23.1.2009 | 01:39
Góður dagur í dag......
....allir dagar án ofbeldis eru góðir dagar. Það er vonandi að ofbeldisseggir þeir sem svo sannarlega hafa verið að láta ljós sitt skína, beggja vegna línunnar, séu nú búnir að átta sig annaðhvort á því að ofbeldi kallar aðeins á meira ofbeldi, eða því að fólk vill almennt ekki ofbeldi og er að snúast gegn þeim sem eru að mótmæla. Atburðir gærdagsins sýndu það svo ekki var um villst, að það er algerlaga tilgangslaust, í þessari báráttu fólksins við gerónýt stjórnvöld, að fólkið sé að berja hvert á öðru.
Samstaða um að halda baráttunni áfram án ofbeldis, og að lögreglan og mótmælendur sýni hvor öðrum virðingu, er það skynsamlegasta sem hægt er að gera í þessari stöðu. Margir lögregluþjónar eru eflaust á máli fólksins og vill ríkisstjórnina burt. Við stöndum vaktina fyrir þá, og þeir fyrir okkur.
Friður er samvinnuverkefni.
Mótmælt í góðri sátt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Löggan finnur fyrir þessari kreppu alveg eins og við hin og hækkun á lánum kemur við þá líka. Lögregluþjónarnir eru menn alveg eins og við og mér fannst það gott þegar það var farið að gefa þeim blóm og finnst að fleiri mættu gera það.
Hannes, 23.1.2009 kl. 01:58
Alveg rétt.
Haraldur Davíðsson, 23.1.2009 kl. 02:42
Velti fyrir mér hversu stór hluti mótmælenda geri sér grein fyrir raunverulegum ástæður kreppunnar, en myndin sem ég tala um hér fyrir neðan (sá hana sjálfur 2005) skýrir það ítarlega út á öfgalausann hátt.
Veit vel að þú þekkir þessa hlið mála Halli og margir af föstum lesendum þínum, yngri kynslóðir virðast nokkuð upplýstari um þessa svikamyllu finnst mér af tali við fólk á öllum aldri um hrunið og utanaðkomandi áhrifavalda þess.
Geir Hilmar Haarde og reyndar íslendingar allir þurfa að horfa á þessa mynd, "The Money Masters", afar vönduð heymildarmynd frá 1996 sem skýrir mjög vel afhverju það er kreppa og fyrri kreppur sem og hengingartak það sem klíka alþjóðlegra bankaskúrka hefur á öllum þjóðum, hvernig þeir náðu undir sig Bandaríkjunum(endanlega 1913), hvernig Aljóðlegi Gjaldeyrissjóðurinn kemur inn í dæmið seinna meir, hvernig það er hagur þessarar klíku að halda öllum þjóðum í skuld með skipulögðum kreppum og stríðum/styrjöldum.
Það reynist mörgum erfitt að horfast í augu við slíkan hráskinnaleik og hvernig þjóðir heimsins eru hafðar að leiksoppar öld eftir öld, öllum er þó hollt að horfast allavegana smástund í augu við óvininn og skilja hvernig hann hugsar, nú eru ekki tímarnir fyrir sjálfsblekkingu því að nú fara hlutirnir að gerast hratt og þessi þjóð þarf einhvernveginn að losna úr klóm þeirra afla sem gera okkur að skuldaþrælum kynslóð eftir kynslóð. Í lok myndarinnar (sem segir fyrir 9 árum fyrir um hrunið mikla sem nú er í gangi, þó að höfundurinn hafi sennilega reiknað með því að Peningameistararnir myndu láta til skarar skríða nokkuð fyrr er raunin varð) er líka talað um lausnir og hvernig hægt sé á raunhæfann hátt að brjótast undan þessum óskapnaði. Hér á landi sem annars staðar er vissulega fyrsta verk að losa sig við spilltustu stjórmálamennina og koma heiðarlegu fólki að stjórn. Sækja ræningja til saka síðan þegar búið er að koma varðhundum þeirra frá og endurheimta sem mest af þýfinu.
En í alls bænum horfið á hana sem ekki hafa séð og skiljið hvað hún upplýsir og augljóst samhengið við klípuna sem búið er að ginna íslensku þjóðina í ásamt fleyrum. Hverrar mínútu virði þó löng sé, afar augnaopnandi.
Georg P Sveinbjörnsson, 23.1.2009 kl. 03:16
Þakka þér kærlega fyrir þetta Georg, og ég hvet alla til að líta á. Það er gott að einhverjir eru að leita lausna en ekki bara riding the tide Georg...
Haraldur Davíðsson, 23.1.2009 kl. 03:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.