Hugtök og merking þeirra og meining.

Jafnrétti er vinsælt hugtak, mikið notað og blómum prýtt í meðförum sumra. Þetta ágætis hugtak er búið að þynna svolítið út á undanförnum árum, svo mjög reyndar að það hefur hlotið nýja merkingu...kvenréttindi.

Ég geri mér fullkomnlega grein fyrir launamisrétti kynjanna, sem mér þykir ógeðfelld staðreynd, en misrétti verður ekki bætt með meira misrétti, eins og sumir vilja meina. Upp eru sprottin ný hugtök sem eiga að vera eins konar "disclaimer" á hugtakið jafnrétti, hugtök eins og "jákvæð mismunun".

Nú eru sjálfsagt einhverjir lesendur farnir að hugsa sem svo að ég sé eitthvert rembusvín,en mér er sama. Það er kominn tími til að endurhugsa hvernig við notum hugtak eins og jafnrétti....hjá Kaupþingi virðist sem svo að einungis konur falli undir jafnréttishugtakið...hvernig sem farið var að því að komast að þeirri niðurstöðu að jafnréttislög hafi verið samin fyrir konur eingöngu.

Ég rökræddi þetta mál við vinkonu mína sem er mikil kvenréttindakona, og um leið og ég lýsti yfir efasemdum mínum um gagnsemi "jákvæðrar mismununar", var ég samstundis stimplaður karlrembusvín, og það þótt ég benti á að þessi hugsun gæti líka ýtt hæfri konu úr vegi fyrir minna hæfum karli.

Ég var semsagt að halda því fram að það væru færri hæfar konur en karlar....þvílíkt bull!

Það eru klárlega til jafnmargir hæfir einstaklingar af báðum kynjum, og það ætti ekki að þurfa að mismuna einum eða neinum til að framfylgja jafnréttislögum...það er nefnilega dálítitð skrýtið að nú vilja sumir láta þau lög sem sett voru til að tryggja jafna stöðu kynjanna, víkja fyrir meðvitaðri mismunun...og það á forsendum kynferðis...til að ná fram jafnrétti sem felur í sér kynbundna mismunun...hmmmm....þetta er býsna mikil öfugþróun....

...fólk er fólk, og þegar kemur að embættisveitingum, þá er fólk annaðhvort hæft eða ekki. Þar skiptir engu máli hvort maður pissar standandi eða sitjandi...ekki frekar en hvort maður er örvhentur eða rétthentur...ég vil hvetja fólk sem er umhugað um jafna stöðu og rétt kynjanna, til að láta ekki blekkjast af svona ranghugsun, við bætum ekki misrétti með meira misrétti.

Góðar stundir...til ykkar allra.


mbl.is Hugsanlega brot á jafnréttislögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Offari

Ef konurnar sem sóttu um starfið voru hæfari en karlarnir er bara sjálsagt að þær fái starfið þótt þær séu ekki karlmenn.

Offari, 27.2.2009 kl. 16:17

2 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Að sjálfsögðu...að því gefnu að svo hafi verið...hæfni er það eina sem skiptir máli...en þetta undirstrikar gagnsleysi jafnréttislaga sem ekki gilda nema eftir dúk og disk.....ég er aðeins að velta fyrir mér hvað hefði gerst ef þetta sneri hinsegin...þeas bara karlar í stöðunum...ég hræddur um að "jafnréttissinnarnir" hefðu látið heyra í sér þá, en hvernig stendur á þögn þeirra nú?

Hvað er jafnrétti?

Haraldur Davíðsson, 27.2.2009 kl. 16:35

3 Smámynd: Jóhannes H. Laxdal

Það eru til tvær tegundir af Femínistum.  Þessar sem vilja fá störfin af því að þær eru konur, og þær sem vilja fá störfin af því að þær eru hæfar í þau.

Útaf látunum í þeim fyrrnefndu þá snýst þetta ekkert lengur um Kvenréttindi eða Jafnræði,  þær eru farnar að láta þetta snúast um kvenforréttindi.

Spurningin er hvorn hópinn styður þú?

Jóhannes H. Laxdal, 28.2.2009 kl. 00:49

4 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Er það ekki augljóst?

Haraldur Davíðsson, 28.2.2009 kl. 01:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband