23.1.2009 | 15:53
Ég óska Geir góðs bata, og fagna afsögn ríkisstjórnarinnar,en....
...vil ítreka það sem ég hef áður sagt, að ef við kjósum í vor um sömu flokkavitleysuna og áður, þá erum við að brosa og biðja um meira af spillingu, meira af ósvífinni flokkahagsmunagæslu og meira af einkavinafélögum....þetta eru ekki þær breytingar sem ég vil sjá!
Burt með þingræðið! Það er óþolandi að meirihluti á þingi þýði sjálfkrafa meirihluti í ríkisstjórn. Þannig sitja menn beggja vegna borðs löggjafa og framkvæmdavalds, sem er lykillinn að þeirri óstjórn sem nú ríkir. Flokkshagsmunir ná inn í ríkisstjórn, og gráðugir stjórnmálamenn, með annan fótinn í viðskiptum, setja lög um viðkipti, sjá um að þeim sé framfylgt og skipa dómarana sem fólk á að geta leitað til gegn ríkisvaldinu.
Inn í þetta gegnrotna kerfi sogast svo besta fólk, hugsjónafólk með eldmóð og kjark, en það hverfur, gufar upp sem dögg fyrir sólu...kafnar í grjótmulningsvél floksshagsmunanna.
Látum ekki hugsa fyrir okkur lengur, gerum það sjálf, við getum það alveg ef við viljum. Tækifærin hér eru óendanleg, auðlindir okkar eru miklar, fólkið duglegt, og við þurfum bara að ákveða að gera þetta saman og sjálf, við getum svo sannarleg náð fyrri hæðum aftur, en við getum það ekki með innistæðu nema við gerum það sjálf. Við erum nú þess vísari, að hjarðeðli flokkakerfisins virkar ekki fyrir okkur, okkur hugnast ekki sjálfgræðisstefnan, og við viljum upplýsingar um hvað er að gerast á hverjum tíma. Við erum þess vísari að við viljum að lífeyrir okkar og sparnaður sé tryggur, og það sé ekki hægt að spila Black Jack með hann.....nú er það okkar að sjá til þess að svo verði sem við viljum.
Geir: Kosið í maí | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ríkisstjórnin er ekki búin að segja af sér og er ekki að fara að gera það. Fagnaðu ekki strax.
Arnar (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 16:04
Eru ekki boðaðar kosningar í vor? Og ég er svosem ekkert að fagna..
Haraldur Davíðsson, 23.1.2009 kl. 16:12
Það kemur að því, ekki gefast upp, við hættum ekki fyrr. Og hana nú.
Rut Sumarliðadóttir, 23.1.2009 kl. 16:13
þetta er ekki búið
Hólmdís Hjartardóttir, 23.1.2009 kl. 16:44
Ekki er ég að gerast upp, svo sannarlega ekki, ég er aðeins að benda á að þetta er sýndarsigur í raun því það er enginn munur á kúk og skít....ég vil ekki flokkakosningar í vor...það er algjör tímasóun....
Haraldur Davíðsson, 23.1.2009 kl. 17:47
Þessar kosningar munu ekki skipta nokkra máli nema það komi fram ný framboð sem eru óháð þessum flokkum sem fyrir eru. Ef það gerist og þau fá menn inn þá er hægt að breyta og henda vanhæfum einstaklingum út en það er erfitt fyrir ný framboð að koma fram útaf því að þeir sem hafa hagsmuna af spillingunni geta styrkt sína flokka ásamt því að stjórnvöld hafa komið því þannig fyrir að flokkarnir fá ríkisstyrki en það á bara við þá sem eru á Alþingi núna.
Við skulum vona að það verði miklar breytinga í þessum konsingum því að það veitir ekki af þeim.
Hannes, 23.1.2009 kl. 20:52
Erfiðast er að fá fólk til að sjá að þetta ríkjandi kerfi virkar ekki, meira að segja nú, þegar þetta system er búið að keyra okkur í kaf.
Fólk vill samt kjósa um sömu vitleysuna......Og já heldur betur þurfum við breytingar..
Haraldur Davíðsson, 23.1.2009 kl. 21:20
Það er rétt að þetta kerfi virkar ekki og hefur ekki gert lengi. Stundum þarf að henda gömlu kerfi sem virkar ekki og koma með alveg nýtt sem virkar mun betur alveg eins og maður hendir ónýtum bíl.
Hannes, 24.1.2009 kl. 01:42
Einmitt, fólk er bara í afneitun, hrætt við það óþekkta. En lýðveldið okkar er ungt, og við þurfum ekkert að skammast okkar fyrir að vera enn að móta það. Það er bara eðlilegt, og okkur gengur svosem ekkert illa, svona í heildina litið, en rétt eins og konungsríkið hentaði okkur ekki lengur þá hentar ríkjandi kerfi ekki heldur.
Við höfum gert þetta áður við getum gert þetta aftur.
Haraldur Davíðsson, 24.1.2009 kl. 02:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.