Actavis að byrja aftur á framleiðslu eins mest misnotaða verkjalyfinu í USA...

...Hillbilly-heróín er það kallað, ásamt lyfinu Oxycontin. Þessi tvö lyf eru heróín sveitamannsins..og fína fólksins sem kemst illa í heróín og/eða kæmust ekki upp með notkun heróíns..svo er sjálfsblekkingin auðveldari með læknalyfin..."þetta er lyf..ég fékk þetta hjá lækninum...ég er ekki að nota dóp.."

Hér á landi er lyfið Contalgin það lyf sem mest er notað af þeim sem væru að nota heróín ef þeir kæmust í það, það er líka það  vímuefni sem drepur flesta vegna ofskömmtunar og líffærabilunar...

...en enginn vill samt kalla Actavis dópframleiðanda...neeeeii...þeir framleiða lyf...

...hættulegustu efnin á götunni koma frá læknum, lyf eins og Contalgin, Rivotril og Morfín. Þetta eru lyf, séu þau notuð til lækninga en vímuefni séu þau misnotuð. Það er notkunin sem kveður á um hvort viðkomandi efni er dóp eða lyf...ekki efnið...ekki lögin...ekki framleiðandinn. 

Actavis-menn vita fullvel að mjög mikið af þeirra framleiðslu á Oxycodone fer í misnotkun, þeir vita örugglega hlutfallið af lyfinu, sem fer beint í svarta-markaðinn, það er einfaldlega góður bissness..

..eina samkeppnin er heróínið....enda styðja lyfjafyrirtækin " stríðið gegn vímuefnum" dyggilega.

Hræsni?


mbl.is Lyf Actavis á markað í Bandaríkjunum á ný
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Offari

Þetta kallast bissnes.

Offari, 18.4.2009 kl. 08:02

2 identicon

Þetta er einhver hræsnifyllsta og heimskulegasta bloggfærsla sem ég hef lesið. Það er greinilegt að þú skrapar botninn í vitsmunum.

Valdimar (IP-tala skráð) 18.4.2009 kl. 09:20

3 identicon

Skil ég þig rétt að þú sért að kalla þetta fyrirtæki dópsala?? Ég nota verkjalyf sem heitir Tramól, Aktavis framleiðir það. Ég þarf að búa við mikla verki flesta daga ef ég tek ekki lyfið. Ertu að kalla mig dópista? Ég á líka byssu og eldhúshnífa,er ég að misnota það líka?? Hugsa áður enn þú ferð að bulla félagi.

óli (IP-tala skráð) 18.4.2009 kl. 10:39

4 Smámynd: Kristján P. Gudmundsson

Ágæti bloggvinur, Haraldur Davíðsson, Contalgin er skráð hér á landi. Lyfið er einkum ætlað krabbameinsjúklingum , sem eru að dauða komnir. Slíkt hið sama gildir um morfín, sem er líka sterkt verkjalyf, en það er einkum notað sem dreypilyf og þé eingöngu á sjúkrahúsum. Bæði þessi lyf eru eftirritunarskyld og hafa verið það árum saman. Það er hlutverk lyfjastofnunar og/eða lyfjaeftirlitsins að fylgjast með notkun þessarra lyfja. Það er því hvorki við framleiðanda né apótek að sakast, ef upp koma tilvik um misnotkun þessarra lyfja.

Rivotril er notað gegn flogaveiki og líka með geðhvarfalyfjum við alvarlegu þunglyndi. Rivotril hefur ekki hingað til verið eftirritunarskylt, en hugsanlega mætti herða þar á eftirliti t.d. leyfa aðeins geðlæknum að ávísa því og/eða gera lyfið eftirritunarskylt.

Það er auðvitað brýnt, að svokallað "læknadóp" flæði ekki stjórnlaust út úr apótekum eða sjúkrahúsum til almennings, án þess að setja undir lekann?

Með kveðju, KPG.

Kristján P. Gudmundsson, 18.4.2009 kl. 12:32

5 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Valdimar hvað meinarðu með hræsni? Viltu ekki skýra það nánar...

  Óli, nei þú ert ekki dópisti nema þú sért að misnota lyfin þín, og ég vona að þú fáir bót á þínu meini. En það sem ég er að höggva í, er að þetta þessi lyf, oxycodone, oxycontin, og contalgin, sem eru ópíöð, eru svo stórkostlega misnotuð að framleiðendur þeirra geta ekki annað en verið fullkomnlega meðvituð um vandann. Læknarnir vita líka af þessum vanda, en skrifa þau út eins og sælgæti. Það sem ég er að setja út á er það að sé fólk að misnota lyfin sín þá er það í dópneyslu, en sjálfsblekking fíkilsins fær byr undir báða vængi... Algengustu dauðsföllin vegna neyslu, er ofskömmtun ópíaða-lyfja, og það er ekki langt síðan að geðlæknir hér á landi varð uppvís að því að skrifa út 19 mánaðarskammta af morfíni á sama manninn yfir tveggja mánaða tímabil.

Þetta er stórvandamál, því við erum ekkert að tala um töflu og töflu, heldur þúsundir skammta á ári....og vert er að minna á að undanfarin ár hefur næstum hvert einasta dauðsfall af voldum ofneyslu, verið dauðsfall af völdum ópíaða-( morfín) lyfja. Og óli, hafir þú fengið það út að ég væri að kalla þig dópista, þá er það lesskilningur þinn sem veldur því....

Ég endurtek Valdimar, af hverju er ég hræsnari? Þú skilur vart hugtakið, miðað við hvernig þú notar það.

 Kristján, nei það er ekki við framleiðandann að sakast, enda skrifa þau ekki út lyfseðlana. Sú staðreynd að morfín-lyfin og fleiri lyf eru eftirritunarskyld hefur ekki komið í veg fyrir stórkostlegt brask með lyfin...auðvitað er ég ekki að tala um þá sem nota lyfin í þeim tilgangi sem þau eru ætluð, heldur þá traffikeringu sem á sér stað með vitund læknanna, með vitund landlæknis, með vitund lyfjaeftirlitsins....

....hitt er annað að á meðan lyfjaframleiðendur  styðja við bakið á baráttunni gegn vímuefnum...þá eru þau með multimilljarða-bissness í að framleiða og dreifa, lyfjum sem drepa fleiri en flest önnur vímuefni...

...það kalla ég hræsni.

Haraldur Davíðsson, 18.4.2009 kl. 14:13

6 identicon

Rosalega ruggar þú bátnum Haraldur. Menn fara að tala um byssur og hnífa hérna :) "Ertu að kalla MIG dópista?" segir Óli. Þvílík snilld. Auðvitað eiga frjálsir menn að geta gert hvað sem er til að minnka þjáningar sínar. Svo framarlega að það valdi ekki öðrum þjáningum í staðin. En að halda því fram að þessi ólyfjan sé eitthvað betri af því hún er "skráð" er vitfirring. Ég hef séð menn undir áhrifum af þessum skráðu efnum, og það var ekki falleg sjón. Og Lyfjaeftirlitið var hvergi nærri. Og svo styrkir Actavis svokallaða forvarnardaga þar sem lögreglumenn og prestar segja unglingunum að óskráð efni séu stórhættuleg. Þeir vita líklega bara ekki betur sjálfir. Það er markaðssetning sem fáir hafa aðgang að. Það er engin skriffinska eða útfjólublá hönd markaðarins að fara að laga þetta risavaxna heilbrigðisvandamál sem fíkn er, með allri sinni sjálfsblekkingu og afneitun. Ekki síst hjá aðstandendum. Læknar ættu líka að fara að fækka golf-ferðunum í boði lyfjaframleiðanda og fara að gera skyldu sína.

Árni (IP-tala skráð) 18.4.2009 kl. 15:25

7 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Þakka þér fyrir Árni...viðbrögð eru jú það sem ég leita að, og hvernig sem þau eru, þá þjóna þau því að vekja og viðhalda umræðunni...svo skúffaðir nafnleysingjar eru jafnvelkomnir með sín viðbrögð og aðrir....

Haraldur Davíðsson, 18.4.2009 kl. 16:18

8 identicon

Ok ég skal viðurkenna það að ég er kannski fullviðkvæmur fyrir þessu. Enn svo ég tali fyrir mig þá er það þannig hjá mér að ég er með slæmt brjósklos og stundum er ég þokkalegur enn aðra daga er ég að taka max skammta sem eru 6X50mg á dag plús eina Klófen L. Það eru miklir fordómar sem verkjasjúklingar þurfa að þola. Fólk segir td oft við mig " er e h lausn að taka bara pillur" Hvað meinar fólk? Lausn nei enn ég get þá mætt í vinnnu td!. Misnotkun er eitt og notkun annað. Auðvitað á að taka á allri misnotkun,enn Morfin,Petidin og önnur slík lyf er auðvelt að misnota enn sumir þurfa þessi lyf og því má ekki gleyma.

Enn það er bara þannig að ef hægt er að misnota e h þá er það gert. lyf,áfengi,matur,sykur,vopn ofl ofl. Við getum ekki bannað mat frekar enn Morfin enn menn verða að passa að missa sig ekki í yfirlýsingum gagnvart fólki sem þarf að taka þessi lyf. Ég vona nú bara að ég þurfi ekki að fara að taka e h sterkara enn Tramól, enn hingað til hefur það dugað vel enn ef það breytist þá mun ég ekki hika við að taka sterkari lyf. Mér finst ég bara hafa rétt á því að vera verkja laus. ( verkja minni)

kv óli

óli (IP-tala skráð) 18.4.2009 kl. 16:51

9 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Brjósklos þekki ég, og áhrifin af langtíma notkun sterkra verkjalyfja Óli, og ég verð síðastur manna til að fara út í vitleysu eins og að segja; þetta er hættulegt, bönnum þetta....það leysir engan vanda, en elur á fordómunum sem þú nefnir.

Hitt er annað mál að það er nauðsynlegt að umræðan sé á þeim nótum að við köllum hlutina sínum réttu nöfnum. Það er talað um áfengi annarsvegar, og vímuefni hinsvegar....það er talað um dópista annarsvegar og lyfjafíkla hinsvegar....

Ég sé engan mun á því hvort ég fæ amfetamínið ólöglega á götunni, eða hjá lækninum, prófaðu að spyrja ungling í dag hvort foreldrarnir noti vímuefni, og ef þau segja nei spurðu þá hvort foreldrarnir drekki áfengi....ef svarið er já, þá veistu líka að unglingurinn er kominn á unglingsaldur með falskar upplýsingar í farteskinu, og notar svo þessar fölsku upplýsingar til að mynda sér skoðun og taka afstöðu.

Það er kominn tími til að ræða þessi mál við krakkana af ábyrgð...t.d. með því að segja þeim SATT.

Haraldur Davíðsson, 18.4.2009 kl. 17:13

10 Smámynd: Haraldur Davíðsson

...og by the way...byssan þín gerir þig ekki að morðingja...heldur hvernig þú notar byssuna....ekki frekar en að ég sé nauðgari, af því ég hef "tólið" til þess....þetta snýst um notkunina..

Haraldur Davíðsson, 18.4.2009 kl. 17:17

11 Smámynd: Kristján P. Gudmundsson

Haraldur, það er deginum ljósara að margir lyfjaframleiðendur sitja begga megin við borðið. Heilbrigðisyfirvöldum ber skylda til að tryggja öruggt eftirlit með að farið sé eftir lögum og reglugerðum, en þar virðist pottur brotinn.

Skráning lyfja hér á landi hófst 1964 með einum starfsmanni í hlutastarfi, en sá var Þorkell Jóhannesson læknir, sem jafnframt vann þá að rannsóknarstörfum í USA. Aðrir starfsmenn Lyfjaskránefndar (á Hverfisgötu 39, 101 R.) var einn

ritari. Lyfjaskráningin gekk vel, þrátt fyrir ömurlegar aðstæður, enda voru starfsmennirnir með afbrigðum ötulir.

Lyfjastofnun gegnir sama hlutverki í dag. Þar úrir og grúir af læknum,lyfjafræðingum, aðstoðarlyfjafræðingum, lyfjatæknum, hjúkrunarfræðingum, sjúkraliðum, iðjuþjálfum, félagsfræðingum , ræstitæknum o.s.frv. Þrátt fyrir að Lyfjastofnun er yfirfull af afskaplega hæfu og vel menntuðu fólki, er ástandið í lyfjamálum síst betra, en það var sjöunda áratug síðustu aldar ? Hvað veldur ? Hverjir vita það ? Ætli Einar Magnússon, lyfjafræðingur, eða Sighvatur Björgvinsson, fvr. heilbrigðisráðherra viti það ?

Lyfjaeftirlitið var sett á stofn einhvern tíma fyrir 1950. Fyrsti starfsmaður þess var dr.pharm. Ívar Daníelsson , og var hann líka í hlutastarfi og hafði engann ritara. Ívar Daníelsson ( nú háaldraður ) var mikill dugnaðarforkur, sem veitti eftirlitinu forstöðu frá 1948-1968, hann stóð sig með miklum sóma. Lyfjaeftirlitið er nú sérdeild innan Lyfjastofnunar. Þar starfa líka læknar, lyfjafræðingar, aðstoðalyfjafræðingar, lyfjatæknar o.s.frv. Allt er þetta fólk hæft og vel menntað. Samt vaknar sú spurning,hvort eftirlitið starfi, svo sem til var ætlast ? Ég myndi spyrja sömu aðilja um, hvað valdi því, að svokallað "læknadóp" er meira í umræðunni nú, en var á árum Ívars Daníelssonar ?

Með bestu kveðjum, KPG.

Kristján P. Gudmundsson, 18.4.2009 kl. 17:30

12 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Þakka þér upplýsingarnar Kristján. Þetta er mér alvörumál, og ég sendi einmitt erindi til landlæknis um daginn þar sem ég spyr eftir því hvort einhverskonar eftirlit eða samkeyrsla upplýsinga, eigi sér stað í sambandi við jyfjakortin og margnota lyfseðla, þegar kemur að akstri.

Hversu margir handhafar korta og lyfseðla, eru á sterkustu lyfjunum, og eru jafnframt skráðir fyrir ökutæki?

Er fylgst með því á einhvern skipulagðan hátt?

Samkeyra læknar upplýsingar um lyf sem eru ekki eftirritunarskyld, en eru lyfseðilsskyld, með tilliti til þess að fólk flakkar á milli lækna til að nálgast mikið magn  lyfja...til að selja þau og/eða misnota...?

Ég þekki mörg dæmi þess að fólk fær lyf eins og morfín, kodein, amfetamín og blessað Rivotrilið, eins og það vill...hvar er þá aðhaldið sem eftirritunin á að veita?

Haraldur Davíðsson, 18.4.2009 kl. 17:51

13 identicon

Mér finnst þessi umræða hér inni mjög áhugaverð. Í mínum huga er þetta einfalt. Það er fullt af fólki sem hefur þörf fyrir þetta lyf. Actavis, framleiðir og selur þetta lyf. Actavis hefur ekkert með svartamarkaðsbrask á þessum lyfjum að gera og eðlilega ekki þeirra hlutverk að hindra slíkt, það er í verkahring lyfjaeftirlitsins, auk þess eiga læknar ekki að vera ávísa lyfjum að óþörfu. Ég held hins vegar að kostir þess að hafa slíkt lyf á markaðnum séu fleiri en gallarnir.

Ef það er skoðun þín Haraldur að Actavis eigi að draga úr framleiðslu sinni, um það sem nemur svartamarkaðsbransanum, þá eru afleiðingarnar frekar augljósar. Verð á lyfjunum myndi hækka og fjölmargir sem þurfa þetta lyf hafa ekki lengur efni á því. Hátt verð á lyfjum er eitt af helstu áhyggjuefnum WHO, og stöðugt er verið að reyna að finna leiðir til að lækka verð á lyfjum.

Annars er ég alveg sammála þér að það er mikið áhyggjuefni hve margir fíkniefnaneytendur virðast eiga greiða aðgang að læknadópi, fíkniefnaneysla er mikið samfélagsmein. Það er hins vegar ekki í höndum Actavis að sporna gegn þessu, nema t.d. með þátttöku í góðgerðarstarfsemi. 

Hreggviður Hólmar (IP-tala skráð) 18.4.2009 kl. 18:26

14 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Það tek ég fram hér í athugasemd nr.5 að lyfjaframleiðendurnir skrifa ekki lyfseðlana Hreggviður, og hvergi tek ég fram að þeir eigi að minnka framleiðsluna, en hitt er annað að lyfjaframleiðendurnir eru í samkeppni um svarta markaðinn, og beita fyrir sig ýmsum ráðum, eins og komið hefur fram hér á klakanum, til að tryggja sölu sinna lyfja, þetta er jú gróðabissness.

Hins vegar væri gott að sjá framleiðendur hætta að stýra umræðunni um vímuefnavandann burt frá þeim vímuefnum sem þeir framleiða. Það væri líka gott að sjá tekið á óábyrgum læknum sem skrifa út hættulegustu efnin á markaðnum...vitandi að þau enda á götunni....sésamfélagið tilbúið að kalla t.d. kannabissala sölumann dauðans (það hefur aldrei neinn dáið af ofneyslu kannabis)...hvað eigum við þá að kalla lækni sem skrifar út lyf sem drepur fólk við smá óaðgæslu, vitandi að lyfið verður misnotað, og selt hverjum sem kaupa vill??

Ég geri mér fulla grein fyrir því að við þurfum lyf eins og morfín, en á það að vera á götunni? 

Við skulum ekki gleyma því að eina ástæðan fyrir því að hér þrífst ekki heróínmarkaður, er sú að markaðurinn fyrir ópíöð er þegar mettaður af læknadópi. Það er eina ástæðan..í kreppunni má líka gera fastlega ráð fyrir því að ásókn í læknalyfin(sem n.b. þarf ekki að smygla inn í landið) aukist til muna...getum við þá jafnvel búist við því að magn þeirra í umferð aukist að sama skapi?

Haraldur Davíðsson, 18.4.2009 kl. 19:20

15 Smámynd: Kristján P. Gudmundsson

Haraldur, ágæti bloggvinur, það er einmitt gott, að þú, sem ert ekki beintengdur þessum geira, spyrjir yfirvöld gagnrýninna og hvassra spurninga. Heilbrigðismálaráðuneytið er ofmannað smákóngum, sem deila og drottna að vild. Ráðherrar (sama hverra flokka þeir eru) ráða ekki eins miklu og vera skyldi. Síðustu raunverulegu ráðherrar heilbrigðismála voru þeir Magnús heitinn Kjartansson og Matthías Bjarnason. Þeir stóðu svo sannarlega undir nafni báðir tveir.

Vilji stjórnmálamenn ná stjórnartaumunum í meintu ráðuneyti, þarf að stokka spilin og gefa aftur.

Með kveðju, KPG.

Kristján P. Gudmundsson, 18.4.2009 kl. 20:20

16 identicon

Haraldur, það er frekar augljóst að engin lyf ættu að vera á götumarkaði, það er aftur á móti staðreynd, sem framleiðendur lyfja hafa ekkert með að gera.

Ofneysla á kannabisefnum getur verið stórhættulegt og margar rannsóknir sem sýna fram á að notkun kannabisefna geta leitt til alvarlegra geðsjúkdóma. Það getur verið rétt hjá þér að enginn hafi tekið of stóran skammt af kannabisefnum í einu lagi. Að mínu mati er umræðan um kanabisefni á villigötum og skaðsemi þeirra mun meiri en margur heldur. Við viljum heldur ekki að kanabisefni séu seld á götumarkaði, frekar en önnur fíkniefni, það er engu að síður staðreynd. Og já, þeir sem selja kanabisefni eru sölumenn dauðans. Hver sem vill kaupa kanabisefni getur keypt þau, alveg eins og með læknadópið. Kanabisefni eru líka oft fyrsta fíkniefnið sem fíkniefnaneytendur komast í kynni við, á eftir hinu löglega áfengi. Úr kannabisneyslu fara fíklar síðan í önnur og sterkari efni, þetta er auðvitað ekki algilt en er frekar meginregla en undatekning.

Ef Actavis hefur verið að taka þátt í verkefnum sem stefnt er gegn fíkniefnaneyslu, þá er það af hinu góða, hjálpar þá til við að koma fólki frá braut fíkniefna almennt.

Lausn að fíkniefnavandanum snýst um að eyða eftirspurn eftir þeim. Slíkt gerist einkum í gegnum fræðslu og forvarnarstarf, ef Actavis vill vera hluti af því, þá hlýtur það að vera gott.

Ef Actavis vildi auka kúnnahóp sinn myndi það ekki beita sér gegn fíkniefnaneyslu almennt enda væru þeir þá að fækka einstaklingum sem síðar yrðu í kúnnahópnum. Ástæða þess að Actavis tekur þátt í slíku starfi snýst um good-will fyrirtækisins, sem hægt er að meta til peninga, enda er það alveg rétt hjá þér að lyfjaframleiðsla er gróðabisness, einsog reyndar flest framleiðsla.

Vandinn liggur, einsog við erum sammála um hjá óábyrgum læknum.

Hreggviður Hólmar (IP-tala skráð) 19.4.2009 kl. 01:11

17 identicon

Aha Haraldur,

sé að þú hefur fundið viðkvæmar tær....til að stíga á!

Spurning um "good-will" kannski.?

magus (IP-tala skráð) 19.4.2009 kl. 15:54

18 identicon

Ofneysla á hverju sem er getur verið stórhættuleg. Tíu hráar kartöflur geta til dæmis valdið alvarlegum eitrunaráhrifum. Of mikil vatnsdrykkja dregur fólk til dauða af svokallaðri vatneitrun. Ein eldspýta getur kveikt í heilu fjölbýlishúsi. Samt eru eldspýtur seldar hverjum sem vill kaupa. Bílasalar, starfsfólk á kassa og vissulega lyfsalar eru þá sölumenn dauðans, þar sem vörurnar sem þetta fólk selur eru vissulega hættulegar þegar illa er með þær farið. Það er ekki raunhæft að tala um of stóran skammt af kannabis. Slíkt þekkist ekki.

Það að kannabis geti valdið geðrofi, sem er vissulega möguleiki, sérstaklega hjá óhörðnuðum unglingum, ættu að vera nægjanlega sterk rök ein og sér fyrir því að eftirlit væri haft með sölu þess og neyslu eins og öðrum hættulegum vörum. Hvort ætli sé erfiðara fyrir unglinga að verða sér út um gras eða t.d. Contalgin? . Að ætla að eyða eftirspurninni er pípudraumur. Framboð verður heldur ekki stöðvað vegna þess að plantan vex villt um allan heim. Einn af hverjum tuttugu Evrópubúum notar kannabis. Ef að lyfjafyrirtæki gætu fengið einkaleyfi á kannabis væri það líklega þeirra mesta söluvara. Það geta þau ekki frekar en að fá einkaleyfi á furutrjám eða hundasúrum. Ef að fólki er alvara með að berjast við fíknivandann er ljóst að nýjar aðferðir eru nauðsynlegar. Þar gætum við lært mikið af löndum eins og Spáni, Ítalíu, Portúgal, Írlandi og Lúxemborg þar sem einkaneysla fíkniefna, sér í lagi kannabisefna, varðar í ekki við refsilög.

http://en.wikipedia.org/wiki/Gateway_drug_theory

http://visindavefur.hi.is/article.php?id=39

Árni (IP-tala skráð) 19.4.2009 kl. 17:38

19 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Að mínu mati er umræðan um vímuefni enn á hálfgerðu steinaldarstigi, við beinlínis kennum krökkunum að áfengi sé ekki vímuefni, við búum við leikhús fáránleikans þegar kemur að forvörnum. Enn heyrast raddir sem segja að þessi eða hin vímuefni séu skaðlaus, og enn heyrast raddir sem segja að kannabisneysla leiði oftast eða alltaf til neyslu sterkari efna. Engin vímuefni eru skaðlaus, þó ræður notkunarmynstrið eitt og sér ansi miklu um afleiðingar neyslunnar, hvort sem um er að ræða lögleg eða ólögleg efni. Og ein stærsta ástæða þess að kannabisneyslan leiði til annara efna er sú, að kannabissalan er í höndum þeirra sem einnig höndla með harðari efni. Tvö hugtök skulum við skoða í því samhengi.

1. Sali/seljandi

2. Pusher

Sali er til dæmis afgreiðslumanneskja í ATVR, eða t.d. hass-sali í Kristjaníu. Í ríkinu reynir afgreiðslufólk ekki að pusha inn á mann vodkaflösku, ætli maður að kaupa 1 bjór, og hass-sali í Kristjaníu selur ekki önnur efni.

Pusher er með allt til sölu og reynir að pusha öllu sem hann getur inn á fólk, sá sem kemur til að kaupa 1 gramm af grasi, fær ræðuna um dúndurgóða kókið sem hann er að selja líka, það er boðið smakk og jafnvel lán...

Aðgengi er stór partur af vandanum, í dag er klárlega auðveldara fyrir unglinga að ná sér í ólögleg efni en lögleg, og gjarnan eru unglingarnir að versla við þá sem eru að selja allt. Ég er persónulega ekki hlynntur lögleiðingu fleiri vímuefna, enda þýddi lögleiðing það að við skiptum banninu út fyrir fræðslu, fræðslu sem við getum ekki boðið í dag þótt ávinningurinn af aukinni fræðslu sé augljós, þá drögum við lappirnar og herðum tökin lögreglu- og dómsvaldsmegin. Sem skapar annan vanda, sumsé að fíkill þarf að lifa við stanslaust eineltisástand þar sem hann þarf að vera í endalausum feluleik, endalaust að líta yfir öxlina á sér, stöðug hætta á handtökum og opinberri niðurlægingu, fordóma, oft mjög grimmilega, í samfélaginu og það að vera útskúfaður og hornreka á öllum stigum samfélagsins.

Þetta ástand gerir fíkilinn tortygginn á alla aðra, andfélagslega sinnaðan og heldur fíklinum í stöðugum ótta við allt í sínu umhverfi.....og í sumum tilfellum hættulega og fulla af heift út í samfélagið.

Geðsjúkir einstaklingar í neyslu hætta skyndilega að vera sjúklingar og verða á dularfullan hátt verkefni lögreglu, sem ekki getur fengist við það án árekstra við heilbrigðiskerfið, sem ætti að vera að meðhöndla viðkomandi fíkil þá þegar, en ekki lögregla. Fordómafull umræða, og þvermóðska við að kalla hlutina sínum réttu nöfnum er jafn skaðlegur þáttur í þessari jöfnu og efnin sjálf, fáfræði drepur fólk í þessu samhengi....

Afgreiðslumanneskja í sjoppu sem selur tóbak er dópsali...ATVR er stærsti innflytjandi, dreifingaraðili og sali fíkniefna á Íslandi....barþjónn vinnur við dópsölu....fíkniefnið áfengi, kaupa margir foreldrar fyrir ólögráða börn sín, svo þau séu nú ekki að rugla eitthvað með fíkniefni!?!?!? "Ég kaupi vín fyrir börnin mín svo þau fari ´ser ekki að voða, su ekki að drekka eitthvað landasull...svo ég viti hvað þau eru að drekka..".......þetta eru ranghugmyndir sem marka annars nauðsynlega umræðu...sjáum til, ef barnið mitt deyr eða slasast í bílslysi, er það þá minna mál ef ég keypti bílinn? Eða skiptir kannski máli af hvaða tegund bíllinn var?

Köllum hlutina sínum réttu nöfnum, því annars erum við einfaldlega að mata krakkana á röngum og misvísandi upplýsingum, og ætlumst svo til að þau taki skynsamlegar ákvarðanir útfrá röngum upplýsingum....ekki vænlegt til árangurs það...fáfræði drepur.

Læknir sem skrifar út morfín eða amfetamín t.d. vitandi að það fer á götuna, er dópsali....

Haraldur Davíðsson, 19.4.2009 kl. 21:08

20 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Takk fyrir að tala tæpitungulaust um hlutina Haraldur...sem fer auðvitað alltaf öfugt ofan í einhverja "Valdimara" sem halda sig skarpa.

Georg P Sveinbjörnsson, 20.4.2009 kl. 00:12

21 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Jú Georg takk fyrir það...en veistu ég hef voðalega litlar áhyggjur af þeim sem ekki skilja hugtökin sem þeir slá um sig með...og þora hvorki að koma fram undir nafni, né rökstyðja sitt mál.

En tæpitungulaus umræða er einfaldlega nauðsynleg, þegar kemur að þessum málum....

Haraldur Davíðsson, 20.4.2009 kl. 01:07

22 identicon

Auðvitað er læknir sem skrifar út margfalda skamta bara venjulegur díler og það er engin munur því hvort þú er á Morfini frá lækni eða Heróíni frá díler. Það á að taka á læknum sem ekki kunna að fara með lyfseðlaheftið og dæma þá eins og hverja aðra dílera það er ekki nóg að svifta þá í 3 til 5 ár. Enn að sama skapi eiga menn að sýna verkjasjúklingum virðingu og skilning. Parkódin/Tramól td eru sljófgandi lyf sem er ekkert gaman að taka og ég tek þetta ekki bara upp á eh grín og það er mjög særandi að þurfa að hlusta á eh raus í fólki um að "pillur leysi ekki allan vanda" Það skiptir engu hvað ég tek margar pillur ég mun aldrei getð spilað fótbolta aftur. Það mættu sumir hafa það í huga.

kv Óli

óli (IP-tala skráð) 20.4.2009 kl. 20:54

23 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Það get ég vel skilið Óli að það fari í taugarnar á þér að mæta skilningsleysi, fordómar eru ekki skemmtilegir.

En hversu langt ganga lyfjafyrirtækin í að "pusha" sínum lyfjum í lyfsala og lækna? Og hversu mikið STÓLA lyfjafyrirtækin á tekjurnar sem  þau hafa út úr öllum fíkni- og vanamyndandi lyfjum? Hvers vegna er t.d heróín ennþá einkaleyfisbundið LYF?

Vímuefnaumræðan er lítt eða ekki þroskuð, og skilningsleysið sem þú kvartar undan Óli er sprottið af sömu fáfræði og fordómum og fólk sýnir þegar það neitar að kalla hlutina sínum réttu nöfnum sömu heimskulegu þvermóðskunni og þeir sýna sem neita að setja aukið fé í fræðslu og forvarnir, en ausa fé í "fíkniefnastríðið"...Davíð Stefánsson skáld var mikill drykkjumaður, og hann sagði eitt sinn; Það er ekkert athugavert við áfengi....það eru bara fyllibyttur eins og ég sem höfum komið óorði á það....

Haraldur Davíðsson, 21.4.2009 kl. 02:24

24 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Af því að ég vinn við að gefa fólki þessi lyf sem fjallað er um í pistlinum vona ég að þau verði öll framleidd áfram en læknar sem ávísa þeim eins og brjóstsykri eiga að missa leyfið sitt. Ég er líka í aðstöðu til að sjá hve fljótt þau valda fíkn. Ég held ekki að það séu margir læknar sem skrifa upp á þessi lyf fyrir aðra en þá sem sem þurfa á þeim að halda...það eru hins vegar svartir sauðir í læknastétt eins og í öllum öðrum stéttum. Og á þeim á að taka.

Hólmdís Hjartardóttir, 21.4.2009 kl. 07:49

25 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Rétt og satt Hólmdís, og ég er ekki að sjá fyrir mér að þessi lyf séu ekki notuð fyirir þá sem þurfa á því að halda. En það er hinsvegar staðreynd að bæði eru óprúttnir læknar að skrifa þetta út af fullkomnu ábyrgðarleysi....og líka staðreynd að lyfjafyrirtækin eru að stórgræða á fíklunum og þau vita það ósköp vel...samt er markaðssetningin algjörlega samviskulaus.

Eftirlitið er líka að bregðast því aldrei hefur læknir verið ákærður fyrir fíkniefnadreifingu, og eftirritunarkerfið virkar ekki, eftirlitsskylda landlæknis og lyfjaeftirlits er heldur ekki að virka....svo augljóslega er eitthvað að...

Haraldur Davíðsson, 21.4.2009 kl. 13:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband