19.1.2009 | 16:33
ÆÆ, ætlaði sendiboðinn að færa okkur sannleikann?
Gott mál að ekkert varð af þessari heimsókn. Við eigum ekki að hafa nein samskipti við þjóðir/samtök, sem gera börn að skotmörkum sínum, grimmdarlegur hernaður á hendur óbreyttum borgurum er óafsakanleg hegðun, hver sem er að verki. Svo virðist sem blóðhefndin og blóðsamviskan ráði för hér á Íslandi, svo mjög reyna menn að réttlæta gjörðir annars aðilans, Hamas eða Ísrael.
Upphafning ofbeldisins í formi blóðhefndar, eða áunnum rétti til ofbeldisverka, er sóðalegur áróður sem við eigum ekki að samþykkja, börnunum er alveg sama hver sprengir þau í tætlur.....
...tökum afstöðu gegn ofbeldinu, ekki með öðrum hvorum morðingjanum.....
Ísraelskur ráðherra afboðar komu sína | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Axel Jóhann Hallgrímsson, 19.1.2009 kl. 17:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.