Aldrei datt mér í hug að ég ætti eftir að verja Björn Bjarnason......

.......en það er alveg makalaust að lesa og heyra málflutning feminista um mál Geira á Gullfingri.

Björn er sakaður um að vilja mansal, og vændi (sem reyndar er löglegt ) og ég veit ekki hvað.

Þessar konur ættu nú frekar að horfa í það, að Björn er þarna að tryggja hagsmuni borgaranna, og krefjast þess að lögreglan vinni sína vinnu SAMKVÆMT LÖGUM. Að setja út á það ....ja, ekki einu sinni ég get gert það og ÉG HATA MANNINN.

En hann er maður reglugerða, maður formsins og  í þessu tilfelli er það hið besta mál.

Dómsmálaráðherra BER að flengja sín hjú, ef þau ekki standa sig í stykkinu, og lögreglustjórinn er einn af þeim.

Lögin sem heimila strípidans eru annað mál, ráðherra setur ekki lögin, en honum ber að framfylgja þeim, svo að gagnrýnin ætti að beinast að Alþingi hvað það varðar.

Björn skammaði Stefán fyrir slælega vinnu, og við því er ekkert að segja nema TAKK.

Stefán má ekki, undir neinum kringumstæðum, vinna samkvæmt eigin áliti, heldur skal hann fara að lögum, ALLTAF.

Það er þessvegna algjörlega út í hött að ganga út frá því að Björn sé þarna að þóknast einhverju öðru en lögunum, og að hann sé fylgjandi mansali og þess háttar er náttúrulega tómt rugl.

Ég er nokkuð viss um að hann myndi banna þetta ef hann gæti, og þori að veðja að undanþáguákvæði laga um strípidans eru ekki frá honum komin.

Feministar, þið eruð að eyðileggja málstað ykkar, og kastið rýrð á málið, lögin eru það sem þarf að breyta og ykkur væri nær að gagnrýna kynsystur ykkar á þingi.

FRIÐUR ( með súlum )

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Blessaður Óli. Hehehe, ég vissi að þú myndir grípa fyrirsögnina.

En þetta er alveg magnað, ég er enn að reyna að ná utan um að hafa varið BB, en femifasistarnir eru bara svo ótrúlega sjálfhverfir að mann langar að öskra.

Ég á móður, eiginkonu og þrjár dætur, svo málefni kvenna eru mér ofarlega í huga, en þessar "kellingar", af báðum kynjum by the way, eru að eyðileggja jafnréttisbaráttuna með hysteríu og ofstæki.

Þetta er sama manngerð og ofsatrúarliðið.

Bókabrennur og nornaveiðar eru svo sannarlega ekki hluti af fortíðinni.

FRIÐUR (í hormónunum )

Haraldur Davíðsson, 25.5.2008 kl. 00:14

2 Smámynd: Skattborgari

Hvað er svona skelvilegt við nektarstaði? Þetta eru liggur við einu staðinir þar sem er hægt að tala saman.

Mér sýnist feministar bara vilja hafa vit fyrir öllum sem eru með aðrar skoðanir en þær. Svipað og þeir sem eru á móti reykingum og áfengi vilja gera allt til að teppa aðgengi af því að þer nota það ekki sjálvir. Held að best væri að hver taki ákvörðun fyrir sig ef nektarstaðir eru bannaðir þá fara þeir bara neðanjarðar.  

Skattborgari, 25.5.2008 kl. 14:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband