1.5.2008 | 13:05
Hvers á guð að gjalda?
Netið er orðið að prýðilegum vettvangi fyrir talsmenn hinna ýmsu sértrúarsöfnuða.Það er hið besta mál,því að þá gefst tækifæri til að krefja þá svara.Það er hinsvegar útilokað að fá nokkur svör önnur en haleluja.Ég hef lengi haft þá skoðun að ekkert er eins fjarri guði og trúarbrögðin og kirkjurnar.Það er svo augljóst í mínum huga að það er ofur pirrandi. Að hlusta á forsvarsmenn söfnuða og kirkju bítast um hver sé að höndla sannleikann og hver ekki er móðgandi við þá sem trúa í sannleika.Allir kristnir söfnuðir kenna sig m.a við Jesu,en hundsa svo með öllu það sem hann sagði um náungakærleikann,bróðurþelið og fyrirgefninguna.Menn ætla jafnvel að fordæma fólk í nafni Jesu!?! "Hvað sem þér gjörið einum mínum minnstu bræðra,gjörið þér og mér"sagði kristur.Hræsnin er algjör og ég hugga mig við það að á efsta degi mun guð ekki kannast við alla sem skreyta sig með orði guðs.Trúarbrögð eru uppfinning djöfulsins og framkvæmd þeirra enn í höndum hans.Því fullyrði ég að menn eins og Gunnar Þorsteinsson og Snorri Óskarsson eru handbendi hins illa,hvort sem þeir gera sér grein fyrir því sjálfir eða ekki.Ég vil því bjóða þeim að koma til mín og ég skal afdjöfla þá.Gegn vægu gjaldi að sjálfssögðu.FRIÐUR.
Flokkur: Trúmál og siðferði | Facebook
Athugasemdir
Hahahaha!
Brilliant.
J. Einar Valur Bjarnason Maack , 1.5.2008 kl. 15:12
Haleluja
Árni þór, 1.5.2008 kl. 16:36
Hver er spurningin ?
Haleluja.
Birgirsm, 1.5.2008 kl. 19:53
Þú virðist afskaplega vanvitur Haraldur.
Svanur Heiðar Hauksson, 1.5.2008 kl. 23:33
Sæll Haraldur.
Þekkir þú alla forstöðumenn safnaða. Greinilega ekki.
"Að hlusta á forsvarsmenn söfnuða og kirkju bítast um hver sé að höndla sannleikann og hver ekki er móðgandi við þá sem trúa í sannleika.Allir kristnir söfnuðir kenna sig m.a við Jesu,en hundsa svo með öllu það sem hann sagði um náungann."
Fyrsta lagi eru forstöðumenn ekki að bítast um sannleikann. Þetta eru til hæfulausar fullyrðingar sem hæfa ekki manni sem vill láta taka sig alvarlega.
Hefur þú kynnt þér hvað hjálpræðisherinn er að gerir hverju aðfangsdagkvöldi? En þar kemur fólk sem er einmanna eða á engan til að gleðast með á Jólunum. Það fær fría 3rétta máltíð og félagsskap. Veistu hvað margir eiga hreinlega hjálpræðishernum lífið að launa
Hefur þú kynnt þér hvað Hvítasunnuhreyfingin er að gera í gegnum Samhjálp?
Veistu hvað margir hafa losnað frá bakkusi og eignast nýtt líf.
NEI þú veist bara ekkert hvað þú ert að tala um kæri vinur.
Ég er sammála þér að trúarbrögð eru ekki af hinu góða. Ef þú skoðar trúarbrögð annars vegar og hins vegar Kristna trú (sem þú fékkst að heyra um á Ástjörn geri ég ráð fyrir)muntu komast að því að Kristin trú á ekkert skylt við trúarbrögð. Í trúarbrögðum reyndir maðurinn að nálgast veru anda eða einhverskonar guð.
Í kristinni trú kemur Guð til þín. Hann gaf sinn eingetin son til að hann gæti eignast samfélag við þig. Finnur þú slíkan kærleika í trúarbrögðum Nei...
"Því fullyrði ég að menn eins og Gunnar Þorsteinsson og Snorri Óskarsson eru handbendi hins illa,hvort sem þeir gera sér grein fyrir því sjálfir eða ekki.Ég vil því bjóða þeim að koma til mín og ég skal afdjöfla þá.Gegn vægu gjaldi að sjálfssögðu.FRIÐUR."
Hver hefur komið þessari hugsun inn í huga þinn. Guð? Nei karlinn minn. Guð segir: "dæmið ekki því með þeim dómi sem þér dæmið munu þér dæmir verða." Umhugsunarvert ekki satt.
Ég vona að þú stígir niður úr þínum fílabeinsturni og fáir að endurnýja kynni þín við Guð. Hann elskar þig og vill eiga samfélag við þig.
Guð blessi þig Haraldur.
Stefán Ingi Guðjónsson, 6.5.2008 kl. 00:11
Sæll Stefán og þakka innleggið.Víst er það að gott getur sprottið upp úr nánast hverju sem er.En það er stór munur á skipulögðum heilaþvotti og Hjálpræðis hernum og Samhjálp.Vilji til að vera góður við náungann kemur trú ekkert við.Það er dapurlegt að þú sjáir ekki að gott er ekki endilega hnýtt aftan í trúarbrögð. Og það að ganga út frá því að kristni sé ekki trúarbrögð?!? hvaðan kemur það? Auðvitað er kristni trúarbrögð hvað annað.Ef múslimi segir "ALLAH KOM TIL MÍN"! er þá Islam ekki trúarbrögð? Þetta er ekki rétt hjá þér og enn eina ferðina hlýt ég að hafa rangt fyrir mér fyrst ég er ekki sammála þér. Þú nefnir Ástjörn,þar var einn merkilegasti mannvinur Íslands,Bogi Pétursson.Sannkristinn maður,en hann var fyrst og fremst maður og hann kenndi okkur sem nutum félagsskapar hans eitt lítið atriði. AÐ VERA TRÚAÐUR GERIR ÞIG EKKI AÐ BETRI MANNI,EKKI GUÐ HELDUR:ÞÚ GERIR ÞIG AÐ BETRI MANNI. Bogi var trúaður í bestu meiningu þess orðs og ég vil meina að nú myndi hann segja við þig það sem hann sagði svo oft við okkur drengina; Stefán minn ætli það sé ekki rétt að við tölum svolítið saman,komdu vinur minn..... Hann benti mér á að guð er löngu hættur að GERA okkur að betra fólki( sbr.sköpunarsagan.) Það var alls ekki meining mín að gera lítið úr eða vanmeta t.d Hjálpræðisherinn (ekki sértrúarsöfnuður) eða Samhjálp(ekki sértrúarsöfnuður) Sannleikann finnur þú ekki á bók eða orðum manna.Ef sannleikurinn er til þá finnur þú hann í brjósti þér.Lifðu heill og mundu að samkvæmt orðum jesu þá er þá er stærsta syndin sú að kannast ekki við hana .
Haraldur Davíðsson, 6.5.2008 kl. 11:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.