Gott væri að sjá þig lofa því sama á hendur þeim lögreglumönnum sem fóru offari, og brutu í fólki tennur og bein, réðust með ofbeldi á fréttafólk, og handtók börn undir lögaldri...

...það eru nefnilega enginn munur ofbeldisseggjum hvort sem þeir berja fólk með kylfum eða kasta í það grjóti....eini munurinn er sá að annar seggurinn getur falið sig á bakvið nafnleysi sem er honum tryggt með lögum, og á bakvið óútfyllta ofbeldisávísun sem er kölluð " brot gegn valdstjórninni"...

...það er nauðsynlegt að báðir aðilar séu samstíga í því að uppræta ofbeldið, það þarf að sjást úr þinni átt líka Stefán, þínir ofbeldisseggir eru nefnilega á launum hjá þeim sem er verið að lemja......

Það er ákaflega sorglegt að fólk skuli láta stjórnvöld plata sig útí svona rugl, ofbeldi er einmitt það sem er verið að reyna að starta, það er einmitt verið að reyna að sundra okkur, eyðileggja samstöðuna.

Og með tilkomu grjótkastara úr röðum mótmælenda, gæti það tekist.

Sameinumst um að uppræta ofbeldið!!


mbl.is Munu hafa uppi á ofbeldismönnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ja ekki hefði ég náð að hafa svona mikla stjórn á mér eins og þessir lögreglumenn með þennan fáranlega skríl í nefinu á sér, þvílíkt PAKK.

Óskar (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 21:40

2 Smámynd: Offari

Vertu ekki að bendla mitt nafn við þetta ofbeldi.  Ég stórefast að stjórnvöld séu að hvetja til ofbeldis til þess að lina kraftinn úr þessum mótmælum. Mótmælin eru stjórnlaus og sumir virðast halda að verið sé að mótmæla gasárásum lögreglunar. Þetta er fólk sem er að misnota ástandið eins og heyrts hefur þá er sagt að tölvert af góðkunningjum lögreglunar standi næturvaktina.  Það hlýtur að vera hægt að gera samning á milli mótmælenda og Lögreglu að vopnahlé sé eftir kl 23°° og allir fari heim.Og hvíli sig fyrir næstu átök. Því næturmótmælin gagnast okkur ekkert.

Offari, 22.1.2009 kl. 21:44

3 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Halli, það eru að birtast menn á blogginu, hér sem annars staðar með svona komment eins og fyrir ofan. Auðvitað ekki með fullu nafni. Gungur. Hef séð óvenjumikið af þessu í dag. Fékk sjálf einn svona til mín líka.

Við viljum ekki ofbeldi, hvorki frá lögreglu né mótmælendum. 

Rut Sumarliðadóttir, 22.1.2009 kl. 21:45

4 identicon

Hafðu skömm fyrir fyrir þinn þennan fyrirlitlega pisti. Fólk hefur fengið nóg af skrílslátum og ofbeldi og svona ábyrgðalausu bulli.

Jón (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 21:46

5 Smámynd: Emma Agneta Björgvinsdóttir

Mæli með að þið lesið greinina 2 sinnum, ofbeldi er gagnrýnt hér úr báðum áttum

Almenningur horfði og fékk að finna fyrir því að sumir lögreglumenn gengu of langt alveg eins og sumir mótmælendur 

Höfundur pistilsins lenti sjálfur í kylfunum 

Lögregla er ekki hæf nema hún geti gagnrýnt og endurskoðað vinnubrögð sýn

Aðalgagnrýni er þó á stjórnvöld eins og ég skyldi þennan pistil og ofbeldi

Ég vona að þið mælið ekki með því að ofbeldi sé í lagi?

Emma Agneta Björgvinsdóttir, 22.1.2009 kl. 22:11

6 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Satt best að segja hefur dregið úr áhyggjum mínum af ofbeldi sem stærsta vandamálinu í samfélaginu í dag eftir að ég las þessar athugasemdir hérna. Núna hef ég áhyggjur af ólæsi.

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 22.1.2009 kl. 23:28

7 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Óskar, ekki ég heldur, en ég var hvorki að kasta grjóti né nokkuð annað, samt var ég tvisvar laminn með skildi, og á mig beitt gasi, samt varð ég skotspónn handahófskenndra aðgerða....ég styð svo sannarlega ekki grjótkastara og mér finnst ákaflega sorglegt að lögreglan skuli vera í þessum sporum.

Offari, nafn þitt er mér ekki kunnugt, og þetta var engin tilraun til að bendla þig við eitt né neitt, og ég er þér sammála um að auðvitað á að vera samkomulag á milli fólks, en með því að leyfa stjórnvöldum að beita vopnavaldi til að halda valdinu, þá er verið að samþykkja að rétt sé að misnota lögregluna. Ónauðsynlegt ofbeldi lögreglu er grafalvarlegt mál ekki síst nú, þegar lögreglu er ætlað að vera fulltrúar spillingarinnar á vettvangi. Það er mjög nauðsynlegt að sýnt verði á afgerandi hátt að OFBELDI verði ekki liðið, hver sem beitir því...

Rut, ég veit en mér sama hvað fólk kallar sig, en vilji fólk vera persónulegt er sjálfsögð kurteisi að gera það undir nafni...

Jón, ef þú lærir að lesa, þá kannski sérðu ágætlega að ég er hvorki að hvetja til ofbeldis, né að réttlæta það, heldur er ég að benda á að það er skilyrði fyrir fordæmingu ofbeldis að láta sig einu skipta HVER beitir því...ef þú vilt Jón minn skal ég útskýra þetta fyrir þér í gegnum skilaboðaskjóðuna...en áður en þú kallar pistilinn minn fyrirlitlegan skaltu lesa hann....

Emma, takk, en veistu þetta er allt í lagi, ef fólk er svona illa læst þá er varla hægt að vera að pirrast við það...

Einar, ég veit, þetta er scary shit.....

Haraldur Davíðsson, 22.1.2009 kl. 23:58

8 Smámynd: Hannes

Haraldur það er ekki hinn almenni mótmælandi sem er með ofbeldi heldur einstaklingar sem eru að fá útrá fyrir reiði sína á löggunni sem er rangt því að það á að beina henni að ráðherrum og þingmönnum ásamt þeim sem bera ábyrgð.

Ég sagði þetta i gær að þeir einstaklingar sem vilja ofbeldi munu fá það ef þeir byrja á því. Ef vopnaður maður kemur heim til þín og ræðst á þig þá þarftu að nota vopn til að taka á honum til að verja þig og því mun bara verða meira ofbeldi þangað til að ríkistjórnin fer frá eða boðar til kosninga og setur dagsetningu á þær.

hversu mikið ofbeldið verður er undir ríkisstjórninni komið og ef einhver slasast alvarlega eða deyr útaf þeim sem gæti skeð þá vona ég að það verði ekki lögreglumaður eða almennur borgari heldur einhver þeirra sem ber ábyrgð.

Hannes, 23.1.2009 kl. 01:06

9 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Þetta sjónarmið get ég alveg fallist á Hannes, ég er líka mjög feginn að fólk virtist í dag, beggja vegna línunnar, vera að hugsa um þetta, engin læti og ekkert ofbeldi.

Haraldur Davíðsson, 23.1.2009 kl. 01:10

10 Smámynd: Hannes

Það er lang best að vera ekki með ofbeldi Haraldur enda fylgja því bara vandræði fyrir alla en það þarf ekki nema 3-5 í svona hóp til að koma öllu í bál og brand og þá ráða þeir sem vilja ofbeldið. Það er á fullri ábyrgð ríkisstjórnarinnar ef einhver skaði hlýst af.

Ég er aðeins fylgjandi ofbeldi í sjálfsvörn og tel að við þurfum að verja okkur fyrir ríkistjórninni en ekki fyrir löggunni og þess vegna á að beina ofbeldi þangað ef einhver vill endilega vera með ofbeldi.

Hannes, 23.1.2009 kl. 01:16

11 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Nákvæmlega, ég er alveg til í að fara heim til Haarde og skandalísera eitthvað þar, en án ofbeldis.

Ef hundur bítur mig, þá sparka ég í eigandann, ekki hundinn...

Haraldur Davíðsson, 23.1.2009 kl. 01:20

12 Smámynd: Hannes

Mæli með að þú hleypir loftinu úr dekkjunum þannig pirrar þú hann en veldur engu tjóni nema hann hringi á kranabíll til að verða sér úti um loft. Getur sett ösku inn um bréfalúguna líka.

Þetta er rétt með að maður sparkar í eigandann en ekki hundinn.

Hannes, 23.1.2009 kl. 01:37

13 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

"Ef hundur bítur mig, þá sparka ég í eigandann, ekki hundinn..."

Öll dýr geta tekið uppá að bíta við ákveðnar aðstæður. Gildir einu hver eigandinn er. Ef hundur bítur mig fæ ég mér stífkrampasprautu, punktur. Sparka ekki í neinn.

Páll Geir Bjarnason, 23.1.2009 kl. 02:17

14 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Þú ert að oftúlka þetta örlítið Páll...þetta þýðir aðeins að ef eigandinn sigar á mig hundinum, þá er ekki við hundinn að sakast.

En stífkrampasprautan er góð þegar bókstaflega er um hundsbit að ræða....

Haraldur Davíðsson, 23.1.2009 kl. 02:41

15 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

skilið

Páll Geir Bjarnason, 23.1.2009 kl. 02:48

16 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Að hleypa lofti úr dekkjum bíla er ofbeldi gegn þeim sem þá nota.

Ofbeldið ríkisstjórninni að kenna ?????  Minnir óneitanlega á ofbeldis eiginmann sem hefur barið konuna sína í spað og segir svo - sérðu hvað þú ert búin að láta mig gera - lemur hana meira og segir svo - af hverju lætur þú mig gera þetta?

Slíkir ofbeldisaumingjar virðast réttlæta ofbeldi skrílsins gegn lögreglu sem afleiðingar af gjörðum þriðja aðila.

Ofbeldisauminginn við sundurbarða konu sína - sérðu hvað mamma þín lét mig gera. Af hverju lætur hún mig gera þetta? Af hverju flytur hún ekki úr húsinu sínu svo ég þurfi ekki að berja þig?

Rök?? Já í hugum sálsjúks fólks.

Ólafur I Hrólfsson

Ólafur Ingi Hrólfsson, 23.1.2009 kl. 03:17

17 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Ólafur það er nú ekki vitnisburður um sérstaklega mikið andlegt jafnvægi þitt þetta komment, en gott og vel ég skal skýra þetta aðeins nánar.

Það sem átt er við er það, að meðan stjórnvöld eru í felum og svara engu, nema með hortugheitum, enginn axlar ábyrgð, almenningur er umsvifalaust kallaðu skríll er hann lætur heyra í sér, og fólk horfir uppá skítinn hlaðast upp, þá er ótækt hugleysi af stjórnvöldum að stilla lögreglunni upp sem fulltrúum óhæfra ráðamanna og þeirra fánýti og ósvífni....og sitja svo bara hortug áfram og skeyta engu um síharðnandi stöðu og háværari kröfum um kosningar, heldur beita fyrir sig lögreglunni sem skálkaskjóli..

...það er misnotkun á lögreglunni og ofbeldi á hendur samfélaginu og lýðræðinu. Svo skaltu nú líta aðeins nánar á samlíkingu þína í kommentinu, sjálfur leggur þú til jafns að hleypa lofti úr dekki og því að meiða aðra manneskju...

Haraldur Davíðsson, 23.1.2009 kl. 03:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband