19.1.2009 | 15:24
Nýji formaðurinn heillaði þingheim, segir Siv...
...og hvað með það? Er einhver ástæða þessa dagana til að heillast sérstaklega af þingheimi ?
Ég held nú síður. Flokkakerfið er úrelt og margþvæld tuska, sem á heima í ruslinu, og því ekkert annað en vonbrigði að sjá Siv mæra flokkinn sinn, og segja að með þessum gjörningi sé verið að koma til móts við kröfur fólks um breytingar. Flokkakerfið á stóra sök á því hvernig komið er. Spillingin annarsvegar, og sú sefjun sem hefur átt sér stað í samfélaginu hinsvegar, eru aðalástæðurnar fyrir því.
Það var búið að sannfæra íslendinga um að best væri að láta aðra hugsa fyrir sig, þetta er hinsvegar að breytast nú, í ljósi síðustu mánaða. Fólk er óðast að átta sig á því, að skálkaskjólið flokkakerfi er ekki nothæft. Þingræðið er orðið okkur fjötur um fót vegna flokkshagsmunapots í ríkisstjórn og stjórnsýslu.
Það er rétt hjá Siv að breytinga er þörf, en ekki kæri ég mig um gamalt vín í skítugum belgjum......
Flokknum bjargað, segir Siv | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.