Færsluflokkur: Dægurmál
5.6.2009 | 17:18
Röð aðgerða breytir miklu um árangur allra verka...
Nýlega var samþykkt að veita föngum færi á að enda afplánun sína í vímuefnameðferð...þetta er svosem góðra gjalda vert, en hvað er verið að gera með því í raun og veru ?
Það þykir mér undarleg stefna sem einungis tengir vímuefnameðferð fanga við lok afplánunar, en ekki upphaf. Bæði er það uppgjöf fyrir, og viðurkenning, á lyfja- og vímuefnamisnotkun í fangelsum..og einnig er verið að kasta á glæ kjörnu tækifæri til að koma fanga í afplánun með það markmið að bæta sig...ef hægt er að láta fanga hefja afplánun með "hreinan" líkama, er vonin til bata mun meiri, möguleikarnir á að einstaklingurinn verði betri borgari og skili sér ekki aftur í fangelsið, óvéfengjanlega meiri, og þetta á ekki síst við um yngstu fangana. Fíkill sem er á leið í afplánun, er fyrst og fremst á leið þangað vegna fíknar sinnar...svo eigi betrun hans að eiga möguleika, er nauðsynlegt að gera mönnum kleyft að hefja afplánun í meðferð/afeitrun......mig langar að vita hvað stendur í vegi fyrir þessu...
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
10.11.2008 | 00:40
Allt er það hverfult og breytingum háð.
Kyrrð og óreiða, litir og grámi, gleði og sorg, ljós og myrkur, samkennd og sundrung. Allt er það hverfult, allt tekur enda allt líður hjá.
Hversu erfitt getur ekki verið að reyna að sannfæra sjálfan sig um að slæmir tímar líði hjá ? Kannski jafn erfitt og það er að vita að góðir tímar gera það ? Ég veit það ekki, en ég veit að það er erfitt.
Í mínum huga að minnsta kosti.
Það er undarlegt hvað maður getur átt í óþægilegum samræðum við sjálfan sig, og þær svo raunverulegar í ljósi persóna og leikenda, að maður heldur að maður sé að missa vitið.....
....ég heyri raddir....og þær eru ekkert sérstaklega vingjarnlegar..en þær eru aðeins bergmál frá hugsunum mínum svo ég get ekki þaggað niður í þeim.....
....það er líka undarlegt að maður getur verið hundrað prósent meðvitaður um að hausinn á manni er að rugla með mann, en maður getur ekkert gert í því, annað en að hanga á fingurgómunum á þeirri vissu að hausinn sé að rugla, ekki maður sjálfur.
En það er stundum samt ekki nóg og hjartað gengur í lið með hausnum, og í sameiningu þagga þau kyrfilega niður í allri samkeppni, og það stundum þannig, að ekkert er eftir nema rjúkandi rúst....en stundum sleppur maður, hryggbrotinn og í sárum, en lifandi......
Ég veit ekki hvernig maður getur greint endanlega á milli raddanna, sinnar eigin og hinna,en eitt er víst að það þarf að takast á einn eða annan hátt, eigi skipið að þola brotið...það skilur svo mjótt á milli. Allt er það hverfult og allt líður hjá, líka það slæma segja þeir....sjáum til....þeir sögðu líka að góðu stundirnar tækju aldrei enda, allt tekur enda, allt líður hjá....
...ég er hættur að skilja nokkurn skapaðan hlut í þessu brölti öllu saman, ég er þreyttur, og spái í það seinna...
...nema hvað, að undarlegast af öllu er að sjá sjálfan sig velta þessu fyrir sér, og geta ekkert gert til að stöðva sig, hemja sig, en vera samt svolítið spenntur að vita hverju maður tekur uppá næst.
Þetta var yfirlestur dagsins, góða nótt.