24.1.2009 | 16:12
Ónei er skríllinn enn að rífa kjaft, getur þetta fólk ekki bara etið kökurnar sínar ?
Makalaust að fylgjast með hvítliðunum sem ryðjast fram á ritvöllinn (nafnlaust oftast nær), og kalla okkur skríl, hryðjuverkamenn, pakk, ruslaralýð og ég veit ekki hvað og hvað. Ábyrgðarlausir æsingamenn, sem vilja ekkert frekar en sundrungu almennings og sá þessvegna eitri sínum nafnlaust.
Svona fólk er ekkert betra en ofbeldisseggirnir, hvítliðarnir vinna aðeins að einu marki, skapa óróa, ósætti og átök, þeir eru hins vegar svo huglausir að þeir þora yfirleitt ekki að koma fram undir nafni, og síst að mæta sjálfir og gera eitthvað í málunum. Ég minnist þess ekki að hafa orðið var við einn einasta hvítliða í skjaldborginni um lögregluna við Stjórnarráðið, ekki einn var með þann 20. þegar ég og fleiri stóðum allt kvöldið við hlið lögreglu og beindum óeirðaseggjum annað, onei, það vorum við skríllinn og hryðjuverkamennirnir sem lögðum okkur í hættu fyrir lögregluna...Hvar voruð þið ?
Heima vælandi ofan í bjórinn geri ég ráð fyrir.
Mikill fjöldi á Austurvelli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Allt er hey í harðindum, sbr. ummæli Harðar. Allt notað til að reyna að sundra samstöðunni. ullabjakk.
Rut Sumarliðadóttir, 24.1.2009 kl. 16:17
Málið er bara að mótmælendurnir eri orðnir miklu fleiri en meðmælendurnir þannig að nú þurfa meðmælendur að mótmæla. Nafnleysið kemur hinsvegar ekki þessu við þótt fáeinir nafnleysingjar hafi komið óorði á alla stéttina.
Offari, 24.1.2009 kl. 16:29
Nafnleysið angrar mig ekki neitt Offari, meðan ekki er um persónuárásir eða níð að ræða, hitt er annað að það eru ótal tröll að reyna að spyrða mig við hryðjuverk, ofbeldi og VG. Sé ekki til kjarkur til að kasta skít undir nafni...ja þá ættu menn kannski bara að þegja?
Ég fyrirlít svona fólk á sömu forsendum og ofbeldisseggina, þetta eru þeir sem æsa til ofbeldis en þora ekki að mæta sjálfir, þora ekki einu sinni að skrifa undir nafni, vilja bara sjá allt fara í bál og brand.
Haraldur Davíðsson, 24.1.2009 kl. 16:42
Þeir sem eru að gagnrýna mótmælendur eru hræddir því að þeir sjá að þau eru farinn að hafa áhrif.
Hannes, 24.1.2009 kl. 17:41
Óttinn er vissulega til staðar, og hugleysið líka.
Haraldur Davíðsson, 24.1.2009 kl. 17:52
Pfff, ég er ekkert hrædd við að gagnrína hvernig hefur verið komið fram. Ég býst við að afþví ég er ekki hlynnt því ofbeldi sem hefur farið fram er ég hvítfliði, hmmm... hvað var það meir, bankastarfsmaður sem rænir alla innan frá, fasisti, að bregðast skildu minni sem almennri borgari og ég veit ekki hvað. Ég er meir að segja búin að fá 2 nafnlaus hótunarbréf vegna þess að ég vil ekki styðja það sem hefur verið að gerast. Alveg sama hvort það hefur haft áhrif eða ekki. Að kúga eitthvað fram með ofbeldi er eitthvað sem ég styð aldrei.
Svo þeir sem eru að berjsast fyrir "fólkið" eru virkilega líka að ráðast á "fólkið" ef það er ekki sammála. Hvaða rugl er það? Allavega ekki lýðræði, bara önnur tegund af kúgun.
Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 24.1.2009 kl. 19:48
Þú ert ekki hvítliði í mínum huga Nanna, síður en svo. Hvítliðar eru þeir hinsvegar, sem eru að hvetja lögreglu til meira ofbeldis, þeir sem eru að hóta mótmælendum osvfr. Þetta fólk er fólkið sem ég er að tala um, það er ekki beint friðarástin eða samstaðan, sem knýr það áfram.
Þegar lögreglan og almenningur slást, þá er fólkið að berja hvert annað...sem er mjög sorglegt. Þess vegna eru þeir sem hvetja til meira ofbeldis, litlu skárri en þeir sem beita því.
Haraldur Davíðsson, 24.1.2009 kl. 20:35
Sammála því. Best væri ef lögreglan þyrfti ekki að beita neinu afli, en þá þurfa þeir líka hvíld á milli vakta og ekki þessar stanslausu árásir á þá. Sorglegt að sjá fólk berjast svona.
Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 24.1.2009 kl. 20:42
Einmitt, og þú mátt alveg trúa því að ég veit að mjög margir lögregluþjónar vildu heldur standa okkar megin með pott og sleif, en við stöndum vaktina fyrir þau. Ég veit líka að þeim var stillt upp sem fulltrúum huglausra stjórnvalda, sem sýndu þess engin merki að ætla að reyna að höndla ástandið öðruvísi en með ofbeldi. Sýndu engin merki þess, fyrr en fólkið sjálft ákvað að ofbeldi gengi ekki....þá urðu stjórnvöld líka hrædd.
Haraldur Davíðsson, 24.1.2009 kl. 21:04
Það þarf að kæfa allt ofbeldi í fæðingu.
Lögregla hefur sagt að þeir sem ganga lengst séu góðkunningjar hennar. Fólk sem ýtir sér mótmælin. Ég býst við að ansi margir lögreglumenn styðji í raun mótmælin
Hólmdís Hjartardóttir, 24.1.2009 kl. 21:11
Ég veit að mörg þeirra gera það, og ekkert skrýtið við það, þau eru fólkið eins og við.
Haraldur Davíðsson, 24.1.2009 kl. 21:15
Kveðja
Sporðdrekinn, 25.1.2009 kl. 01:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.