Hverskonar framkoma er þetta.....er konan gersneydd sómatilfinningu?

Þetta þykja mér merkilegar fréttir. Það er ljóst að samdráttur í ríkisútgjöldum skal bitna á þeim sem eru hluthafar.

Þegar samdráttur er boðaður í vel reknu fyrirtæki, er kröftunum beitt þar sem þeirra er mest þörf til að halda fyrirtækinu gangandi. Stjórnin hefur skyldum að gegna gagnvart hluthöfum. Þetta þýðir meðal annars að fótboltaferðir til útlanda eru blásnar af, gæluverkefni sett á bið, og aðhald sýnt til að tryggja eign hluthafanna.

Fyrirtækið Ísland er ekki vel rekið fyrirtæki. Það ríkir sundrung í stjórnarherberginu, stjórnarfólk er skeytingarlaust um fyrirtækið og hluthafana og eru jafnvel ekkert að hafa fyrir því að mæta í vinnuna. Og sumir eru bara að horfa á fyrirtækisliðið spila fótbolta.....

Mér er farið að verða flökurt yfir virðingarleysi stjórnar fyrirtækisins og bókhaldið sýnir glögglega að þarna ríkir óráðsían ein og stjórnin hundsar vilja hluthafanna og lætur sem hún eigi fyrirtækið. Ég vil með hliðsjón af þessu hvetja aðra hluthafa í þessu fyrirtæki, til að sameinast um að koma þessari stjórn frá og skipa nýja stjórn sem gæti hugsanlega hugsað sér að vinna fyrir okkur og fyrirtækið. Það er algjörlega óásættanlegt að reglur fyrirtækisins nái ekki yfir stöðu sem þessa og stjórnarmeðlimir reknir og/eða hýrudregnir fyrir svona frammistöðu. Þessu þarf að breyta. Það á ekki að hafa áhrif á vinnu þessa fólks í hvaða spilaklúbbi, góðgerðarstofnun, kirkju, fótboltafélagi eða stjórnmálaflokki, það er. Ekki frekar en drykkja eða geðsjúkdómar megi hafa áhrif.

Einnig þykir mér rétt að endurskoða ráðningarferli fyrirtækisins, og gera þar sérhæfðari kröfur til umsækjenda. Kröfur um menntun, starfsreynslu og pólitískt hlutleysi. Einhver t.d. réði dýralækni í stöðu framkvæmdastjóra fjármálasviðs, og það er einhver fjósalykt af því.

Já, fyrirtækið okkar er hreinlega í slæmum málum á meðan stjórn þess er að sinna gæluverkefnum, utanlandsferðum og sjálfri sér, þetta er óþolandi staða og við hluthafar þurfum nauðsynlega að fara að skoða betur hvað þetta fólk er að gera. Annars fer fyrir okkur eins og hluthöfum í FL group.


mbl.is Þorgerður Katrín: Ætla að öskra mig hása
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

hvað geta hluthafarnir gert?

Hólmdís Hjartardóttir, 25.9.2008 kl. 14:19

2 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Þetta er algerlega óþolandi! Ólíðandi með öllu! Þvílíkur djöfuls sukkari! 

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 25.9.2008 kl. 14:24

3 identicon

Hvaða hvað smámunasemi er hér í gangi? Alveg mundi ég ferðast eins og rófulaus hundur hefði ég aðgang að almannafé. Þar eru digrir sjóðir..

hreggviður gamli (IP-tala skráð) 25.9.2008 kl. 14:33

4 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Hólmdís, tjah...ekki mæta á kjörstað...heimta það af þingheimi að hann lýsi yfir vantrausti á ríkisstjórnina....heimta " nýjan sið " þetta er jú fyrirtækið okkar....

Helga þetta er vægt til orða tekið...

Haraldur Davíðsson, 25.9.2008 kl. 14:43

5 Smámynd: Haraldur Davíðsson

...okkar er þarna lykilorð...

Haraldur Davíðsson, 25.9.2008 kl. 15:40

6 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Fjósalyktin greinileg!!

Rut Sumarliðadóttir, 25.9.2008 kl. 15:55

7 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Hehehe Ester, dream on...við fáum ekki einu sinni að dreifa sjóðnum þannig að hægt sé að sjá sómasamlega um börn og gamalmenni, við sveltum öryrkja og refsum þeim fjárhagslega fyrir veikindi sín eða fatlanir, en fótboltaferðir...það er annað mál. Það er ekki eins og við séum að biðja um aura fyrir utanlandsferð....

Rut, ójá hún fer sko ekkert á milli mála.

Haraldur Davíðsson, 25.9.2008 kl. 16:05

8 Smámynd: Emma Agneta Björgvinsdóttir

Samviskuleysi ætli bæturnar haldi ekki bara áfram að skerðast eða meiri skattur verði tekin af þeim svo fleiri geti farið til útlanda og skemmt sér.

Emma Agneta Björgvinsdóttir, 25.9.2008 kl. 16:38

9 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Það eru alltaf þeir sömu sem borga á endanum brúsann Emma, það vantar "sam" í samfélagið okkar. Samvisku og samkennd og samfélag.

Haraldur Davíðsson, 25.9.2008 kl. 16:42

10 identicon

Hvar hefur verið talað um samdrátt í ríkisútgjöldum?

Annars er þetta sómatilfinning gagnvart stelpunum í landsliðinu.  Það er nú varla hægt að neita því.  Annars gerum við út embætti í svona viðburði og þau sem því sinna hafa sannað sig sem topp húligan á íþrótta viðburðum og það hefði kannski frekar átt að senda þau sómahjónin af Álftanesinu. 

Svo verða nú kosningar aftur eftir nokkur ár þar sem þú getur kosið þér aðra stjórnendur.

Grétar (IP-tala skráð) 25.9.2008 kl. 19:07

11 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Geiri Harði er búinn að lýsa yfir aðhaldi.

Og það er algjörlega óásættanlegt að bíða nokkur ár við þessar aðstæður.

Sómatilfinning Grétar ?

Boltastelpurnar eru líka íslendingar og myndu skilja það ósköp vel að ráðherra komist ekki að fylgjast með vegna anna, ef þeim er ekki bara skítsama. Þeim er hinsvegar örugglega ekki sama um hækkandi greiðslubyrði.

Svo er Þorgerður enginn sérstakur verndari íþróttafólks, þótt hún sé gift einum slíkum, og vilji hún sýna stelpunum stuðning, og skrópa í vinnunni á meðan, skal hún borga það sjálf.

Haraldur Davíðsson, 25.9.2008 kl. 20:24

12 Smámynd: Sporðdrekinn

Auðvitað á konan bara að borga sjálf ef að hana langar til að fara á boltaleik í útlöndum.

Sporðdrekinn, 25.9.2008 kl. 22:05

13 Smámynd: Skattborgari

Ég tel að það þurfi að skipta stjórninni út. Vald spillir og það hefur einginn flokkur gott af að vera of lengi við völd.

Ps. Við eigum ekki að borga utanlandsferðir svo að ákveðnir aðilar geti horft á boltaleiki.

Kveðja Skattborgari hinn ljóti.

Skattborgari, 25.9.2008 kl. 23:22

14 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Tjah ekki borgar hún fyrir mig Sporðdrekína...

...og Skatti mér finnst þú ekkert svo ljótur.....

Haraldur Davíðsson, 26.9.2008 kl. 02:07

15 Smámynd: Sporðdrekinn

Ekki mig heldur

Skatta,langar í brjóstastækkun, lima lengingu og andlitsstrekkingu. Lestu bara bloggið hans maðurinn er komin með lýtalækningar/fyllingar og sparsl á heilann, satt best að segja þá held ég að hann sé orðin þunglyndur greyið skinnið 

Sporðdrekinn, 26.9.2008 kl. 02:54

16 Smámynd: Haraldur Davíðsson

...við hressum hann þá við..

Haraldur Davíðsson, 26.9.2008 kl. 03:08

17 identicon

Þorgerður Katrín er ráðherra íþróttamála og mér finnst í sjálfu sér ekkert að því að hún sæki svona stórviðburði.

Ég gæti nú best trúað að flestar þessar ungu stúlkur í landsliðinu séu ekki mikið að spá í ríkisfjármál.  Þær skynja hins vegar örugglega þá virðingu sem í því felst að frammámenn þjóðarinnar fylgist með þeim á ögurstundu.  

Þess vegna minntist ég á það hvort hefði ekki verið fínt ef íslenski húligan aðallinn frá Bessastöðum hefði mætt í staðinn fyrir Þorgerði.  Það er nú eiginlega eina vinnuskyldan þeirra að stunda svona viðburði.  Þú hins vegar fattaðir ekki við hvern ég átti, og svo sem ekki mikið þótt þú gleymir ÓRG fyrst ríkisstjórinn í Alaska gerir það. 

Ég man ekki eftir því að Haarde ætlaði að draga úr ríkisútgjöldum - hvenær var það?

Grétar (IP-tala skráð) 26.9.2008 kl. 10:36

18 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Þér er orðið flökurt, ég er löngu farin að æla og ekki nóg með fjósaliktina, ekki er hún betri skara að sinni köku lyktin.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 26.9.2008 kl. 19:25

19 Smámynd: Skattborgari

Sporðdreki. Ég mun aldrei fara í þannig aðgerð þó mér væri borgað fyrir að fara í hana. Það að ég sé þunglyndur má vel vera.

Haraldur. Takk fyrir að finnast ég ekki vera ljótur.

Kveðja Skattborgari hinn ljóti.

Skattborgari, 26.9.2008 kl. 21:23

20 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Góða helgi, Skatti sæti!

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 27.9.2008 kl. 00:57

21 Smámynd: Sporðdrekinn

Hverja þeirra þá?

Ég er nú bara að atast í þér kæri Skattborgari   Ég vona þín vegna að þú sért ekki þunglyndur.

Sporðdrekinn, 27.9.2008 kl. 02:45

22 Smámynd: Skattborgari

Góða helgi Helga sæta.

Ég veit Sporðdreki. Ég mun ekki fara í neina þeirra. Takk fyrir það að vona að ég sé ekki þunglyndur.

Kveðja Skattborgari hinn ljóti.

Skattborgari, 27.9.2008 kl. 02:58

23 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Ef að bók Jóhannesar Björs, Falið Vald væri undirstöðulesning áður en menn teldust hæfir til þingmennsku hvað þá ráðherradóms værum við sennilega í annari stöðu og gráðugum glópum hefði ekki verið hleypt lausum kastandi fjöregginu á milli sín.

Georg P Sveinbjörnsson, 7.10.2008 kl. 02:28

24 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Fáir hafa brugðist meira í þessu havaríi öllu en fjölmiðlar og þý sem þeir hleypa að til að villa um fyrir fólki.

Ég þarf að loka glugganum, skítalyktin umlykur allt.

Georg P Sveinbjörnsson, 7.10.2008 kl. 02:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband