Börnin manns geta gert mann svo stoltan.......

Kæra lögregla.

"Ég sendi þetta bréf vegna mótmælana á Austurvelli og hvernig þið farið með almenna borgara. Það er í lagi að stoppa fólk og kannski beita piparúða en bara í litlu magni, en að berja bara eitthvert í einhverja í hausin og andlitið bæði unga sem aldna það er mjög hræðilegt. Hvernig finndist ykkur ef að einhverjir berja ykkur í hausinn fyrir að lemja potta og pönnur er hneyksli. Ég veit að fólk fór að brenna og kveikja eld en þá er bara að beina fólki frá. Þetta gætu verið ömmur ykkar og afar sem að þið eruð að berja eða mömmur ykkar og pabbar það skiptir ekki máli því að öll erum við skyld. Ég er bara að benda ykkur á það að HUGSA ÁÐUR EN ÞIÐ GERIÐ NOKKUÐ!!! Almennir borgarar þjást vegna kreppunar eins og þið en að gera svona lagað setur landið efst á svarta lista ofbeldis í heiminum. Ef að þessu linnir ekki fer ég á Austurvöll næsta laugardag og held ræðu og ef þið beitið mig sama ofbeldi og aðra almenna borgara þá kæri ég ykkur með köldu blóði! Þið haldið kannski að ég sé fullorðin en ég er aðeins ellefu ára og ég er alls ekki hrædd við ykkur og ég mun hvetja mótmælin og halda ræðu á laugardaginn ef þið takið ekki ykkur tak. Ég vil bara að þið setjist niður allir lögregluþjónarnir kannski á kaffistofunni og ræðið saman um það sem þið hafið gert og reynið að bæta það.
Lifi byltingin.
Þórkatla Haraldsdóttir 11 ára."

Þetta er bréf sem dóttir mín samdi og sendi í tölvupósti til Stefáns Eiríkssonar lögreglustjóra, ég vil taka það fram að hún tók þetta upp hjá sjálfri sér og skrifaði bréfið og valdi viðtakandann sjálf.

Það er kannski von um réttlæti eftir alltsaman...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Frábær stúlka sem þú átt, til hamingju með hana

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 23.1.2009 kl. 03:29

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

http://huxa.blog.is/blog/huxa/entry/780653/#comments   Mín færsla frá því fyrr í kvöld :) Dóttir mín 11 ára sagði að hún og vinkona hennar hefðu byrjað þessi mótmæli

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 23.1.2009 kl. 03:31

3 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Já það er kannski von til þess að börnin bjargi sér betur en við..

Haraldur Davíðsson, 23.1.2009 kl. 03:34

4 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

á ekki langt að sækja það 

Hólmdís Hjartardóttir, 23.1.2009 kl. 08:21

5 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Tek undir allt ofanskrifað. Flott stelpa.

Rut Sumarliðadóttir, 23.1.2009 kl. 12:03

6 Smámynd: Emma Agneta Björgvinsdóttir

Vá hún er frábær!

Emma Agneta Björgvinsdóttir, 23.1.2009 kl. 13:00

7 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Takk fyrir dömur, ég er ákaflega stoltur af stelpunni og vona að hún haldi áfram að láta sig hlutina skipta máli.

Haraldur Davíðsson, 23.1.2009 kl. 13:08

8 Smámynd: Alfreð Símonarson

Já mörg börn skilja ástandið jafn vel, ef ekki betur en margir fullorðnir. Persónulega hef ég talað um hrottaskap lögreglumanna og hvernig lögreglumennirnir sem vilja lög og reglu eru getulausir við að stoppa af sadistanna. Hún dóttir þín veit alveg hvað þarf, þeir þurfa opna umræðu og ræða þessi mál sín á milli í von um árángur. Ég tek undir með henni og öskra Lifi Byltingin!!

Alfreð Símonarson, 23.1.2009 kl. 13:18

9 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Já hún er stundum alltof involveruð en ekki dettur mér í hug að stoppa hana, nema hún stefni í voða....

...börnin geta breytt heiminum, ekki við.

Haraldur Davíðsson, 23.1.2009 kl. 13:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband