Hverjir eiga skilið aðstoð?

Það er búið að vera gaman að fylgjast með Kristnu fólki fordæma aðstoð við Palestínu en sjá guðdóminn falinn í aðstoð við Myanmar (Burma). Ég er enginn aðdáandi Hamas,en þessir flokka drættir eru ekki í anda krists.Ég hefði einmitt talið að kristnir horfðu framhjá því hver þú ert, (miskunnsami  Samverjinn), en nei.Það virðist skipta máli HVAÐA börn eru að þjást og deyja.        Börn á Myanmar eru rétthærri en börn í Palestínu og hinum ótal flóttamannabúðum sem hýsa hundruð þúsunda fólks frá Palestínu. Það er skrýtin túlkun á orðum krists að geta sagt við barn; ég ætla ekki að hjálpa þér af því að pabbi þinn er ekki sammála mér. Svo þú verður að halda áfram að vera sviptur öllu sem talið er mennskt. Í jesu nafni.................Þetta er viðurstyggileg afskræming á góðum boðskap. Sveltandi barn er sveltandi barn,ekki sveltandi svona eða hinsegin barn. SVELTANDI BARNI ER SLÉTT SAMA UM HVAÐ OKKUR FINNST, enda skiptir það ekki máli. Börn borða ekki boðskap en skilaboðin skipta samt máli. Ef skilaboðin eru þau að börnin skipti ekki máli,haldiði þá ekki að það fjölgi í Hamas?? Kristnin ætti einmitt að vera það afl sem lætur uppruna ekki skipta máli. Þjóðerniskjaftæði á ekki heima meðal kristinna manna. (HVAÐ SEM ÞÉR GJÖRIÐ EINUM MÍNUM MINNSTU BRÆÐRA  GJÖRIÐ ÞÉR OG MÉR!!),sagði Jesu. Eða eru orð hans kannski ekki jafn mikilvæg og ykkar eigið útblásna sjálf? FRIÐUR (ÖLLUM TIL HANDA, EKKI BARA SJÁLFVÖLDUM SAUÐUM).   
mbl.is Matvælasendingar hindraðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

100 % sammála.

Georg P Sveinbjörnsson, 8.5.2008 kl. 18:52

2 Smámynd: Stefán Ingi Guðjónsson

Blessaður Haraldur.

Þín röksemdafræðsla er undarleg svo ekki sé meira sagt.  Það þykir flestum eða ekki öllum kristnum leitt þegar börn þjást eða deyja. Það er engin á móti Palestínumönnum enda búa margir í sátt samlyndi Gyðinga í Israel. Þeir fordæma samlanda sína fyrir öfgafullan boðskap. Þú ættir að kynna þér söguna en ekki hlusta á andgyðinglegan einlitan fréttaflutning. Ef nágranni þinn vildi þig feigan með ÖLLUM tiltækum ráðum myndir þú eflaust hugsa um hvernig þú gætir varið þig. Það er engin að segja að Gyðingar séu fullkomnir síður en svo. En þú ættir að prófa að lifa í þeim kringumstæðum sem þeir lífa í dags daglega, eða fara að keyra Strætó í Jerúsalem og vita ekki hvort þú klárar vaktina í heilu lagi eða sprengdur í loft upp.

Hermenn Hammas stilla sér upp og fela sig í miðju íbúðahverfi á Gaza og skjóta þaðan eldflaugum á Israel. Israelher reyndir eftir fremsta megni að forðast að óbreyttir borgarar verðir fyrir árásinum.  Hammas aftur á móti reyndir eftir fremsta megni að spengja sem flesta óbreytta borgara. 

Hvað kallar þú það þegar fimm ára drengur hugsar um það eitt að vera sjálfsmorðs sprengju maður og hrópar Drepum Gyðinga Drepum Gyðinga.

Þetta þykir ekki frétt Af hverju. Giskaðu.

Við sem eru Kristinn hötum hvorki þig Araba né aðra sem afneita Kristinni trú og berum þá virðingu fyrir þér og þínum skoðunum og köllum  þig ekki neinum ónöfnum.

Guð blessi þig

Stefán

Stefán Ingi Guðjónsson, 11.5.2008 kl. 22:51

3 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Það er gott Stefán, en það breytir því ekki að kristnir hafa í auknum mæli, á opinberum vettvangi kosið að flytja einhliða and íslamskan boðskap. Eins hafa margir frammámenn kristinna tekið eindregna afstöðu með gyðingum. Það, herra minn er ekki í anda krstninnar. Ég hefði frekar vilja sjá kristna taka ákveðna og afgerandi afstöðu gegn ofbeldinu. Meira að segja þú, reynir að réttlæta ofbeldi Zionista, með því að um sjálfsvörn sé að ræða. En þú gerir enga tilraun til að setja dæmið upp á hinn veginn. Hvað um unga palestínska fjölskyldu sem á von á ofbeldisfullum "landnemum" sem eru á leiðinni að leggja húsið þeirra í rúst og reka þau af landi sem hvorki hefur verið selt, né "úthlutað" gyðingum. Taktu afstöðu gegn ofbeldinu maður? Ekki með því. Sjálfsvörn er hugtak nátengt blóðhefndinni, og aldrei afsökun. BJÓDDU HINN VANGANN, og ELSKAÐU NÁUNGANN EINS OG SJÁLFAN ÞIG. Var það ekki einhvern veginn svona. FRIÐUR.

Haraldur Davíðsson, 12.5.2008 kl. 15:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband