Samstarfinu slitið....en hvað með flokkakerfið, heldur einhver að það breyti einhverju...

...að halda áfram í sama ruglinu?

Við þurfum nýtt kerfi, nýja nálgun. Ekki sömu súpuna úr sama pottinum, bragðið leynir sér ekki þótt einhver hafi skipt um lit á henni....


mbl.is Stjórnarsamstarfi lokið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Emma Agneta Björgvinsdóttir

Já það er djöf# óbragð af þessari naglasúpu. Nú fara menn svo að benda á hvorn annan ,,Það varst þú... nei þú" og gera sig fína fyrir kosningabaráttu, því að engin kann að skammast sín. Mistökin eru nefnilega hinum að kenna! þessi veruleikafirring er svo rosaleg

Emma Agneta Björgvinsdóttir, 26.1.2009 kl. 13:31

2 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Nei Emma, þessi súpa er ekki mannamatur...og ég trúi því ekki að fólk ætli að taka mark á þessu, eða vera sátt núna.

Látum ekki deigan síga, lýðveldið okkar er ungt, og við þurfum ekki að óttast, né skammast okkar fyrir það að byrja upp á nýtt, það er bara eðlilegt. Við höfum áður ákveðið að ráðast í það risaverkefni að byggja frá grunni, við gátum það þá, og við getum það aftur.

Haraldur Davíðsson, 26.1.2009 kl. 13:52

3 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Flokkakerfið er löngu úr sér gegið fyrirbæri. Það á að ráð fólk í þessi störf með menntun og reynslu á því sviði sem það vinnur. T.d. ekki dýralækni í fjármálaráðherradóm og svo framvegis.

Ég trúi því að Jóhanna sé heiðarlegur pólitíkus. Þar með  held ég að það sé upp talið. En ansi margir hafa misst trúna á Samfó.

Held að við þurfum að stokka vel upp og hvað höfum við að gera með rúmlega 60 manns á þingi svona lítið land. Eins og eitt hverfi í London t.d. Það þarf að endurhugsa og smíða allt stjónkerfið.

Rut Sumarliðadóttir, 26.1.2009 kl. 14:59

4 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Sammála, og ég vil byrja á að kljúfa endanlega milli löggjafa og framkvæmdavalds. Burt með þingræðið!

Hagsmunir stjórnmálaaflanna eiga ekkert erindi yfir borðið til stjórnar ríkisins.....

....og er einhver sáttur við að dómarastöður séu pólitískt skipaðar ? 

Þingið á að auglýsa stöður ráðherra lausar til umsóknar, fá til sín umsóknir merktar dulnefnum. Fara svo yfir það hvaða umsóknir og ferilskrár lofa mestu, velja þær úr (x fjölda) og leggja undir þjóðina, en ath að enginn veit hvern hann er að kjósa fyrr en kannski á kjördag. 

Ef ferilskrá er til athugunar, en ekki nafn, þá verður ekkert prófkjör annað en umsóknin, og engin atkvæðakaup eða veiðar. Ekkert skítkast og margfalt minni kostnaður.

Sameignarfyrirtækið Ísland á að reka á sömu forsendum og í atvinnulífinu, eins og frekast er unnt.

Haraldur Davíðsson, 26.1.2009 kl. 15:14

5 Smámynd: Halla Rut

Nú gengur jú allt út á að halda þessu flokksræði. Engin af þeim er að hugsa um þjóðarhag. Eingöngu er verið að hugsa um vald og stöður fárra manna.

Halla Rut , 26.1.2009 kl. 19:27

6 Smámynd: Hannes

Það eru allir að hugsa um sjálfa sig og þetta er leið ISG til að reyna að bjarga andlitinu fyrir kosningar. Það að hún hefði viljað vera forsætisráðherra hefði komið henni illa og látið hana líta illa út þess vegna var ákveðið að reyna að koma Jóhönnu þangað enda er borið meira traust til hennar en hinna ráðherrana hjá XS.

Hannes, 26.1.2009 kl. 19:31

7 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Lokksræði er brjálæði....

Skákmeistarar SF ættu að hafa vit á að reyna ekki að plata okkur meira...

Haraldur Davíðsson, 26.1.2009 kl. 19:51

8 Smámynd: Halla Rut

Ég skal lofa þér því Haraldur að helmingur þjóðarinnar á eftir að falla fyrir þessu. Það er alveg merkilegur andskoti (afsakið orðbragðið) hvað fólk er tilbúið að trúa.

Halla Rut , 26.1.2009 kl. 22:14

9 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Já merkilegur andskoti...en þá er að hafa hátt, og letja fólk eins og hægt er.

Annars held ég að nú komi svo mikill skítur upp á yfirborðið, að það fækki í þeim hópi...

..toppurinn á ísjakanum og allt það..

Haraldur Davíðsson, 26.1.2009 kl. 23:16

10 Smámynd: Hannes

Þetta komment setti ég inn áðan á eina bloggsíðu og set það inn aftur hér enda á það jafn vel við hér.

það sem mér finnst fyndnast er að nú kenna þau hvort öðru um fallið eins og smákrakkar sem eru að reyna að komast hjá því að verða skömmuð.

Það að stjórnin féll er báðum aðilum að kenna. Kröfur XS var ekki hægt að mæta af hálfu XD og það að XD neitaði að reka Davíð var erfitt fyrir XS að sætta sig við. Þetta var báðum flokkum að kenna og að hvorugur neitar að viðurkenna nokkra sök og kennir hinum um sýnir ótrúlega mikla veruleikafirringu og að hvorugum flokknum er treystandi.

Smá viðbót. Það mun margt koma í ljós og bæði XS og XD munu reyna að fela sín mistök í þeirri von að allmenningur treysti þeim.

Hannes, 26.1.2009 kl. 23:23

11 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Uss, talaðu ekki svona um börnin...

Já það er víst að nú verður galdrað og grafið, og allir fara á fullt að reyna að sannfæra fólkið..og sjálfa sig ...um að ekkert sverti heiður þeirra....HAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHA! Úff..maður pissar næstum á sig af hlátri við tilhugsunina um sirkusinn sem er að fara að hleypa inn í tjaldið...

...LET THE GAMES BEGIN!!

Haraldur Davíðsson, 26.1.2009 kl. 23:30

12 Smámynd: Hannes

Ja ætli að það sé ekki illa gert að líkja þeim við smákrakka smákrakkana vegna. Sennilega eru rottur betri samlíking og þá er ég að tala um ræsirrottur.

Það verður reynt og það mum takast að grafa eitthvað en ég er viss um að það mun nóg koma upp á yfirborðið til að valda þeim virkilegum vandræðum.

Hannes, 26.1.2009 kl. 23:47

13 Smámynd: Halla Rut

Ég vona bara að fólk falli ekki fyrir þessu rósarspili hennar Ingibjargar Sólrúnar þótt nokkuð klárt sé hjá henni.

Halla Rut , 27.1.2009 kl. 01:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband