Er Fangelsismálastofnun ábyrgðarlaus sýndarstofnun.....

.....eða eru allir sofandi sem þar starfa ?

Nýverið fréttist það hingað heim að Ágúst Magnússon, margfaldur barnaníðingur, sem hikar ekki við að rjúfa skilorð til að reyna koma höndum yfir börn, hafi fengið leyfi fangelsismálastofnunar til að " mennta " sig í biblíuskóla í Svíþjóð. Þar átti hann að fá leigt herbergi á heimili fjölskyldu með tvö börn.´Við þessar fréttir stukku margir til og vöruðu svíana við, og það er komið á daginn að engar upplýsingar um alvarleika brota Ágústs, og einbeittan brotavilja, komu frá Fangelsismálastofnun.

Ágúst er á skilorði og því á ábyrgð yfirvalda hér.

En þetta hugnaðist ekki forsvarsmönnum þessa safnaðar í Svíþjóð svo hætt hefur verið við innritun Ágústar í biblíuskólann, og hann sendur heim. Fólkið þarna úti, bæði íslendingafélagið sem og meðlimir safnaðarins er gáttað á þessum fráleitu vinnubrögðum yfirvalda hér, og satt best að segja er það nú vel skiljanlegt.

Fangelsismálastofnun hefur áður sýnt ámóta ábyrgðarleysi í tengslum við þennan sama mann. Það var þegar hann var settur inn á Vernd í Teigahverfi, rétt við grunnskóla og leikskóla, og enginn látinn vita um hvers kyns væri. Ekki skólayfirvöld, ekki leikskólastjóri, ekki foreldrafélagið, ekki presturinn....ENGINN!

Það var svo ekki fyrr en foreldrafélagið í skólanum heimtaði manninn burt að eitthvað var gert.

Á fundi sem haldinn var með foreldrafélaginu í Laugarnesskólanum, skólastjórn, og fulltrúum Fangelsismálastofnunar og Verndar, kom fram að hann uppfyllti skilyrðin um vist hjá Vernd, en ekki hafi verið talin hætta á að hann bryti af sér aftur,sem reyndist náttúrulega rangt.

Mér er spurn, er ekki eðlileg krafa að umhverfi þessara manna sé ekki skólar og leikskólar ?

Er eðlilegt að Fangelsismálastofnun, sýni ábyrgðarleysi af þessu tagi ?

Er Fangelsismálastofnun ábyrg ef hann nauðgar barni meðan hann er á skilorði ? Jafnvel búandi á Vernd ?

Ágúst er aftur kominn til landsins og er hér á ábyrgð Fangelsismálastofnunar, þar sem hann er á skilorði.

SÝNIÐ ÁBYRGÐ, SINNIÐ SKYLDUM YKKAR.....er það til of mikils vænst af Fangelsismálastofnun ?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

þvílíkt og annað eins

Hólmdís Hjartardóttir, 13.9.2008 kl. 15:13

2 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Já Hólmdís, þetta er skandall sem þarf að gera veður útaf.

Haraldur Davíðsson, 13.9.2008 kl. 15:25

3 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Já, þetta var alveg ótrúlegur andskoti! Hérna í mínu enska þorpi, sem reyndar er álíka stórt og Hafnarfjörður, þá sér samfélagið um að láta þetta fréttast. Það eru tveir svona glæpamenn í nágrenninu og börnin vita hver þeir eru. Við einfaldlega sýndum þeim þessa menn og sögðum þeim frá þeim. Þeir eru að mestu látnir óáreittir en allir vita hverjir þeir eru og allir forðast þá. Og þegar þeir eru á ferli eru öll börn okkar börn.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 13.9.2008 kl. 16:18

4 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Haraldur það á að gera Ike úr þessu

Hólmdís Hjartardóttir, 13.9.2008 kl. 16:31

5 Smámynd: Haraldur Davíðsson

....jamm gerningaveður....

Haraldur Davíðsson, 13.9.2008 kl. 16:46

6 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Helga, mig minnir að á Englandi séu barnaníðingar jafnvel látnir gera sjálfir grein fyrir sér í sínum hverfum/bæjum/þorpum..? Ganga hús úr húsi í fylgd lögreglu og gera grein fyrir sér..

...misminnir mig?

Haraldur Davíðsson, 13.9.2008 kl. 16:50

7 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Það vildi svo einkennilega til að einum og hálfum tíma eftir að ég skrifaði þetta þá kom annar þessarra manna að dóttur minni (tæplega 9 ára) og vinkonu hennar þar sem þær voru að labba heim úr þorpinu. Kallaði á þær og sagði: "Come here girls, I won´t hurt you". Þær hunsuðu hann og forðuðu sér en sem betur fer var fullorðin stúlka þar rétt hjá og hraðaði sér til þeirra og fylgdi þeim hingað heim. Ég lét lögregluna vita umsvifalaust og nú eru þeir á leiðinni að taka skýrslu. Dæmalaus tilviljun.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 13.9.2008 kl. 18:18

8 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Helga Guðrún......gott þær gátu forðað sér.  Þetta er oft nær en mann grunar

Hólmdís Hjartardóttir, 13.9.2008 kl. 18:24

9 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Úff...ég veit nú ekki hvort ég hefði hringt á lögregluna....líklega hefði verið hringt á lögregluna til að sækja mig.....

....en svona er þetta einfalt, við þurfum að vita hvort svona menn eru í kallfæri við börnin okkar, það er eðlileg og sanngjörn krafa, á meðan samfélagið er máttlaust i að bregðast við og geyma svona menn í klefa af einhverri sort.

Haraldur Davíðsson, 13.9.2008 kl. 18:32

10 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Better safe than sorry, eins og við segjum hér. Lögreglan kom og tók skriflega skýrslu og bað leyfis að stelpurnar yrðu yfirheyrðar á aðalstöðinni eftir nokkra daga fyrir myndband. Drama lokið í bili og stelpurnar komnar í snyrtidótið mitt á náttfötunum fyrir "pizza and a girlie night".  

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 13.9.2008 kl. 19:03

11 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ég verð nú bara að kommenta á þetta hjá þér Haraldur, góð færsla og þarna er ég svo sannarlega sammála þér og ykkur. Ég hef margoft talað um að birta þyrfti myndir að þessum mönnum,(þeir lagast aldrei) og setja upp við skólanna og bara að kynna þá vel fyrir börnunum.
get sagt ykkur : ,, það kom upp sú staða í bæ einum hér á landi, að það fréttist af barnaníðingi, Þetta var síðastliðin vetur, það tóku sig saman foreldrafélögin og skipt var verkum þannig að börnin voru aldrei ein, þannig að hann bara lét sig hverfa". Svona þarf að taka á málunum, en maður getur það ekki ef ekki birtast myndir af þessum mönnum.
Kveðja frá hinni ómögulegu Millu.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 14.9.2008 kl. 08:36

12 Smámynd: Emma Agneta Björgvinsdóttir

 Auðvitað hljóta fangelsis yfirvöld að vera ábyrg meðan á skilorði stendur, ég hef hins  vegar velt því fyrir mér afhverju að það er ekki lögum með að þeir þurfi að tilkynna sig nærliggjadi skóla og ýbúum,  heyrði það að þá dræpu þeir frekar börnin en að láta ná sér?

Emma Agneta Björgvinsdóttir, 14.9.2008 kl. 09:55

13 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Milla, það er gott að leiðir okkar liggja saman eftir allt saman..

..grenndarkynning er hugtak sem við eigum til, af hverju ekki að nota það ?

Við pössum okkur best sjálf, en til þess þurfum við upplýsingar.

Emma, ég er ekki viss um að það eigi við hér í okkar litla samfélagi, þótt auðvitað séu sjaldnast nein takmörk fyrir illsku manna.

En allavega er ég á því að á meðan ekki gefast úrræði til að geyma þessa menn á viðeigandi stofnun, þá þurfum við þau úrræði sem fyrir liggja s.s. myndbirtingar og grenndarkynningar, og það ætti að vera augljós réttur okkar því á okkur hvílir líka lagaleg skylda til að gæta hagsmuna barnanna okkar.

Haraldur Davíðsson, 14.9.2008 kl. 15:03

14 Smámynd: Emma Agneta Björgvinsdóttir

Já eflaust á þetta ekki við í okkar samfélagi og ég er svo sammála þér að fleiri úrræða er þörf en hins vegar eru þessir hlutir algengastir innan fjölskyldna og þar ætti hundurinn að byrja að grafa, mér finnst yfir höfuð að meira ætti að gera við að rannskaka þessi mál markvist, setja eitthvað rannsóknarferli  í gang og meiri umræðu í grunnskóla svo upp komist um fleiri vonda menn. Það er það sem samfélag okkar ætti að gera.

Emma Agneta Björgvinsdóttir, 14.9.2008 kl. 15:52

15 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Engin passar okkur nema við, og til barnanna okkar við verðum að yfirfæra þá visku sem við getum aflað okkur.
Mér hugnaðist orðalag þitt þannig að við gætum mæst á miðri leið.

Kveðja Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 14.9.2008 kl. 16:04

16 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Rétt hjá þér Emma, við þurfum fyrst og fremst umræðu og fræðslu til að byrja með, við þurfum að skoða hversvegna svona viðgengst inn á heimilum án þess að neinn geri neitt í því. Svona gengur jafnvel á svo árum skiptir með fullri vitund annars heimilisfólks. Umræðan þarf að opnast og fræðsla til handa börnunum einnig.

Haraldur Davíðsson, 14.9.2008 kl. 16:05

17 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Það er svo margt sem ætti að gera, eitt af því er að vera velvakandi yfir breytingum á börnum okkar, barnabörnum og bara öllum börnum, og láta vita ef um einhvern grun er að ræða.
Hið nýstofnaða félag, Líf án eineltis mun kannski vekja fólk til umhugsunar um þörfina á uppvakningu í þessum málum þetta helst allt í hendur og byrjar á leikskólum og ef börn eru lögð í einelti eru þau auðveld bráð fyrir þá sem eru
níðingar á einhvern hátt, því margar gerðir af níðingum eru til.

Að kynna mér þessi mál og vera málsvari fyrir þá sem minna mega sín er
mitt hjartans mál, var í barnaverndarnefnd i 8 ár á sínum tíma, á einn prins sem er með ADHA hann er 8 ára hef mikinn áhuga á þessum málum öllum.

Já við þurfum umræður og fræðslu, fyrst og fremst þurfum við á því að halda að fólk læri að hlusta, segi ekki bara þetta kemur ekki fyrir mitt barn.

Hafið prófað að tala við vegg?
það hef ég, nefnilega flesta foreldra landsins.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 14.9.2008 kl. 16:21

18 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Já já ég tala oft við veggi, börnin mín verða oft heyrnarlaus þegar það hentar þeim..hehe..

En það er ótrúleg afneitun í gangi þegar kemur að níðslu á börnum. Mér er minnisstætt þegar miðjustelpan mín var að byrja í skóla, þá voru haldnir tveir fundir, annar með foreldrum öllum, og skólastjóra, hinn með umsjónarkennara og foreldrum bekkjarins. Á fyrri fundinum spurði ég skólastjóra hvort skólinn hefði einhverja ákveðna stefnu í eineltismálum, en hann sagði hana í mótun. Mér líkaði ekki alveg þetta svar, svo að á seinni fundinum sagði ég, ( ég var eini pabbinn, vel að merkja ), að ef börnin mín yrðu fyrir einelti og hvorki skólinn né foreldrar gerenda fengjust til að taka á málunum, þá myndi ég gera það sjálfur, þá kæmi ég bankandi á dyrnar hjá þeim. Það var eins og við manninn mælt það var allt vitlaust og ég spurður hvort ég væri að hóta börnunum ?!?

Eins og börnin beri sjálf ábyrgð á sér ?

 það er hlutverk okkar foreldranna að bera ábyrgð á bæði velferð og hegðun barnanna okkar. Þessi afneitun á ábyrgð sýnir sig líka í því að foreldrar eru í auknum mæli að leggja uppeldisskylduna á herðar kennaranna sem haf þá skyldu fyrsta og fremsta að kenna námsefnið.....

Haraldur Davíðsson, 14.9.2008 kl. 16:55

19 Smámynd: Emma Agneta Björgvinsdóttir

Já það er það að vera vel vakandi og hvað svo ?þekki alveg börn sem að hafa lent í einhverju og maður hefur svo sem reynt að tala við félagsmálayfir völd hef fengið svör eins og getur ekki reynt að tala við manninn og koma honum í skilning um að hann verði að haga sér betur og hvað þá varðaði málið líkamlegt ofbeldi? hef enga trú á þessum félagsmálayfirvöldum ekki nokkra trú  á þeim punktur. Kerfið er ekki að virka í sinni núverandi mynd.

Emma Agneta Björgvinsdóttir, 14.9.2008 kl. 17:16

20 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Það er að stórum hluta rétt hjá þér Emma mín, kerfið er ekki að virka og við foreldrarnir erum ekki að virka sem boðberar okkar barna.
Það er eitt gott ráð það sem Haraldur minnst á að taka völdin í sínar hendur og veit ég um dæmi sem það hefur verið gert, og gekk bara vel.
En hitt er svo annað mál að við þurfum að breyta þessu með kerfið og alla sem koma að umhugsun barna.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 14.9.2008 kl. 17:53

21 Smámynd: Sporðdrekinn

Góð færsla hjá þér Haraldur og þær athugasemdir sem eftir fylgdu.

Helga Guðrún, ég fékk nú bara hroll, gott að allt fór vel.

Sporðdrekinn, 14.9.2008 kl. 18:34

22 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Takk fyrir undirtektirnar dömur mínar.

Haraldur Davíðsson, 14.9.2008 kl. 18:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband