16.1.2009 | 17:43
Það vantar ekki hrokann í börn Davíðs...........
Gott hjá utanríkisráðuneytinu, við höfum ekkert að gera með þessa heimsókn og við ættum að slíta öllum samakiptum við Ísrael.
Það er enda ótækt að þeir líti svo á að þeir séu barasta velkomnir án nokkurs formála, Ísraelsk stjórnvöld eru ekki velkomin hér, í mínum bókum....nú vill örugglega einhver kalla mig gyðingahatara, þið getið sparað ykkur þau stóru orð á aðra en mig...
Heimsókn Ísraela til Íslands afþökkuð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
já gott mál
Hólmdís Hjartardóttir, 16.1.2009 kl. 17:52
Já þeir án nokkurs vafa hrokafyllsta þjóð heims. Ég man nú vel eftir því þegar Dorrit lenti í einhverju vegabréfsveseni þar um árið... þá sá maður alveg hvernig þeir haga sér.
En þú hefðir kannski átt að velja fyrirsögnina betur..Hr Davíðsson
Joseph (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 18:02
Þetta á örugglega líka við um mig...fer líklega eftir því hvern þú spyrð..hehehe
Haraldur Davíðsson, 16.1.2009 kl. 19:10
Þegar Davíð fór til Ísrael: http://mosi.blog.is/blog/mosi/entry/773195/
Guðjón Sigþór Jensson, 16.1.2009 kl. 21:04
Nei! Vont hjá utanríkisráðherra.
Hörmungarnar á Gasa eru sannarlega miklar en blóð saklausra Palestínskra borgara er fyrst og fremst á höndum Hamas. Ómeltur áróður Hamas rennur því miður vel niður hjá mörgum sem mynda sér skoðanir á grundvelli "body count" og nú er með þessari ákvörðun ekki í boði að heyra sjónarmið Ísraelsmanna.
Ákvörðun íslenskra stjórnvalda um fordæmingu er óskynsamleg, vanhugsuð og til þess fallin að enn fleiri saklausir borgarar láti lífið eins og ég færi rök fyrir hér
Obama virtist skilja klemmu Ísraelsmanna ágætlega þegar hann heimsótti Sderot síðasta sumar. Þú kannski tekur fremur mark á honum.
Sveinn Tryggvason, 17.1.2009 kl. 00:24
Nei gott hjá utanríkisráðherra, ef þú lest aðrar greinar mínar þá sérðu að ég tek ekki afstöðu með Hamas, þvert á móti. Ég er hinsvegar harður á því að við eigum að slíta öllum samskiptum við báða aðila, fordæma báða aðila, og það ættu allir aðrir að gera líka. Stuðningur við annan aðilann í þessu sóðastríði, er þátttaka í ofbeldinu.
Yfirlýsing íslenskra stjórnvalda er í fullkomnu samræmi við þá stöðu sem ég vil sjá íslendinga í, þeas friðelskandi þjóð sem ekki fer með hernaði á hendur öðrum.......
......en Dabbi og Dóri skildu okkur samt eftir með blóðugar hendur...
Þeir sem vilja sýna öðrum aðilanum stuðning ættu að drífa sig niðureftir og taka þátt í alvöru, ekki bara væla hér heima um að annar sé skárri en hinn.
Það færi þér betur að fordæma ofbeldið Sveinn, en ekki að reyna að réttlæta það, blóðhefndin skilar engu nema meira ofbeldi, meira blóði og meiri hefndarskyldu,
Haraldur Davíðsson, 17.1.2009 kl. 14:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.