Lýðveldið Ísland.

Það er alveg merkilegt hvað sumum gengur illa að skoða sjálfa sig á Íslandi.Á dögunum var kveikt í vw jeppabifeið sem stóð við hús eiganda síns,(eða kannski frekar umráðamanns),um miðja nótt.Eigandi kveðst hafa orðið var við mannaferðir við bílinn og hlaupið út á sokkaleistunum,enda fílhraustur og í fínu formi.Ekki tókst honum þó að ná bófunum,sem voru víst tveir,og þurfti því frá að hverfa.Eigandinn kveðst engu að síður vita hver hafi verið að verki og nafngreinir mann sem staddur er á Thailandi.Saga þessara tveggja er ekki ný,og er eflaust ekki lokið,en bíleigandi mun hafa komið nærri ofbeldi og ofbeldishótunum í máli þar sem meintur brennuvargur var þolandi.Eru þetta því hefndaraðgerðir að mati bíleiganda.Einu gleymir hann samt sem áður,það eru talsvert fleiri í fortíð bíleiganda sem hefðu ærna ástæðu til að vilja honum illt og hafa sjálfsagt glott útí annað yfir fréttunum.Sumir myndu jafnvel ganga svo langt að segja að þetta hafi bara verið vel sloppið hjá honum,en nóg um það.Svipað sjáum við sífellt hjá okkar blessuðu stjórnmálamennum,sbr borgarmálin.Við horfum endalaust uppá kjörna fulltrúa fólksins haga sér eins og okkur komi ekkert við hvað þeir segja og gera....nema náttúrulega rétt fyrir kosningar.En vandinn er samt ekki falinn hjá misvitrum stjórnmálamennum.Hann er ekki einu sinni falinn,hann liggur hjá okkur sem bölsótumst í heita pottinum og á kaffihúsum landsins og mætum svo strokin og slétt í sparifötunum á kjörstað til að leyfa sama fólkinu að raða sér aðeins öðruvísi saman í stjórn.

Er kannski búið að tala við okkur eins og börn svo lengi,að við erum sjálf farin að haga okkur eins og börn?Við sitjum með fýlusvip og tár í augum eftir að hafa verið rekin inn í herbergið okkar,og tuðum ofan í bringuna á okkur,uns við megum aftur koma á kjörstað.En við erum ekki börn!Það á enginn að leysa,efnahagsvandann t.d,fyrir okkur!Við eigum að gera það sjálf.Það erum jú við sem mætum og kjósum ekki satt? Við eigum skilið allt það sem við kjósum yfir okkur,segja sumir,en við erum að kjósa meðan við sofum.Við eigum skilið samfélag sem er stærra en kreditkort.En við þurfum að sækja það sjálf! VERA VAKANDI!!! friður.

 


Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bíddu, bíddu, bíddu. Ef kjósendur eru ekki börn, þá hljóta kjósendur að vera fífl er ekki svo? Ég held að of margir séu að skrifa um ástandið en hafa vit á því og þar á meðal er ég. En eitt er ég sannfærður um að ef einhverju á að breyta þá þurfa kjósendur að hætta að vera fífl og verða saklaus börn. Þau vita áreiðanlega meira um réttlæti en við fíflin sem alltaf kjósum sama íhaldið ár eftir ár og ekki er mín kynslóð til fyrirmyndar í þessum efnum. Engu má breyta. B.G.

Baldur Guðmundsson (IP-tala skráð) 30.4.2008 kl. 13:49

2 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Þú hittir naglann á höfuðið,vildi bara ekki nota orðið fífl.Það er þó gott að sjá að einhverjir nenna að líta sér nær.En það var einmitt mergurinn málsins að við berum sjálf ábyrgð á okkur sjálfum,ekki samfélagið eða stjórnmálaflokkarnir.Því ættum við að láta aðra hugsa fyrir okkur?

Haraldur Davíðsson, 1.5.2008 kl. 10:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband