Hefur þessi maður, þetta sorglega eintak af Homo sapiens........

......ekki minnsta snefil af mannasiðum í sínu fari, ekki ögn af ábyrgðartifinningu, ekki kvartél af samviskusemi, ekki vott af virðingu fyrir því fólki sem hann hefur svo sannarlega átt stóran þátt í að svipta forsendum tilveru sinnar?

Lætur þetta skoffín sjá sig á götum Reykjavíkur? Skyldi hann þora á barinn eftir þetta?

Þvílík og önnur eins andskotans ósvífni hefur ekki sést  síðan Stefán Eiríksson lögreglustjóri, lýsti því yfir í sjóvarpsviðtali, ( undir myndskeiðum sem sýndu hið gagnstæða glögglega ), að öngvir lögreglumenn hefðu gerst brotlegir við lög og reglur, né hefði óþörfu afli nokkurntíma verið beitt dagana 20.-23. jan. sl.

Megi bæði guð og djöfullinn snuða þetta skoffín og hin landráðaskoffínin....sveiattan.


mbl.is Krafa Hannesar vegna innláns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Vel mælt

Finnur Bárðarson, 19.11.2009 kl. 18:59

2 Smámynd: The Critic

Hvað með þá sem höfðu sett sparifé sitt í peningamarkaðsbréf Landsbankans. Eiga þeir ekki rétt á að fá sitt til baka.

The Critic, 19.11.2009 kl. 19:24

3 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Mér þykir þetta með öllum ólíkindum! Hvernig dettur skoffíninu þetta í hug?

Og ég hefði haldið að réttast væri að innistæðueigendur bankanna hefðu gengið fyrir. Þessu hruni var handstýrt og það af fullkomnu samviskuleysi auðskúnkanna, og ýmist vanhæfni eða samsektar eftirlitsaflanna......en ég set spurningarmerki við þá sem töpuðu á svokölluðum " áhættubréfum", þar gangast menn sjálfviljugir undir hættu á að tapa öllu.

Haraldur Davíðsson, 19.11.2009 kl. 19:32

4 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Siðblinda verður ekki læknuð

Hólmdís Hjartardóttir, 19.11.2009 kl. 23:28

5 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Mann hundur og ómerkingur hvernig getur maður brosað þessa dagana.

Sigurður Haraldsson, 20.11.2009 kl. 00:08

6 identicon

Sko þetta er ekkert flókið. Hann átti þetta EKKI. Hefði svo verið þá hefði þetta farið yfir á sýnum tíma eins og aðrar innistæður. 100 eða 100.000.000 það skipti engu. Hann er að rugla og ljúga  þessi kúkur

óli (IP-tala skráð) 20.11.2009 kl. 03:45

7 identicon

Eins og óli bendir réttilaga á, þá átti þessi yfir bankaræningi Íslands og skúrkur númer 1, aldrei þetta fé og það veit skilanefnd Landsbankans jafn vel og allir aðrir landsmenn. 

Stefán (IP-tala skráð) 20.11.2009 kl. 10:19

8 identicon

Úff öndum rólega

1. Hann er bara að gera þessa kröfu - það  hefur ekkert verið ákveðið um hvort gengið verður að henni, það er hlutverk þeirra sem gera þrotabúið upp.

2. Hver segir að hver og einn innlánseigandi (reikningseigandi) sem átti fé í gömlu bönkunum geti ekki gert kröfu í þrotabúin? Hefði ég átt einhverjar upphæðir í þeim hefði ég lagt fram kröfu í þrotabúið, rétt eins og hann er að gera. Einfalt.

3. Ég þekki ekki Hannes og ég er ekki að taka upp hanskann fyrir hann en rétt skal vera rétt ;o)

Hjördís Kvaran Einarsdóttir (IP-tala skráð) 24.11.2009 kl. 08:56

9 Smámynd: Haraldur Davíðsson

aahhh...rétt skal vera rétt?

Tveir þættir koma þarna við sögu, lagaleg krafa og siðferðisleg krafa. Lagalega kann að vera að hann eigi kröfu á bankann, en hann á þá kröfu á peninga sem hann stal í upphafi, peninga sem urðu til við ólöglega gjörninga....siðferðislega krafan er ekki til...ósvífnin sem er falin í þessari kröfu er takmarkalaus.

Haraldur Davíðsson, 27.11.2009 kl. 06:49

10 identicon

Sammála þér um siðferðið. Var einfaldlega að benda á hvernig málið væri vaxið. Hins vegar yrði fyrst ástæða til þess að æsa sig ef gengið verður að kröfum hans og það efast ég um að verði gert og vona að þar komi til eitthvert siðferðisþrek. Hinsvegar er hann einfaldlega að notfæra sér þá möguleika sem lögin bjóða uppá jafnt honum sem öðrum. Orð mín um að rétt skuli vera rétt hefur ekkert með Hannes að gera heldur það að hann er að nýta sér rétt sem við öll höfum. Mér finnst hinsvegar engu meira um þennan mann og þessa menn en þér.

Hjördís Kvaran Einarsdóttir (IP-tala skráð) 27.11.2009 kl. 09:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband