ég!

Annars er hið besta mál að ekkert sé sjálfgefið í þessu samhengi........ Pólitískar stöður í bankaráðum t.d. eru augljóslega ekki heppilegar, og stundum finnst mér að smæð okkar sem sjálfstæðrar þjóðar í stórum heimi, gefi okkur ekkert tilefni til að vera að halda úti flokkakerfi. Mun betra væri kannski að reka batteríið eins hvert annað fyrirtæki, ráða og reka, og kjósa einungis um réttarríkið, þeas, dómara, lögreglustjóra, ríkislögreglustjóra osvfr.

Með þessu sjónarmiði er ég samt ekki að útiloka Alþingi, sem mér finnst að þurfi að hefja aftur til vegs og virðingar, það er ótækt að þetta elsta löggjafarþing í heimi, geti ekki staðist ágjöf einkavinafélagsins og einstaklingspotara. Það er ótækt að þingið sé máttvana í eftirlitshlutverki sínu, þessu er alveg hægt að snúa við...EF við viljum.


mbl.is Bankastjórastöður auglýstar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Mótmælin eru að virka!

Hólmdís Hjartardóttir, 13.1.2009 kl. 23:28

2 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Það vona ég svo sannarlega..

Haraldur Davíðsson, 14.1.2009 kl. 00:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband