Innflytjendur, vandamál eða fórnarlömb ?

Undanfarið hefur verið mikið skrafað um nýliðnar aðgerðir lögreglu gegn hælisleitendum á Suðurnesjum. Sýnist þar sitt hverjum eins við var að búast. Tvær fylkingar fólks hafa verið þar hvað mest áberandi. Annars vegar eru það þeir sem sjá ekkert athugavert við þessar aðgerðir og hins vegar þeir sem sjá ekkert athugavert við að fólk virði ekki lög og reglur.

Báðir þessir hópar eru sama markinu brenndir að því leyti til að þeir fara fram af þröngsýni og gerræði. Annar hópurinn gengur út frá því að allir hælisleitendur séu svindlarar og glæpahyski, hinn gengur út frá því að allir hælisleitendur séu fórnarlömb og illa sett fólk sem á ekki neina von. Hvorugur hópurinn er að setja málin í einhverja skynsamlega umræðu,  koma í raun í veg fyrir að slíkt sé hægt.

Sjálfur er ég á því að herða eftirlit með því hverjir eru að koma hingað og af hverju, en mér er ekki sama hvernig farið er að því. Þessvegna er ég á því að AÐGERÐIR lögreglu í þessu umtalaða tilviki hafi verið réttlætanlegar, en AÐFERÐIRNAR, eru mér ekki að skapi.

Ótrúlega margir gera engan mun á þessu tvennu, AÐGERÐIR og AÐFERÐIR, þetta eru tvö orð sem þýða tvo mismunandi hluti.

Það er hinsvegar búið að vera ótrúlegt að fylgjast með og taka þátt í þessum umræðum, sem byggjast eingöngu á heift og þröngsýni. Þeir sem hafa hvað hæst um að ekkert hafi verið athugavert við þessar aðgerðir lögreglu, ganga gjarnan útfrá því að þarna hafi fólk verið brotlegt. Það er rétt þau voru sum brotleg, en það t.d. afsakar hvorki framkomuna við þá sem ekkert höfðu af sér gert, né hina. Íslensk lög segja nefnilega að það er ekki hlutverk lögreglu að dæma eða refsa fólki á einn eða annan hátt. Svo eru það hinir, á hinum endanum sem vilja meina að ekki skuli fylgst með og sigtað út það fólk sem ætlar sér að ljúga sig inn á okkur og vera hér jafnvel bara til vandræða. Opin landamæri eru vandmeðfarin og ekki mikil von til þess að við sleppum við svörtu sauðina sem flestir nágrannar okkar eru að súpa seyðið af að hafa verið of "mjúkir" við í upphafi.

Þetta eru alvarleg mál sem þurfa á einhverjum vitrænum umræðugrundvelli að halda, ég hef sagt það áður og segi það aftur, við erum einfaldlega ekki tilbúin, hvorki til að vera þeir góðu gestgjafar sem ég treysti löndum mínum til að vilja vera, né til að takast á við erlenda skúrka sem t.d. leggjast eins og blóðsugur á landa sína með mafíutilburðum og félagslega kerfið okkar.

Það er góður tími nú þegar svona mál koma upp að skoða stöðuna og taka svo einhver ígrunduð skref í stað þess að ryðjast áfram af offorsi og öfgum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: arnar valgeirsson

svei mér ef ég er ekki bara sammála. aðgerðir réttlætanlegar. að ryðjast inn hjá öllum, brjóta hurðir og handtaka er ljót aðferð og hræddur er ég um að íslenskur hópur hefði látið í sér heyra.

kommon, varla hafa þeir haft alla grunaða, fjandinn.

ég yrði pínu pisst ef löggan gerði þetta hjá mér ef þeir hefðu grun um að frændi minn væri glæpon. sjitt.

jamm, og vitræn umræða er ekki vitlaus hugmynd. sýnist þetta því miður ekki vera mjög þverpólítiskt.

arnar valgeirsson, 15.9.2008 kl. 19:17

2 Smámynd: Sporðdrekinn

Ég er sammála. Þetta er flott færsla hjá þér.

Sporðdrekinn, 15.9.2008 kl. 19:32

3 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Hólmdís Hjartardóttir, 15.9.2008 kl. 19:36

4 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Takk fyrir undirtektir.

Og frændi, það skyldi þó aldrei vera að við séum sammála....jahérna

Haraldur Davíðsson, 15.9.2008 kl. 19:45

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Flott færsla hjá þér Haraldur, auðvitað erum við ekki tilbúin, við erum full af fordómum og þeir sem vilja svo vel vera góðir gestgjafar, vita bara ekki neitt hvernig þeir eiga að haga sér.
Síðan er þeir reka sig á vegg í góðmenskunni þá fá þeir jafnvel leið á því að vera góðir.

Ef við höldum okkur við hælisleitendur þá þarf að sjálfsögðu að taka fastar á þeim málum, og það verður að taka styttri tíma þannig að þeir sem fá hæli hér komist sem fyrst inn í okkar samfélag læri málið og fari á vinnumarkað.

Það hlýtur að skapa erfiðleika er menn eru vikum, mánuðum og jafnvel árum saman í einhverjum búðum með enga vinnu eða félagslega uppbyggingu,
svo ég tali nú ekki um kostnaðinn sem hlýst af uppihaldi þessara manna.

Það mun vera rétt að þetta er grafalvarlegt mál og ber að taka fasta stefnu í því hið fyrsta og hún þarf að byrja strax í flugstöðinni.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 15.9.2008 kl. 19:48

6 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Óskin um nálgunarbann í sögu þinni Ester átti að jafngilda brottrekstri úr landinu, ef fólk sýnir á jafn skýran hátt og þessi maður að lögin hér og siðir skipta hann ekki máli, þá á að sparka honum beint úr landi...

...undarlegt að ekkert skuli hafa verið gert annað en að rukka stúlkuna um málskostnað....

Haraldur Davíðsson, 15.9.2008 kl. 20:23

7 Smámynd: Emma Agneta Björgvinsdóttir

Nákvæmlega Halli.............. þetta eru fáránlegar aðferðir hvað læra menn þarna i Lögguskólanum? maður gæti haldið að þetta væri eins og i police academy tómt klúður.

Emma Agneta Björgvinsdóttir, 15.9.2008 kl. 20:29

8 identicon

afar góð færsla sem ég lýsi hér með velþóknun á

Gylfi Gylfason (IP-tala skráð) 15.9.2008 kl. 21:22

9 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Takk Sáli...

Haraldur Davíðsson, 15.9.2008 kl. 21:27

10 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

já þetta er bara fjandi gott hjá þér

Hólmdís Hjartardóttir, 15.9.2008 kl. 21:28

11 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Þetta eru mál sem ekki má láta öfgafólk, úr hvorum hópnum sem er, ná á sitt vald. Við gerum ekkert af viti á meðan við erum að drullumalla í sandkassa ofstækis og vænisýki....

Haraldur Davíðsson, 15.9.2008 kl. 21:43

12 Smámynd: Rannveig H

Mikið svakalega er þetta góð grein hjá þér strákur,þú kannt að koma orðum að þessu.

ps en mikið finnst mér erfitt að lesa svona smátt letur á svörtum bakgrunni ætli það sé útaf seinni gelgjunni sem ég er komin á.

Rannveig H, 15.9.2008 kl. 22:59

13 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Mig langar fá að benda ykkur á færslu Halla Bjarna í þessari umræðu. Endilega skoðið linkinn á fréttina sem hann setur með. Hún segir stóra sögu og gefur harla góða innsýn í stöðu mála - sem vel að merkja er skelfileg.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 15.9.2008 kl. 23:36

14 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Þetta hljómar afar skynsamlega hjá þér Halli.

Georg P Sveinbjörnsson, 16.9.2008 kl. 01:18

15 Smámynd: Sporðdrekinn

Ester: Það er fáránlegt að maðurinn skuli enn vera á landinu. Ég vona bara að konan sé alveg laus við hann úr lífi sínu.

Sporðdrekinn, 16.9.2008 kl. 01:19

16 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Rétt Helga þetta stefnir í óefni, ég bjó á Englandi og sá sjálfur það sem þú hefur stundum nefnt.

Georg, ég vona það, annars var ég að vona að þetta væri svona almenn skynsemi, en það virðist því miður ekki vera alveg svo gott...

...en eigi skal gráta Björn bónda heldur safna liði....

Haraldur Davíðsson, 16.9.2008 kl. 01:47

17 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ég tel að umræðan eigi ekki að snúast um einstaka mál, heldur heildarlausn á þessu máli sem er að skella yfir okkur algjörlega ótilbúin að taka á móti því.
Er ekki tími til kominn að taka á þessum málum af skynsemi, setja nokkra góða menn og konur í eina svona "NEFND" eins og er svo vinsælt hjá okkur,
nei í alvöru það þarf að negla niður lög og reglur um bæði hælisleitendur og þá sem vilja búa í okkar landi, eftir að hafa unnið og kynnst öllu hér.
Að mínu mati eigum við ekki að taka við hælisleitendum  ef við getum ekki afgreitt þeirra mál á sómasamlegan hátt.

Einstaka sögur um menn sem hafa komið svona og svona fram við konu og börn, eru að sjálfsögðu sorglegar, en við getum ekki dæmt alla eftir þeim.
Það eru nefnilega einnig Íslendingar sem viðhafa ofbeldi bæði andlegt, líkamlegt og kynferðislegt.

Lausnina verður að finna og það gerist eigi ef engin er að vinna í málinu.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 16.9.2008 kl. 08:37

18 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Vel mælt og skynsamlega.

Rut Sumarliðadóttir, 16.9.2008 kl. 12:03

19 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Heyr Guðrún

Að mínu mati eigum við ekki að taka við hælisleitendum  ef við getum ekki afgreitt þeirra mál á sómasamlegan hátt.........vel mælt.

Haraldur Davíðsson, 16.9.2008 kl. 13:21

20 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Í hvaða hljómsveit ertu, Halli, og hvar ertu að spila um helgina?

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 16.9.2008 kl. 17:05

21 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ja hérna ertu í hljómsveit, og ertu kallaður Halli? Endilega kallaðu mig Millu annars held ég ævilega að þú sér að meina einhverja aðra.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 16.9.2008 kl. 17:26

22 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Ég leyfði mér nú bara að kalla hann Halla.. leyfi mér allan fjandann reyndar hehehe  Hann er einhvern veginn ekki nógu jakkafatalegur til að kalla hann Harald... Og þú, Milla, mín, er líka bara Milluleg.. Guðrún er svo formlegt eitthvað.. Ég held alltaf að einhver sé að skamma mig þegar ég er kölluð Helga Guðrún.. en það venst.  Það er stöðugt einhver að skamma mig. -Skyldi ég eiga einhvern þátt í því sjálf nokkuð...?  Nahhh

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 16.9.2008 kl. 18:48

23 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Flott Halli!

Mér dettur reyndar í hug Íslenskt pönklag (með Sagtmóðig að mig minnir, þó ég sé ekki alveg viss) sem hefst á orðunum 'Það er svo oft sem við erum sammála'. 

Farðu svo að senda á mig grein fyrir Örninn! 

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 16.9.2008 kl. 19:02

24 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Rétt er það Helga að Halla nafnið passar betur, alveg eins og Millu nafnið, ég er orðin svo vön því að ég fatta bara ekki oft er fólk kallar Guðrún Emilía, en ef fólk kýs að kalla mig með fullu nafni þá vill ég vera kölluð Guðrún Emilía
Svo Helga Guðrún átt þú nú engan þátt í því að fólk sé að skamma þig, eða það getur ekki verið þar sem þú ert nú engin prakkari.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 16.9.2008 kl. 19:24

25 Smámynd: Sporðdrekinn

Það er gott að heyra Ester.

Þetta er rétt hjá þér Guðrún Emilía(hehe sorry, stóðs ekki mátið ).

Og ég bara verð að segja eins og Haraldur þessi setning er bar snilld og alveg sönn: Að mínu mati eigum við ekki að taka við hælisleitendum  ef við getum ekki afgreitt þeirra mál á sómasamlegan hátt.

Sporðdrekinn, 16.9.2008 kl. 20:29

26 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Sporðdreki til sporðdreka, bara í fínu lagi, Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 16.9.2008 kl. 20:50

27 identicon

Mjög málefnaleg og góð grein og ég er sammála því sem þú segir að mestu, mér finnst reyndar að flest hælisleitendamál á íslandi snúast um að hafa þá bara í "geymslu" á meðan verið er að leita leiða til að koma þeim úr landi aftur.  Hef stundum hugsað með sjálfri mér að ég vona bara að það sé ekki mikið um börn hælisleitenda á íslandi.

Ég er viss um að ísland getur gert betur.

Katala (IP-tala skráð) 16.9.2008 kl. 21:47

28 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Ísland getur vissulega gert betur og veitt fleyrum hæli, það þarf að vanda til verka samt. Verð að segja að mér fundust þeir tilburðir lögreglunnar að brjóta upp alla dyr og ryðjast yfir allt og alla með víkingarsveita tilburðum alltof ýktir, í þessu tilfelli hefði vel dugað að banka uppá og bera upp erindið.

Hvaða viðbrögðum voru þeir eiginlega að gera ráð fyrir og var það raunhæft mat á aðstæðum?

Átti lögreglan von á vélbyssuskothríð og handsprengjum úr íbúðunum, harðri vopnaðri mótstöðu?

Georg P Sveinbjörnsson, 16.9.2008 kl. 22:56

29 Smámynd: Halla Rut

Dúndur góð grein hjá þér Haraldur. Ég er þér sammála.

ps: Það er svo erfitt að lesa svona hvíta stafi á svörtu letri ...á ekki að breyta?

Halla Rut , 17.9.2008 kl. 08:21

30 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Fimm stjörnu færsla hjá þér. Held að flestireða allir ættu að geta skrifað undir þetta.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 17.9.2008 kl. 15:35

31 Smámynd: Haraldur Davíðsson

  Takk fyrir mig.

Aðaatriðið er að við höldum áfram að ræða þessi mál, og taka púlsinn á stöðunni. Yfirvöld, hvort sem það er Lögregla, útlendingaeftirlit, eða ákæruvald, ætti ekki að vera það sem helst blasir við hælisleitendum, heldur við sjálf, samféagið sem þetta fólk er að biðja um grið.

Hins vegar eigum við, og meðal annars af fyrrnefndum ástæðum, að vera ströng á þá sem ætla sér að misnota góðvild okkar....

...en það er einhvernveginn þannig með aga, að hann virkar best ef honum er beitt af góðum vilja, og af hófsemi og aga.

Haraldur Davíðsson, 18.9.2008 kl. 01:49

32 Smámynd: Haraldur Davíðsson

....samfélagið, átti þetta að vera, tsk tsk..

Haraldur Davíðsson, 18.9.2008 kl. 01:54

33 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Til hamingju með nýju síðuna, hún er flott og núna læsilegri.
Þegar maður er svona góður penni eins og þú ert þá verða allir vel að sjá og lesa.
Knús kveðjur
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 18.9.2008 kl. 08:38

34 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Þetta er allt annað líf að sjá síðuna svona, hitt var eins og að reyna að lesa í myrkri!  Sammála Millu, þú ert lista penni.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 18.9.2008 kl. 10:04

35 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Svona svona, ég ofmetnast bara...

Haraldur Davíðsson, 22.9.2008 kl. 01:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband