20.1.2009 | 14:31
Ofbeldi kallar aðeins á meira ofbeldi......
Stjórnvöld sem þurfa að beita fyrir sig vopnaðri lögreglu, eru ekki stjórnvöld fólksins.
Nú þarf lögreglan í Reykjavík að ákveða hvort hún ætlar í stríð við samborgara sína eða ekki, það styttist í að fólkið líti á lögregluna sem varðhunda spillingarinnar, og hvað gerist þá ? Ætla lögreglumenn að leyfa stjórnvöldum að gera lögregluna að andliti spillingarinnar, ætlar lögreglan að kyngja því þegjandi að vera beitt sem hverjum öðrum gjammandi varðhundum?
Persónulega lít ég svo á að þeir séu borgarar rétt eins og ég, með skuldir og skyldur og þeir þurfa líka að kaupa í matinn. Hinsvegar fer að koma tími á að menn innan lögreglunnar sýni samstöðu með samborgurum sínum og láti misvitra pólitíska hagsmunapotara ekki misnota sig sem vopnaðar prívat varðsveitir. Ég lýsi hér með eftir aðgerðasinnum innan lögreglunnar, fólk sem neitar að ráðast á samborgarana, neitar að beita vopnum á vopnlaust fólk, neiti að vera HUNDAR!
Piparúða beitt við þinghúsið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:52 | Facebook
Athugasemdir
...og þetta segir þú þó að þú haldir því jafnframt fram á þessari síðu þinni að ekki sé til nein röng afstaða.
Þorgeir Ragnarsson (IP-tala skráð) 20.1.2009 kl. 14:40
Sammála Halli! Virkilega sammála!
Guðsteinn Haukur Barkarson, 20.1.2009 kl. 14:47
Þetta er sorgleg staða Guðsteinn, lögreglan á að taka hitann af þessu öllu saman, það er ekki rétt, hvorki gagnvart þeim né okkur hinum...ég óttast framhaldið ef lögreglan á að verða hinn sýnilegi armur stjórnvalda sem eru að misnota þá...
Haraldur Davíðsson, 20.1.2009 kl. 14:55
Lögreglan er að vinna vinnu sina og skil ekki svona bull
Jón Rúnar Ipsen, 20.1.2009 kl. 15:05
Lögreglan er misnotuð sam framkvæmdaarmur alræðisafla, það stendur hvergi í stjórnsýslulögum að lögreglu beri að gæta hagsmuna stjórnmálaflokka eða einstakra lýðskrumara Jón Rúnar.
Valdbeiting af fyrra bragði gegn stjórnarskrárbundnum rétti fólks til að segja skoðun sína, hvort sem það er gert með hávaða eða ekki, er röng leið, ekki síst fyrir lögregluna, hver græðir á því að lögreglunni sé beitt á þennan hátt?
Haraldur Davíðsson, 20.1.2009 kl. 15:17
Þetta er rétt hjá Jóni Rúnari, löggan er aðeins að gegna starfi sínu. En eins og þú segir þá er hún misnotuð og ætti í raun að standa með okkur. Fá þeir ekki sömu reikninga og við?
Annars þætti mér vænt um að fá þitt listamanna álit af þessari mynd sem ég var að teikna af Geir Haarde.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 20.1.2009 kl. 16:44
Löggan er hálfgerð KGB sveit út af BB
Alexander Kristófer Gústafsson, 20.1.2009 kl. 17:56
Myndin var góð, og ég ítreka að það er verið að misnota lögregluna.......og hún ætlar greinilega að verða andlit spillingarinnar, varðhundar spillingarinnar, ég var skríll í dag og bað bræður mína og systur í lögreglunni að ganga í raðir okkar, sínar raðir. Það sem ég hafði útúr því er brotin tönn og brotin gleraugu.
Haraldur Davíðsson, 20.1.2009 kl. 21:29
Óttinn er sterkt stýriafl.
Haraldur Davíðsson, 21.1.2009 kl. 01:40
Þorgeir, ég sá ekki athugasemd þína strax, en já ég segi það, og það er vegna þess að umræðan er mikilvægari en skoðanir okkar allra. Að ekki sé til röng afstaða er einungis undistrikun á því að öll sjónarmið ættu helst að koma fram....hver er þín afstaða, önnur en sú að þú vilt frekar fara útí eitthvað rugl en ekki umræðuna ?
Haraldur Davíðsson, 21.1.2009 kl. 01:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.